Þrátt fyrir að skara að mörgu leyti fram úr öðrum löndum hvað varðar stuðning við barnafjölskyldur hafa Norðurlöndin horft upp á fæðingartíðni lækka á undanförnum árum. Þessi þróun hefur vakið spurningar hjá rannsakendum og það hefur verið skoðað sérstaklega hvort spár um hamfarir vegna loftslagsbreytinga spili inn í ákvarðanir ungs fólks þessa dagana um að eignast ekki börn.
Í nýrri skýrslu Nordregio, rannsóknarstofnunar um byggðaþróun og skipulagsmál, sem út kom í júní, er loftslagskvíði nefndur sem ein af mögulegum ástæðum fyrir því að fólk eignist ekki börn. „Fólk skynjar áhættuþætti eins og loftslagsbreytingar, stríð, hryðjuverk og heimsfaraldra sem eitthvað sem ekki er hægt að stjórna og það er erfitt að taka þessa þætti inn í spár um fæðingartíðni,“ segir í skýrslunni. „Athugið að börn fædd í dag verða mjög líklega á lífi árið 2100 þegar loftslag mun hafa breyst verulega.“
„Athugið að börn fædd í dag verða mjög líklega …
Athugasemdir