Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?

Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
Þessi hola er um 100 metrar í þvermál. Í skugganum á botni hennar er þægilegur 17 gráðu hiti, óljóst sjóðandi hitanum umhverfis.

Það var til marks um stórt skref í þróunarsögu mannsins þegar fyrstu hópar manna hættu að leita sér næturstaðar á víðavangi heldur settust að í hellum. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þróunarferli mannsins að setjast að á öðrum hnetti en okkar heimaplánetu og þá einmitt í helli — á tunglinu.

Langt er síðan vísindamenn áttuðu sig á því að á tunglinu væru allmargar hringlaga „holur“ sem við fyrstu sýn virtust svipaðar þeim ótal mörgu gígum sem skothríð loftsteina í milljónir ára hefur skilið eftir.

En þegar að var gáð var greinilega um allt önnur fyrirbæri að ræða. Niðurstaðan var sú að um væri að ræða hrunda hraunganga síðan í árdaga þegar tunglið var nýmyndað og hraun rann um það.

Hraunið brann á tunglinu

Hin dökku „höf“ á tunglinu eru gríðarmiklir hraunflákar en eftir að þeir storknuðu hélt hraun áfram að renna í sérstökum göngum undir nýmynduðu yfirborðinu. Sums staðar tæmdust göngin og síðan gat hent að „þak“ þeirra hrundi þar sem það var þynnst.

Það eru holurnar sem vísindamenn hafa verið að rannsaka um alllangt skeið, einmitt til þess að reyna að fá úr því skorið hvort slíkar holur væru til marks um víðáttumikla hella í hinum tæmdu hraunrásum undir yfirborðinu, rétt eins og við þekkjum hér á jörðinni — til dæmis á Íslandi.

Ef menn setjast að á hellum á tunglinu fara þeir kannski að krota á veggina,eins og íbúar Chauvet-hellis í suðausturhluta Frakklands gerðu fyrir tugþúsundum ára.

Löngu er ljóst að undir börmum sumra þessara hola er „skuggasvæði“ sem geislar sólarinnar ná ekki til. Og á þeim skuggasvæðum eru hitasveiflur litlar sem engar miðað við það sem gerist á yfirborði tunglsins.

Í niðurstöðum vísindarannsókna sem birtust í vefriti Geophysical Research Letters 2022 var bent á að á sólríkum degi á tunglinu (!) gæti hitinn á yfirborðinu náð 126 gráðu hita á Celsius en á nóttunni færi frostið niður í 173 gráður.

Íslenskur sumarhiti á tunglinu

Athyglisvert er (eins og hér kemur fram) að á botni holu þeirra sem helst hefur verið rannsökuð virðist hitinn verða jafnvel hærri en á yfirborðinu eða ná allt að 148 gráðum.

En í skuggunum í þeirri sömu holu reyndist hins vegar stöðugur 17 gráðu hiti.

Sem sagt á við mjög þægilega sumarhita á Íslandi!

Hér má sjá skýrsluna úr Nature Astronomy.

Æ síðan grunur vaknaði um að holurnar gætu verið til merkis um hella hafa menn látið sér detta í hug að slíkir hellar gætu verið heppilegir bústaðir fyrir tunglbúa framtíðarinnar.

Ekki dugir hvaða kofi sem er. Það þarf nefnilega ekki  einungis að verja tunglbúana fyrir hitasveiflunum á yfirborðinu heldur og geislun utan úr geimnum og alls konar „geimveðri“ sem berst nokkuð sveiflukennt með sólstormum.

Nú hafa vísindamenn við háskólann í Trento á Ítaliu legið yfir myndum af nokkrum af þessum holum, meðal annars ratsjármyndum sem geimfarið Lunar Reconnaissance Orbiter tók 2010, og þeir telja sig hafa náð að gægjast nógu langt undir barma sérstaklega einnar holu, til að þeir geti nú fullyrt að tómar hraunrásir eða -gangar, það er að segja hellar, séu beggja megin við holuna.

Að breyttu breytanda eru hellirnir á tunglinu bersýnislega svipaðrar gerðar og Surtshellir.

Hér má lesa frétt BBC af rannsókn þeirra Trento-manna sem Lorenzo Bruzzone og Leonardo Carrer fóru fyrir.

Lífið hófst í hellum

Carrer virðist samkvæmt frétt BBC vera snokinn fyrir þeirri kenningu, sem nýtur raunar vaxandi vinsælda, að lífið á jörðinni hafi ekki hafist í grunnum pollum á yfirborði Jarðar, eins og lengi var talið næsta fullvíst, heldur hafi það kviknað í djúpum hellum í iðrum Jarðar.

Og hann segir:

„Það er nú þannig að lífið á Jörðinni byrjaði í hellum og því er ekki nema hæfilegt að fólk skuli setjast að í hellum á tunglinu.“

Ljóst er að það verður heilmikið fyrirtæki að gera hellana á tunglinu íbúðarhæfa. Sú hola sem mest hefur verið rannsökuð er allt að 170 metra djúp og vanda þarf til verka við að komast þar niður án þess að hrun hefjist í börmum holunnar eða brekkunni niður á botn hennar.

En bjartsýnasta fólk telur að fólk kunni að vera farið að setjast að í hellum á tunglinu eftir 20-30 ár.

Og hafa þar með tekið nýtt skref á ferð Homo Sapiens til stjarnanna.

Gerry Fletcher hjá BBC útbjó þessa skýringamynd eftir fyrirsögn þeirra prófessoranna Bruzzone og Carrer.„Holan“ er 100 metrar í þvermál og allt að 170 metra djúp. Hversu langir hellirnir eru, veit enginn ennþá en mælingar benda þó til að þeir séu að minnsta kosti nógu langir til að þar kæmust fyrir rúmgóðir og skjólríkir mannabústaðir.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár