Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?

Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
Þessi hola er um 100 metrar í þvermál. Í skugganum á botni hennar er þægilegur 17 gráðu hiti, óljóst sjóðandi hitanum umhverfis.

Það var til marks um stórt skref í þróunarsögu mannsins þegar fyrstu hópar manna hættu að leita sér næturstaðar á víðavangi heldur settust að í hellum. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þróunarferli mannsins að setjast að á öðrum hnetti en okkar heimaplánetu og þá einmitt í helli — á tunglinu.

Langt er síðan vísindamenn áttuðu sig á því að á tunglinu væru allmargar hringlaga „holur“ sem við fyrstu sýn virtust svipaðar þeim ótal mörgu gígum sem skothríð loftsteina í milljónir ára hefur skilið eftir.

En þegar að var gáð var greinilega um allt önnur fyrirbæri að ræða. Niðurstaðan var sú að um væri að ræða hrunda hraunganga síðan í árdaga þegar tunglið var nýmyndað og hraun rann um það.

Hraunið brann á tunglinu

Hin dökku „höf“ á tunglinu eru gríðarmiklir hraunflákar en eftir að þeir storknuðu hélt hraun áfram að renna í sérstökum göngum undir nýmynduðu yfirborðinu. Sums staðar tæmdust göngin og síðan gat hent að „þak“ þeirra hrundi þar sem það var þynnst.

Það eru holurnar sem vísindamenn hafa verið að rannsaka um alllangt skeið, einmitt til þess að reyna að fá úr því skorið hvort slíkar holur væru til marks um víðáttumikla hella í hinum tæmdu hraunrásum undir yfirborðinu, rétt eins og við þekkjum hér á jörðinni — til dæmis á Íslandi.

Ef menn setjast að á hellum á tunglinu fara þeir kannski að krota á veggina,eins og íbúar Chauvet-hellis í suðausturhluta Frakklands gerðu fyrir tugþúsundum ára.

Löngu er ljóst að undir börmum sumra þessara hola er „skuggasvæði“ sem geislar sólarinnar ná ekki til. Og á þeim skuggasvæðum eru hitasveiflur litlar sem engar miðað við það sem gerist á yfirborði tunglsins.

Í niðurstöðum vísindarannsókna sem birtust í vefriti Geophysical Research Letters 2022 var bent á að á sólríkum degi á tunglinu (!) gæti hitinn á yfirborðinu náð 126 gráðu hita á Celsius en á nóttunni færi frostið niður í 173 gráður.

Íslenskur sumarhiti á tunglinu

Athyglisvert er (eins og hér kemur fram) að á botni holu þeirra sem helst hefur verið rannsökuð virðist hitinn verða jafnvel hærri en á yfirborðinu eða ná allt að 148 gráðum.

En í skuggunum í þeirri sömu holu reyndist hins vegar stöðugur 17 gráðu hiti.

Sem sagt á við mjög þægilega sumarhita á Íslandi!

Hér má sjá skýrsluna úr Nature Astronomy.

Æ síðan grunur vaknaði um að holurnar gætu verið til merkis um hella hafa menn látið sér detta í hug að slíkir hellar gætu verið heppilegir bústaðir fyrir tunglbúa framtíðarinnar.

Ekki dugir hvaða kofi sem er. Það þarf nefnilega ekki  einungis að verja tunglbúana fyrir hitasveiflunum á yfirborðinu heldur og geislun utan úr geimnum og alls konar „geimveðri“ sem berst nokkuð sveiflukennt með sólstormum.

Nú hafa vísindamenn við háskólann í Trento á Ítaliu legið yfir myndum af nokkrum af þessum holum, meðal annars ratsjármyndum sem geimfarið Lunar Reconnaissance Orbiter tók 2010, og þeir telja sig hafa náð að gægjast nógu langt undir barma sérstaklega einnar holu, til að þeir geti nú fullyrt að tómar hraunrásir eða -gangar, það er að segja hellar, séu beggja megin við holuna.

Að breyttu breytanda eru hellirnir á tunglinu bersýnislega svipaðrar gerðar og Surtshellir.

Hér má lesa frétt BBC af rannsókn þeirra Trento-manna sem Lorenzo Bruzzone og Leonardo Carrer fóru fyrir.

Lífið hófst í hellum

Carrer virðist samkvæmt frétt BBC vera snokinn fyrir þeirri kenningu, sem nýtur raunar vaxandi vinsælda, að lífið á jörðinni hafi ekki hafist í grunnum pollum á yfirborði Jarðar, eins og lengi var talið næsta fullvíst, heldur hafi það kviknað í djúpum hellum í iðrum Jarðar.

Og hann segir:

„Það er nú þannig að lífið á Jörðinni byrjaði í hellum og því er ekki nema hæfilegt að fólk skuli setjast að í hellum á tunglinu.“

Ljóst er að það verður heilmikið fyrirtæki að gera hellana á tunglinu íbúðarhæfa. Sú hola sem mest hefur verið rannsökuð er allt að 170 metra djúp og vanda þarf til verka við að komast þar niður án þess að hrun hefjist í börmum holunnar eða brekkunni niður á botn hennar.

En bjartsýnasta fólk telur að fólk kunni að vera farið að setjast að í hellum á tunglinu eftir 20-30 ár.

Og hafa þar með tekið nýtt skref á ferð Homo Sapiens til stjarnanna.

Gerry Fletcher hjá BBC útbjó þessa skýringamynd eftir fyrirsögn þeirra prófessoranna Bruzzone og Carrer.„Holan“ er 100 metrar í þvermál og allt að 170 metra djúp. Hversu langir hellirnir eru, veit enginn ennþá en mælingar benda þó til að þeir séu að minnsta kosti nógu langir til að þar kæmust fyrir rúmgóðir og skjólríkir mannabústaðir.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
1
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
5
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
6
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár