Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?

Risahellir fundinn á tunglinu: Verður hann fyrsti bólstaður okkar?
Þessi hola er um 100 metrar í þvermál. Í skugganum á botni hennar er þægilegur 17 gráðu hiti, óljóst sjóðandi hitanum umhverfis.

Það var til marks um stórt skref í þróunarsögu mannsins þegar fyrstu hópar manna hættu að leita sér næturstaðar á víðavangi heldur settust að í hellum. Og nú kann það brátt að marka næsta skref á þróunarferli mannsins að setjast að á öðrum hnetti en okkar heimaplánetu og þá einmitt í helli — á tunglinu.

Langt er síðan vísindamenn áttuðu sig á því að á tunglinu væru allmargar hringlaga „holur“ sem við fyrstu sýn virtust svipaðar þeim ótal mörgu gígum sem skothríð loftsteina í milljónir ára hefur skilið eftir.

En þegar að var gáð var greinilega um allt önnur fyrirbæri að ræða. Niðurstaðan var sú að um væri að ræða hrunda hraunganga síðan í árdaga þegar tunglið var nýmyndað og hraun rann um það.

Hraunið brann á tunglinu

Hin dökku „höf“ á tunglinu eru gríðarmiklir hraunflákar en eftir að þeir storknuðu hélt hraun áfram að renna í sérstökum göngum undir nýmynduðu yfirborðinu. Sums staðar tæmdust göngin og síðan gat hent að „þak“ þeirra hrundi þar sem það var þynnst.

Það eru holurnar sem vísindamenn hafa verið að rannsaka um alllangt skeið, einmitt til þess að reyna að fá úr því skorið hvort slíkar holur væru til marks um víðáttumikla hella í hinum tæmdu hraunrásum undir yfirborðinu, rétt eins og við þekkjum hér á jörðinni — til dæmis á Íslandi.

Ef menn setjast að á hellum á tunglinu fara þeir kannski að krota á veggina,eins og íbúar Chauvet-hellis í suðausturhluta Frakklands gerðu fyrir tugþúsundum ára.

Löngu er ljóst að undir börmum sumra þessara hola er „skuggasvæði“ sem geislar sólarinnar ná ekki til. Og á þeim skuggasvæðum eru hitasveiflur litlar sem engar miðað við það sem gerist á yfirborði tunglsins.

Í niðurstöðum vísindarannsókna sem birtust í vefriti Geophysical Research Letters 2022 var bent á að á sólríkum degi á tunglinu (!) gæti hitinn á yfirborðinu náð 126 gráðu hita á Celsius en á nóttunni færi frostið niður í 173 gráður.

Íslenskur sumarhiti á tunglinu

Athyglisvert er (eins og hér kemur fram) að á botni holu þeirra sem helst hefur verið rannsökuð virðist hitinn verða jafnvel hærri en á yfirborðinu eða ná allt að 148 gráðum.

En í skuggunum í þeirri sömu holu reyndist hins vegar stöðugur 17 gráðu hiti.

Sem sagt á við mjög þægilega sumarhita á Íslandi!

Hér má sjá skýrsluna úr Nature Astronomy.

Æ síðan grunur vaknaði um að holurnar gætu verið til merkis um hella hafa menn látið sér detta í hug að slíkir hellar gætu verið heppilegir bústaðir fyrir tunglbúa framtíðarinnar.

Ekki dugir hvaða kofi sem er. Það þarf nefnilega ekki  einungis að verja tunglbúana fyrir hitasveiflunum á yfirborðinu heldur og geislun utan úr geimnum og alls konar „geimveðri“ sem berst nokkuð sveiflukennt með sólstormum.

Nú hafa vísindamenn við háskólann í Trento á Ítaliu legið yfir myndum af nokkrum af þessum holum, meðal annars ratsjármyndum sem geimfarið Lunar Reconnaissance Orbiter tók 2010, og þeir telja sig hafa náð að gægjast nógu langt undir barma sérstaklega einnar holu, til að þeir geti nú fullyrt að tómar hraunrásir eða -gangar, það er að segja hellar, séu beggja megin við holuna.

Að breyttu breytanda eru hellirnir á tunglinu bersýnislega svipaðrar gerðar og Surtshellir.

Hér má lesa frétt BBC af rannsókn þeirra Trento-manna sem Lorenzo Bruzzone og Leonardo Carrer fóru fyrir.

Lífið hófst í hellum

Carrer virðist samkvæmt frétt BBC vera snokinn fyrir þeirri kenningu, sem nýtur raunar vaxandi vinsælda, að lífið á jörðinni hafi ekki hafist í grunnum pollum á yfirborði Jarðar, eins og lengi var talið næsta fullvíst, heldur hafi það kviknað í djúpum hellum í iðrum Jarðar.

Og hann segir:

„Það er nú þannig að lífið á Jörðinni byrjaði í hellum og því er ekki nema hæfilegt að fólk skuli setjast að í hellum á tunglinu.“

Ljóst er að það verður heilmikið fyrirtæki að gera hellana á tunglinu íbúðarhæfa. Sú hola sem mest hefur verið rannsökuð er allt að 170 metra djúp og vanda þarf til verka við að komast þar niður án þess að hrun hefjist í börmum holunnar eða brekkunni niður á botn hennar.

En bjartsýnasta fólk telur að fólk kunni að vera farið að setjast að í hellum á tunglinu eftir 20-30 ár.

Og hafa þar með tekið nýtt skref á ferð Homo Sapiens til stjarnanna.

Gerry Fletcher hjá BBC útbjó þessa skýringamynd eftir fyrirsögn þeirra prófessoranna Bruzzone og Carrer.„Holan“ er 100 metrar í þvermál og allt að 170 metra djúp. Hversu langir hellirnir eru, veit enginn ennþá en mælingar benda þó til að þeir séu að minnsta kosti nógu langir til að þar kæmust fyrir rúmgóðir og skjólríkir mannabústaðir.

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár