Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

„Það er ekkert eftir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.

„Forsendur fyrir sómasamlegu lífi fyrir vel menntað foreldri í góðri vinnu eiga ekki að vera sambúð. Fólk hlýtur að eiga að geta lifað sjálfstætt kjósi það að gera það,“ segir einn þátttakanda sem svaraði spurningalista frá Heimildinni um lífskjör sín sem sjálfstætt foreldri en þátttakendur voru á þriðja tug, vel flestir með góða menntun en bæði á leigu- og fasteignamarkaði. Margir eiga erfitt með að ná endum saman og flestir glíma við afkomustreitu.

Könnun Heimildarinnar var óformleg en veitti þessum hljóða hópi tækifæri til að tjá sig um fjárhagslega stöðu sína, án þess að þurfa að koma fram undir nafni og mynd. Fimm konur til viðbótar eru síðan til viðtals um veruleika sinn sem vel menntaðar sjálfstæðar mæður á vinnumarkaði. Samtals eru þessar fimm konur með þrettán háskólagráður, en það virðist ekki duga til að lifa áhyggjulausu lífi. 

Hér á eftir verður gripið inn á milli til upplifana fólks af …

Kjósa
57
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Christi Shoemaker skrifaði
    Byrjaðu núna að vinna þér inn laun á netinu meira en 15 þúsund evrur í hverjum mánuði. Ég hef fengið annan launaseðil minn í síðasta máanuði upp á 16.859 €. Þetta eru tekjur mínar upp á aðeins einn mánuð með því að vinna auðvelda vinnu á netinu. Ég er mjög ánægður með að hafa þetta starf núna og er fær um að búa til þúsundir í hverjum mánuði á netinu. Allir geta fengið þetta starf núna og aflað meiri tekjur á netinu með því að afrita og líma þessa vefsíðu í vafra og fylgja síðan upplýsingum til að byrja ...

    ....➥➥➥ 𝘄𝘄𝘄.𝘇𝗶𝗻𝘁𝗰𝗼𝗶𝗻.𝗰𝗼𝗺
    -1
  • Jonaz Mueller skrifaði
    það er ekki til neitt á Íslandi sem heitir ,,mjúk" lending í efnahagsmálum. Við aðlögumst alltaf á harkalegan hátt, með verðbólgu,atvinnuleysi og núll hagvexti áður en rofa tekur á ný og eyðslufylleríið fer aftur í gang.
    0
  • Þór Saari skrifaði
    "Markaðshagkerfið Ísland," hið margfræga, hefur brugðist, enda eðlilegir markaðir ekki til að neinu marki í einum einasta geira atvinnlífsins heldur ríkir fákeppni og einokun á öllum sviðum, ergo, verðhækkanir og basl fyrir almenning. Hér þurfa að koma til róttækar kerfisbreytingar.
    8
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Kannski verða bara flestir karlar aumingjar þegar hjónabandið eða ástarsambandið slitnar. Við erum bara svona, flestir. Algjörlega háðir mæðrum okkar og óskiptri athygli þeirra og hrósi. Yfirförum þessa þjónustu svo á makann. Vanti upp á væntingar okkar til hans byrjar að ólga gremja og óreiða verður á mestöllu hugarástandi okkar hetjanna. Konunni fyrrverandi er svo bara einni kennt um þessa vanlíðan og reiðin eykst jafnvel bara með tímanum. Við sjáum það a fréttaflutningi daglega af heiftúðlegum árásum karla á fyrrverandi maka inn a heimilum þeirra og oft fyrir framan börn þeirra. Sturlaðir og vansvefta af söknuði og særðu stolti ráðumst við á mæður barna okkar með öllu afli. Ástæðan er kannski barnalegur vanþroski og ofdekraður heili manna sem krefjast þess að þægindi þeirra séu ávallt í fyrirrúmi. Karlmennska okkar og eigin upplifun um eigið ágæti sé ætíð sýnd óskoruð virðing og viðurkennning. Þetta þægilega hrós og óskoraðs umburðarlyndis sem gafst frá mæðrum okkar og átti auðvitað sjálfvirkt að millifærast svo beint yfir á viðmót mæðra barna okkar til að uppfylla stolt okkar karla yfir sjálfum okkur. Barnaskapurinn er algjör og niðurstaðan eftir því.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Millistétt í molum

Meðallaun segja ekki allt varðandi kjör fólks í landinu
GreiningMillistétt í molum

Með­al­laun segja ekki allt varð­andi kjör fólks í land­inu

Reglu­lega er töl­um um með­al­laun Ís­lend­inga fleygt fram í um­ræð­unni og þau gjarn­an sögð vera óvenju­há í sam­an­burði við önn­ur lönd. Í fyrra voru heild­ar­laun full­vinn­andi fólks að með­al­tali 935.000 þús­und krón­ur á mán­uði. Hins veg­ar fær flest starf­andi fólk mán­að­ar­laun sem eru lægri en þetta með­al­tal. Að ýmsu þarf að gæta þeg­ar með­al­tal­ið er rætt því hlut­fall­ið seg­ir ekki alla sög­una.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár