Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Slítandi að vera alltaf að vinna á kvöldin og um helgar“

„Það virð­ist ekki skipta máli þó að mað­ur geri hlut­ina eft­ir bók­inni,“ seg­ir Elsa María Blön­dal, sem er tveggja barna móð­ir; mennt­uð í LhÍ í fata­hönn­un og einnig með meist­ara­gráðu í kennslu­fræð­um, auk þess að vinna við all­ar teg­und­ir lista. Hún ræð­ir reynsl­una af því að lifa á ein­um tekj­um.

„Slítandi að vera alltaf að vinna á kvöldin og um helgar“
Elsa María Blöndal Elsa á tvær dætur og er með góða menntun en getur ekki lifað af 100 prósent vinnu. Mynd: Golli

Í æsku var manni innrætt að málið væri að mennta sig, öðruvísi kæmist maður ekkert. En með því að gera það væri maður öruggur. Það var gegnumgangandi þráður í mínu uppeldi. Að maður þyrfti öryggið og að það fælist í menntun. En það virðist ekki skipta máli þó að maður geri hlutina eftir bókinni,“ segir Elsa María, móðir tveggja dætra með góða menntun. 

Síðast í gær talaði ég við kunningjakonu mína sem er líka sjálfstæð móðir, nokkuð yngri en ég og með tvö börn. Þar kvað við hið sama: hún fékk hærri tekjur fyrir tveimur árum en það breytir samt ekki aðstæðum hennar, það verður alltaf jafnlítið úr peningunum. Og hún sagði: Ég skil bara ekki af hverju!

Þetta hef ég upplifað líka. Ég er ekki veik, með geðsjúkdóma eða í fíkniefnum – eða neitt svoleiðis. Bara reyni að gera allt rétt.

„Ég er ekki veik, með geðsjúkdóma …
Kjósa
53
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
    "Ég missti þessa íbúð og er enn þá að borga af einu láni þar."

    Eitthvað óeðlilegt hlýtur að vera í gangi ef hún er ennþá svona mörgum árum seinna að borga af láni á íbúð sem er löngu búið að taka upp í gömlu hrunskuldina.

    Ef hún hefur misst íbúðina á nauðungarsölu gildir eftirfarandi:
    https://www.althingi.is/lagas/154b/1991090.html#G57
    "Nú hefur sá sem notið hefur réttinda yfir eigninni ekki fengið þeim fullnægt með öllu af söluverðinu og getur hann þá aðeins krafið gerðarþola eða annan um greiðslu þess sem eftir stendur af skuldbindingunni að því leyti sem hann sýnir fram á að markaðsverð eignarinnar við samþykki boðs hefði ekki nægt til fullnustu kröfunnar."

    Jafnvel þó íbúðin hafi ekki farið á nauðungarsölu eða verðmæti hennar ekki nægt fyrir allri skuldinni gildir samt eftirfarandi um Íbúðlánasjóðslán:
    https://island.is/reglugerdir/nr/0359-2010
    "Að liðnum þremur árum frá sölu fasteignar skuldara er stjórn Íbúðalánasjóðs heimilt að afskrifa kröfur sem glatað hafa veðtryggingu skv. 1. og 2. tölul. 1. mgr. 2. gr. "
    " Skilyrði fyrir afskrift á kröfu sem glatað hefur veðtryggingu eru:
    1. Eignir umfram skuldir séu ekki meiri en 8.725.000 kr. hvort sem um er að ræða einstakling eða hjón/sambúðarfólk.
    2. Tekjur á ársgrundvelli séu ekki hærri en 4.864.000 kr. fyrir einstakling eða 5.735.000 kr. fyrir hjón eða sambúðarfólk, að viðbættum 765.000 kr. fyrir hvert barn á framfæri skuldara yngra en 20 ára."

    Hafi síðarnefnda úrræðið ekki dugað til er loks hægt að leita greiðsluaðlögunar og með því úrræði er eftir ákveðið ferli hægt að fá skuldir umfram greiðslugetu afskrifaðar.
    https://www.ums.is/is/adstod-vid-greidsluvanda/greidsluadlogun-einstaklinga-1
    Það getur verið ágætt úrræði fyrir einstaklinga sem hafa lent í því að missa íbúð sína upp í skuldir og sjá ekki fram á að geta greitt upp allt sem eftir stendur.

    Ef ekkert af þessum úrræðum nýtist og einstaklingurinn á engar eignir getur enn fremur komið til greina að leita gjaldþrotaskipta og þá falla allar svona eldri skuldir (aðrar en námslán) niður að loknum tveggja ára fyrningartíma frá skiptalokum.

    Það er skiljanlegt að fólk vilji gera það sem það getur til að greiða skuldir sínar, jafnvel þó það hafi orðið fyrir því að missa allt sitt. En það er samt óþarfi að halda því áfram þegar um er að ræða stökkbreyttar skuldir vegna forsendubrests fyrir 15 árum síðan sem stjórnvöld hafa viðurkennt með því að bjóða upp á ýmis úrræði til að geta byrjað aftur á núlli. Oftar en ekki er það mun skárra en að leyfa óréttlátum atburðum fortíðarinnar að elta sig það sem eftir er.
    5
    • Elsa Blondal skrifaði
      Kæri Guðmundur,
      þakka þér fyrir þetta komment! Þetta er bara akkúrat það sem ég hef husað svo oft: "eitthvað óeðlilegt hlýtur að vera í gangi." En svona er þetta nú samt, og þar sem að þú gafst þér tíma til að skrifa athugasemd hér við viðtalið við mig langar mig að gefa mér tíma til að svara. Já það er margt óeðlilegt í gangi. Lánið sem um ræðir er ekki íbúðalánasjóðslán heldur lífeyrissjóðslán. Þetta lán er með veð í húsi foreldra minna, en það þýðir að ef hætt verður að borga af því láni þá hjóla þeir í þau og þeirra hús. Trúðu mér, ég væri glöð fyrir löngu búin að láta lýsa mig gjaldþrota - en ekki einu sinni það er valmöguleiki þar sem að það kæmi bara niður á foreldrum mínum, sem er einmitt það fólk sem þessi staða ætti ekki að koma niður á. Ég hef líka farið til Umboðsmanns Skuldara, og það langa ferli endaði á orðunum: "því miður er ekkert sem við getum gert fyrir þig, en gangi þér vel." Það er reyndar orðið langt síðan og ákvað ég í apríl síðastliðnum að láta aftur reyna á aðstoð þar. Í júní hringdi ég og spurði um stöðu umsóknar minnar þar og var sagt að von væri á 6-9 mánaða bið eftir viðtali. Hananú. Ég hef líka eytt fjármunum í aðstoð lögmanns í þeirri von að hann finndi gloppu í gerð lífeyrissjóðslánsins, en skilst skv honum að engin leið sé undan þessu láni. Því þau voru víst gerð ólögleg EFTIR að ég tók mitt lán.
      Takk aftur fyrir athugasemdina, ég hef ekki gefist upp á að losna undan þessu láni (sem eru að mínu mati búin til eingöngu til að eyðileggja líf fólks og gera það daglega) og ég þigg ÖLL ráð við það. Með góðri kveðju, Elsa María Blöndal
      1
  • EK
    Elísabet Kjárr skrifaði
    Takk, Elsa! Ég hætti að reykja, drekka og seldi bílinn en það hefur absolútt engin áhrif. Verðbólgan át það allt upp. Sumarfríin eru heimavið og bíó með börnin eru lúxus. Engin furða að við séum í andlegu og líkamlegu fokki dílandi við vanmátt og afkomustreitu.
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár