Reglulega birtir Hagstofa Íslands mælingar á þróun launa hjá starfandi fólki í landinu. Niðurstöðurnar rata síðan í fréttir hjá helstu fjölmiðlum landsins. Í fyrirsögnum slíkra frétta er því gjarnan slegið upp að meðallaun í landinu séu með þeim hæstu í heiminum.
„Meðallaun voru 935 þúsund krónur í fyrra“, er til að mynda fyrirsögn á frétt RÚV sem birtist fyrir nokkru síðan. Í fréttinni er gert grein fyrir niðurstöðum sem birtar voru í vorskýrslu kjaratölfræðinefndar sem var gefin út 20. júní síðastliðinn. Skýrslan var unnin í nánu samstarfi við Hagstofu Íslands.
Í umræddri frétt er sagt frá því að laun hafi að meðaltali hækkað um 11,1 prósent í kjölfar síðustu kjarasamningalotu frá 2022 til 2024. Meðallaun á Íslandi séu nú þau hæstu meðal allra OECD-ríkja þegar leiðrétt hefur fyrir verðlagi.
Marga rekur eflaust í rogastans við lestur á slíkum fyrirsögnum. Ekki er ósennilegt að mörgum þyki talan óeðlilega há svo …
Athugasemdir