Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Milljón dollara spurningin um vexti og verðlag

Vext­ir á hús­næð­is­lán­um eru þre­falt hærri á Ís­landi en í Dan­mörku, auk þess sem verð­lag og kostn­að­ur við hús­næði slig­ar al­menn­ing. Formað­ur Neyt­enda­sam­tak­anna seg­ir sér­hags­muni ráða miklu og spá­ir því að vaxta­stig­ið verði að kosn­inga­máli.

Milljón dollara spurningin um vexti og verðlag
Breki Karlsson Formaður Neytendasamtakanan segir að stjórnvöld verði að svara fyrir þjónkun við sérhagsmuni og láta gera óháða úttekt á krónunni. Mynd: Golli

Himinháir vextir á húsnæðislánum, dýr matarkarfa og erfiðleikar fyrir heimilin að ná endum saman. Fólk gæti spurt sig; af hverju þarf þetta að vera svona?

„Það er milljón dollara spurningin,“ svarar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Í fyrsta lagi, af hverju eru vextir viðvarandi háir á Íslandi, miklu hærri en í nágrannalöndunum? Af hverju er ekki hægt að svara því og ganga í það að lagfæra það? Þetta verður held ég stóra málið fyrir næstu kosningar.“

Hann varpar fram spurningu; hvað mundir þú gera við peningana sem þú mundir spara ef þú værir að borga vexti á við Frúna í Þórshöfn? „Hún er að borga 5 prósent í vexti af húsnæðisláninu sínu,“ segir Breki um þessa ímynduðu konu í Færeyjum. „Við á Íslandi erum að borga frá 9 til 11 prósent. Fyrir hverja milljón sem þú skuldar eru Íslendingar að borga 50 þúsund krónur í vexti umfram það sem Frúin í …

Kjósa
124
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÞH
    Þorfinnur Hermannsson skrifaði
    Eigum við ekki að fara að vakna og fara að nota a gjaldmiðil sem er gjaldgengur í viðskiftum við umheiminn og stjórnvöl þurfi að stjórna í samræmi við það.
    1
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Græðgi og siðblinda fárra.
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Verðbólgan er ekki eingöngu sök neytenda. Lánastofnarnir sem dæla peningum út í þjóðfélagið eiga þar ekki síður hlut að máli. Sanngjarnt er lánveitandi og lántaki beri verðbætur til helminga. En meðan lánsfé er á seljendamarkaði er ólíklegt að hagur lántakenda batni.
    3
    • Guðmundur Ásgeirsson skrifaði
      Hvers vegna ætti tjónvaldur að fá einhverjar bætur fyrir tjónið sem hann veldur?
      0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár