Himinháir vextir á húsnæðislánum, dýr matarkarfa og erfiðleikar fyrir heimilin að ná endum saman. Fólk gæti spurt sig; af hverju þarf þetta að vera svona?
„Það er milljón dollara spurningin,“ svarar Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. „Í fyrsta lagi, af hverju eru vextir viðvarandi háir á Íslandi, miklu hærri en í nágrannalöndunum? Af hverju er ekki hægt að svara því og ganga í það að lagfæra það? Þetta verður held ég stóra málið fyrir næstu kosningar.“
Hann varpar fram spurningu; hvað mundir þú gera við peningana sem þú mundir spara ef þú værir að borga vexti á við Frúna í Þórshöfn? „Hún er að borga 5 prósent í vexti af húsnæðisláninu sínu,“ segir Breki um þessa ímynduðu konu í Færeyjum. „Við á Íslandi erum að borga frá 9 til 11 prósent. Fyrir hverja milljón sem þú skuldar eru Íslendingar að borga 50 þúsund krónur í vexti umfram það sem Frúin í …
Athugasemdir (4)