Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Notkun þunglyndislyfja í hámæli

Um 165 af hverj­um þús­und á Ís­landi hafa leyst út þung­lynd­is­lyf og kon­ur fá þau frek­ar en karl­ar. Ís­land er á toppn­um al­þjóð­lega í notk­un þung­lynd­is­lyfja.

Notkun þunglyndislyfja í hámæli
Þunglyndislyf Fleiri konur en karlar nota þunglyndislyf á Íslandi.

Rúmlega 60 þúsund manns fengu afgreidd þunglyndislyf á Íslandi í fyrra. Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis um heilbrigðisupplýsingar.

22.780 karlar og 39.886 konur fengu þunglyndislyf, 62.727 einstaklingar alls. „Þetta samsvarar því að 165 af hverjum 1.000 íbúum hafi leyst slík lyf út,“ segir í fréttabréfinu. „Mikill kynjamunur er á notkun þunglyndislyfja þar sem nær tvöfalt fleiri konur leysa út lyf í þessum flokki en karlar og hefur munurinn farið vaxandi á síðastliðnum tíu árum. Árið 2023 leystu 215 af hverjum 1.000 konum út þunglyndislyf á móti 117 af hverjum 1.000 körlum.“

„[...] tvöfalt fleiri konur leysa út lyf í þessum flokki en karlar“

Landlæknir hefur áður vakið athygli á aukinni andlegri vanlíðan á Íslandi á undanförnum árum. Sú þróun hefur sérstaklega verið áberandi á meðal ungs fólks á aldrinum 18 til 24 ára.

Aukin notkun meðal barna

Notkun þunglyndislyfja á Íslandi hefur í gegnum tíðina verið mikil og jókst jafnt og þétt um árabil,“ segir í fréttabréfinu. „Hin mikla notkun þunglyndislyfja á Íslandi gefur tilefni til að grannt sé fylgst með þróuninni yfir tíma auk þess sem gagnlegt er að greina notkunina betur eftir tilteknum undirhópum.“

Notkunin hefur aukist á meðal ungmenna undanfarin ár. „Þegar skoðuð er þróun í notkun þunglyndislyfja meðal barna frá upphafi skráningar í lyfjagagnagrunn embættis landlæknis má sjá að nær tvöfalt fleiri börn yngri en 18 ára fengu ávísað lyfjum í þessum flokki árið 2023 en árið 2005,“ segir í fréttabréfinu og bent á að aukningin sé helst meðal þeirra sem eru nær 18 ára að aldri.

Skortur á meðferðarúrræðum hérlendis

Ísland er á toppnum í alþjóðlegum samanburði hvað þetta varðar. „Í alþjóðlegum samanburði vekur það athygli að notkun þunglyndislyfja á Íslandi er sú mesta innan OECD. Þannig hefur það verið a.m.k. frá árinu 2007 þegar OECD hóf að birta tölulegar upplýsingar um notkun lyfja í þessum lyfjaflokki,“ segir í fréttabréfinu.

Noktunin á þunglyndislyfjum er 15 prósent meiri en í Portúgal þar sem hún er næst mest og rúmlega tvöfalt meiri en meðaltal OECD ríkjanna. „Sérstaða Íslands hvað varðar notkun þunglyndislyfja er athyglisverð og hafa ýmsar tillögur verið lagðar fram til skýringar á þeim mikla mun sem er á notkunarmynstri Íslendinga og annarra þjóða. Ein möguleg skýring er að skortur á meðferðarúrræðum geti valdið því að einstaklingar með vægari einkenni þunglyndis og kvíða fái ávísað lyfjum hérlendis í stað þess að vera vísað til sálfræðings.“

„Þau sem búa við slaka félags- og efnahagsstöðu og jaðarsetningu eru mun líklegri til að þróa með sér geðræna erfiðleika“

Embætti Landlæknis hvetur til aukinnar geðræktar og forvarna til að stemma stigu við þróuninni. „Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni er þunglyndi sá sjúkdómur sem veldur hvað mestri sjúkdómabyrði á heimsvísu,“ segir að lokum í fréttabréfinu. „Þau sem búa við slaka félags- og efnahagsstöðu og jaðarsetningu eru mun líklegri til að þróa með sér geðræna erfiðleika en þau sem búa við góð lífskjör og félagslega stöðu. Þættir er varða grundvallaröryggi í lífinu, t.d. öruggt húsaskjól, örugg afkoma og öruggt líf án ofbeldis, hafa gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu og því mikilvægt að aðgerðir til að bæta geðheilsu þjóðarinnar nái einnig til stærri félags- og efnahagslegra skilyrða.“

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JKA
    Jón Kr. Arason skrifaði
    "hámæli" er ekki rétta orðið.
    0
  • Örn Ægir Reynisson skrifaði
    Landinu er stjórnað af glæpamönnum og vitleisingum þetta skapar geðræn vandamál,svo koma lyfjabarónar og græða á öllu saman og ekki er hikað við að ljúga í fólk í nafni vísinda eftir þörfum. Mælikvarði á hvað þeir eru heimskir þessir kjörnu fulltrúar sem stjórnmálaflokkarnir unga út hér kemur 30.gr stjórnarskrárinnar-
    30. gr.
    Forsetinn veitir, annaðhvort sjálfur eða með því að fela það öðrum stjórnvöldum, undanþágur frá lögum samkvæmt reglum, sem farið hefur verið eftir hingað til.-
    þetta halda þeir að þeir geti mistúlkað sem sagt tekið lögin úr sambandi gegn greiðslu auðvitað svo öruggir eru þeir með sig þessi fífl að þeir skilja eftir sig slóðina af sönnunargögnum
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár