Séra Agnes M Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur ætíð talað um prestsembættið, sem og embætti biskups, sem lífsstíl. „Ég er náttúrlega alin upp í kirkjunni því pabbi minn var prestur. Ég kann ekki annað en að hafa þetta fyrir lífsstíl,“ segir hún, en faðir hennar var séra Sigurður Kristjánsson, sóknarprestur á Ísafirði og prófastur í Ísafjarðarprófastsdæmi.
Lifði í fullorðinsheimi sem barn
Á Pólgötu 10 á Ísafirði ólst Agnes upp við að skírnir og giftingar færu jafnvel fram á heimilinu, í prestsbústaðnum. „Ef við vorum með barnaafmæli í stofunni þá fórum við bara eitthvert annað á meðan. Ég var mikil pabbastelpa og reyndi að fara allt með honum sem ég mátti. Leikir mínir í æsku snerust mikið um að ég var að gifta og skíra dúkkur. Ég var bara mjög skrýtið barn. Ég lifði í fullorðinsheimi og fannst ekki gaman í barnaleikjum. Ég og systir mín, sem er ári yngri, …
Athugasemdir (1)