Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Styrktarsjóður Blaðamannafélagsins stefndi í gjaldþrot

Sjóð­ur­inn sem greið­ir blaða­mönn­um sjúkra­dag­pen­inga hef­ur ver­ið rek­inn með halla í mörg ár sam­kvæmt skýrslu sem unn­in var fyr­ir Blaðmanna­fé­lag­ið.

Styrktarsjóður Blaðamannafélagsins stefndi í gjaldþrot
Blaðamannafélag Íslands Skýrsla Talnakönnunar var unnin að beiðni Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns BÍ, sem hér stendur í pontu. Mynd: Golli

S

tyrktarsjóður Blaðmannafélags Íslands (BÍ), sem hefur það hlutverk að greiða sjúkra- og slysadagpeninga til félagsmanna, stefnir í gjaldþrot ef ekkert verður að gert. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Talnakönnun gerði fyrir félagið og Heimildin hefur undir höndum.

Úthlutunarreglum sjóðsins var breytt í júní til að bregðast við þessari stöðu. Skýrslan var unnin á sama tíma og BÍ hafði til skoðunar hvort kæra ætti fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmar Jónsson, vegna háttsemi sem taldist „verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð“ að því fram kom í lögfræðiáliti sem LOGOS vann fyrir félagið. BÍ tilkynnti í gær að félagið mundi ekki kæra Hjálmar vegna meints fjárdráttar og umboðssvika.

Í minnisblaði LOGOS var jafnframt tekið fram að önnur atriði sem snúa að styrkveitingum og veitinga- og ferðakostnaði hafi komið til álita þar sem ekki var sótt heimild til stjórnar. „Þau atriði feli þó ekki endilega í sér refsiverða háttsemi heldur frekar lausung á daglegum rekstri félagsins og lélega framkvæmdastjórn,“ segir í minnisblaðinu.

Neikvætt eigið fé ef ekkert verður gert

Skýrsluna um styrktarsjóðinn skrifaði Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, að beiðni Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns BÍ. Samkvæmt henni hefur saxast mjög á eigið fé sjóðsins og verður það neikvætt á árinu ef ekki verður gripið í taumana. „Ekki kemur til greina að bíða með aðgerðir því miðað við stöðuna í lok apríl 2024 stefnir sjóðurinn í gjaldþrot á þessu ári verði ekkert að gert,“ segir í skýrslunni.

„Hann er veikari en margir sambærilegir sjóðir“

„Styrktarsjóður BÍ hefur á undanförnum árum verið langt undir þeim styrk sem eðlilegt er að slíkur sjóður hafi til þess að sinna hlutverki sínu til frambúðar,“ segir ennfremur. „Hann er veikari en margir sambærilegir sjóðir. Sjóðurinn er lítill og því þarf fyllstu aðgæslu í rekstri sjóðsins og í ákvörðun bótafjárhæða.“

Nýjar reglur lagðar til

Taka þarf reglur um greiðslu sjúkradagpeninga til endurskoðunar að mati Talnakönnunar en þeir eru aðalútgjaldaliður sjóðsins. Aðra bótaliði þarf einnig að skoða. „Undanfarin ár hefur kostnaður sífellt verið hærri en tekjur sem er óviðunandi, þó að það geti auðvitað gerst einstök ár,“ segir í skýrslunni.

„Undanfarin ár hefur kostnaður sífellt verið hærri en tekjur“

„Þessari þróun þarf að snúa við, lækka styrki ef þörf krefur og ná jafnvægi í rekstri sjóðsins. Gott er að stefna að því að hlutfall eigin fjár af iðgjöldum verði hækkað í áföngum, þannig að það verði að minnsta kosti tvöfalt eigið fé. Einnig þarf að bæta ávöxtun sjóðsins, þannig að hún nemi að minnsta kosti verðbólgu.“

Stjórn sjóðsins hafði unnið tillögur um breytingar á úthlutun sem Talnakönnun taldi að gæti lækkað styrkgreiðslur um 17 til 19 prósent. „Vegna þess hve lítill sjóðurinn er mun það taka nokkurn tíma að koma í ljós hver áhrif nýrra reglna verða í raun,“ segir að lokum í skýrslunni.

Eins og áður sagði var úthlutunarreglum sjóðsins breytt í júní og réttindi skert.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Sem sagt minnka bæturnar og setja hluta sjóðsins í fjárfestingar í hendur aðkeyptum fjárfestingaraðila ???? Dylgur og fabúleringar á grundvelli mats einhverrar lögfræðistofu út í bæ gagnvart Hjálmari en ekkert handfest og engin kæra né stefna... farið að lykta ískyggilega af valdabrölti og spillingu hjá blaðamannafélaginu.

    Who shall watch the watchers ?
    -6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár