Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Styrktarsjóður Blaðamannafélagsins stefndi í gjaldþrot

Sjóð­ur­inn sem greið­ir blaða­mönn­um sjúkra­dag­pen­inga hef­ur ver­ið rek­inn með halla í mörg ár sam­kvæmt skýrslu sem unn­in var fyr­ir Blaðmanna­fé­lag­ið.

Styrktarsjóður Blaðamannafélagsins stefndi í gjaldþrot
Blaðamannafélag Íslands Skýrsla Talnakönnunar var unnin að beiðni Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns BÍ, sem hér stendur í pontu. Mynd: Golli

S

tyrktarsjóður Blaðmannafélags Íslands (BÍ), sem hefur það hlutverk að greiða sjúkra- og slysadagpeninga til félagsmanna, stefnir í gjaldþrot ef ekkert verður að gert. Þetta er niðurstaða skýrslu sem Talnakönnun gerði fyrir félagið og Heimildin hefur undir höndum.

Úthlutunarreglum sjóðsins var breytt í júní til að bregðast við þessari stöðu. Skýrslan var unnin á sama tíma og BÍ hafði til skoðunar hvort kæra ætti fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, Hjálmar Jónsson, vegna háttsemi sem taldist „verulega ámælisverð og jafnvel refsiverð“ að því fram kom í lögfræðiáliti sem LOGOS vann fyrir félagið. BÍ tilkynnti í gær að félagið mundi ekki kæra Hjálmar vegna meints fjárdráttar og umboðssvika.

Í minnisblaði LOGOS var jafnframt tekið fram að önnur atriði sem snúa að styrkveitingum og veitinga- og ferðakostnaði hafi komið til álita þar sem ekki var sótt heimild til stjórnar. „Þau atriði feli þó ekki endilega í sér refsiverða háttsemi heldur frekar lausung á daglegum rekstri félagsins og lélega framkvæmdastjórn,“ segir í minnisblaðinu.

Neikvætt eigið fé ef ekkert verður gert

Skýrsluna um styrktarsjóðinn skrifaði Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Talnakönnunar, að beiðni Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns BÍ. Samkvæmt henni hefur saxast mjög á eigið fé sjóðsins og verður það neikvætt á árinu ef ekki verður gripið í taumana. „Ekki kemur til greina að bíða með aðgerðir því miðað við stöðuna í lok apríl 2024 stefnir sjóðurinn í gjaldþrot á þessu ári verði ekkert að gert,“ segir í skýrslunni.

„Hann er veikari en margir sambærilegir sjóðir“

„Styrktarsjóður BÍ hefur á undanförnum árum verið langt undir þeim styrk sem eðlilegt er að slíkur sjóður hafi til þess að sinna hlutverki sínu til frambúðar,“ segir ennfremur. „Hann er veikari en margir sambærilegir sjóðir. Sjóðurinn er lítill og því þarf fyllstu aðgæslu í rekstri sjóðsins og í ákvörðun bótafjárhæða.“

Nýjar reglur lagðar til

Taka þarf reglur um greiðslu sjúkradagpeninga til endurskoðunar að mati Talnakönnunar en þeir eru aðalútgjaldaliður sjóðsins. Aðra bótaliði þarf einnig að skoða. „Undanfarin ár hefur kostnaður sífellt verið hærri en tekjur sem er óviðunandi, þó að það geti auðvitað gerst einstök ár,“ segir í skýrslunni.

„Undanfarin ár hefur kostnaður sífellt verið hærri en tekjur“

„Þessari þróun þarf að snúa við, lækka styrki ef þörf krefur og ná jafnvægi í rekstri sjóðsins. Gott er að stefna að því að hlutfall eigin fjár af iðgjöldum verði hækkað í áföngum, þannig að það verði að minnsta kosti tvöfalt eigið fé. Einnig þarf að bæta ávöxtun sjóðsins, þannig að hún nemi að minnsta kosti verðbólgu.“

Stjórn sjóðsins hafði unnið tillögur um breytingar á úthlutun sem Talnakönnun taldi að gæti lækkað styrkgreiðslur um 17 til 19 prósent. „Vegna þess hve lítill sjóðurinn er mun það taka nokkurn tíma að koma í ljós hver áhrif nýrra reglna verða í raun,“ segir að lokum í skýrslunni.

Eins og áður sagði var úthlutunarreglum sjóðsins breytt í júní og réttindi skert.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Sem sagt minnka bæturnar og setja hluta sjóðsins í fjárfestingar í hendur aðkeyptum fjárfestingaraðila ???? Dylgur og fabúleringar á grundvelli mats einhverrar lögfræðistofu út í bæ gagnvart Hjálmari en ekkert handfest og engin kæra né stefna... farið að lykta ískyggilega af valdabrölti og spillingu hjá blaðamannafélaginu.

    Who shall watch the watchers ?
    -6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár