Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.

<span>Í hjólastól á Lækjartorgi:</span> „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
Rótarsætið Julia er á meðal þeirra sem sitja í stólnum í dag. Þar getur stuðningsfólk Yazans tyllt sér næstu daga. Mynd: Golli

Í glampandi sól á Lækjartorgi sat kona í hjólastól sem situr á rótum trés. Hún sat ekki þar vegna þess að hún gæti ekki gengið heldur sat hún þar fyrir dreng sem missti göngugetu sína þegar hann var 9 ára gamall: Yazan Aburajab Tamimi. 

Vísa á Yazan, sem er nú 11 ára gamall og glímir við vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, úr landi í byrjun júlí ásamt foreldrum hans Ferial og Mohsen. Þessu hafa Íslendingar sem og innflytjendur hér á landi mótmælt hástöfum vikum saman. Það hafa einnig ótal samtök gert, þar á meðal Öryrkjabandalagið, Þroskahjálp og Félagsráðgjafafélag Íslands. 

En mótmælin, og vottorð lækna sem segja að heilsu Yazans sé stefnt í hættu ef langt hlé verður á heilbrigðisþjónustu hans, hafa ekki borið árangur enn. 

Vilja að Yazan skjóti rótum

Konan sem sat í hjólastólnum, listakonan Julia Mai, var þó ekki tilbúin í að gefast upp. 

„Það kemur ekki til greina að halda kjafti,“ segir Julia. „Það kemur ekki til greina að stoppa, segja: Hér er enginn árangur. Maður heldur bara áfram, meira og meira og meira.“

Stóllinn er listagjörningur sem spratt upp úr hugmynd Anahitu Babaei sem hún, Julia og Nadira Kolbrún hrintu í framkvæmd. Fólki sem vill sýna samstöðu, eða samsetu, með Yazan gefst kostur á að setjast í stólinn, í korter eða lengur í senn og er ætlunin að halda gjörningnum áfram næstu daga. Þátttakendur skrá sig á sérstakt vaktaplan.

„Ræturnar tákna það að við viljum að hann skjóti rótum hér,“ segir Julia. „Við segjum alltaf: Stattu upp fyrir þessu og hinu en nú er það: Sestu niður fyrir Yazan.

Kærunefndin sá ekki ástæðu til að skoða sérstakar aðstæður vegna heilsufars Yazan

Yazan og foreldrar hans fengu neitun um hæli hér á landi vegna þess að þau höfðu áður fengið vegabréfsáritun á Spáni. Ekki var talið efni til að taka tillit til sérstakra ástæðna á grundvelli heilsufars Yazans. Fjölskyldan er ekki með hæli á Spáni og veit ekki hvort Yazan muni hafa aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem hann þarf þar. 

„Kærunefnd telur ljóst að gögn málsins beri ekki með sér að heilsufar kærenda og barns þeirra sé með þeim hætti að þau teljist glíma við mikil og alvarleg veikindi, s.s. skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm og meðferð við honum sé aðgengileg hér á landi en ekki í viðtökuríki, eins og segir í 2. mgr. 32. gr. a reglugerðarinnar,“ segir í úrskurði kærunefndarinnar. 

Þá mat hún það þannig að fjölskyldunni ætti að standa til boða fullnægjandi heilbrigðisþjónusta á Spáni, en að þau gætu þurft að greiða fyrir hana sjálf. 

Í viðtali við Heimildina í maí spurði Albert Björn Lúðvígsson, talsmaður fjölskyldunnar, sig hvernig fjölskyldan ætti að greiða fyrir þjónustuna á Spáni. 

„Er sem sagt í lagi að hann fái ekki lífsnauðsynlega þjónustu á Spáni í raun því það sé vissulega þjónusta fáanleg fyrir útvalda á einkareknum sjúkrahúsum í landinu?“ spyr Albert. 

Í læknisvottorðunum, sem Albert skilaði inn fyrir hönd fjölskyldunnar þegar hann lagði fram endurtekna umsókn fyrir hana, segir m.a. að það sé afar mikilvægt fyrir Yazan að hafa „hefðbundið þétt eftirlit sérfræðinga í vöðvarýrnunum, lungnalæknis, innkirtlalækis og hjartalæknis.“

Þá kemur þar fram að ef hann fær ekki þjónustuna muni það hafa mjög neikvæð áhrif á Yazan.

„Ég hef unnið við þetta í næstum 8 ár og aldrei séð svona afgerandi læknisvottorð,“ sagði Albert. 

Berst fyrir Yazan þó þau hafi aldrei hist

Þrátt fyrir að hafa aldrei hitt Yazan þá skiptir málstaðurinn Juliu það miklu máli að hún er tilbúin í að sitja í stólnum til skiptis við aðra klukkustundum saman. 

„Ég þarf ekki að hitta hann til þess að vera á móti því að honum verði brottvísað,“ segir Julia.

„Í heimalandi hans í Palestínu er þjóðarmorð í gangi akkúrat núna. Ég sé svo [tvöfalt siðgæði] hjá Útlendingastofnun og okkar ríkisstjórn sem brottvísar hægri og vinstri þegar við erum með fólk sem er ekki hvítt.“

Kjósa
39
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.
„Þegar þér hefur verið brottvísað er öllum skítsama um þig“
FréttirFlóttamenn

„Þeg­ar þér hef­ur ver­ið brott­vís­að er öll­um skít­sama um þig“

Dr. Jenni­fer Okeke, níg­er­ísk­ur sér­fræð­ing­ur í man­sals­mál­um sem starfar við mála­flokk­inn á Ír­landi, hitti ný­lega Bless­ing, Esther og Mary, sem vís­að var úr landi 20. maí síð­ast­lið­inn. Hún seg­ir ástand þeirra slæmt og mjög fáa val­kosti standa þeim til boða. Ís­lensk­ar vin­kon­ur kvenn­anna segja þær hafa ver­ið send­ar út skil­ríkja- og lyfja­laus­ar.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.

Mest lesið

„Ég var bara niðurlægð“
1
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Skugginn af frelsi Julians er glæpavæðing blaðamennsku
8
Fréttir

Skugg­inn af frelsi Ju­li­ans er glæpa­væð­ing blaða­mennsku

Sátt banda­rískra stjórn­valda við Ju­li­an Assange fel­ur í sér að þau telji hann hafa brot­ið lög með blaða­mennsku en ekki njósn­um eða tölvuglæp­um.. Þetta seg­ir Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks, sem leyf­ir sér nú að fagna frels­un Ju­li­ans. Mála­lok­in feli hins veg­ar í sér sögu­lega en óhugn­an­lega nið­ur­stöðu fyr­ir blaða­menn um all­an heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyndin um innanhússdeilurnar í Sjálfstæðisflokknum í Árborg
4
SkýringSigtún, Selfoss og nýi miðbærinn

Leynd­in um inn­an­húss­deil­urn­ar í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í Ár­borg

Drama­tísk at­burða­rás átti sér stað í Ár­borg í lok maí þeg­ar frá­far­andi bæj­ar­stjóri, Fjóla Krist­ins­dótt­ir, sagði sig úr flokkn­um þeg­ar hún átti að gefa eft­ir bæj­ar­stjóra­starf­ið til Braga Bjarna­son­ar. Deil­urn­ar á milli Fjólu og Braga ná meira en tvö ár aft­ur í tím­ann til próf­kjörs­bar­áttu í flokkn­um fyr­ir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Áslaug Arna segir sérkennilegt að ekki hafi verið fylgst með starfsemi Running Tide
6
FréttirRunning Tide

Áslaug Arna seg­ir sér­kenni­legt að ekki hafi ver­ið fylgst með starf­semi Runn­ing Tide

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra var fyrsti ráð­herr­ann sem veitti er­ind­rek­um Runn­ing Tide áheyrn eft­ir að fyr­ir­tæk­ið hóf að kanna mögu­leika þess að gera rann­sókn­ir hér á landi. Eft­ir kynn­ingu á áform­um fyr­ir­tæk­is­ins miðl­aði hún er­indi fyr­ir­tæk­is­ins til sam­ráð­herra sinna. Áslaug seg­ist hafa fylgst lít­ið með fram­vindu rann­sókna Runn­ing Tide eft­ir að hafa skrif­að und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu fyr­ir­tæk­inu til stuðn­ings ásamt fjór­um öðr­um ráð­herr­um.
Óvæntur fornleifafundur á hafsbotni: Fyrsta úthafsskipið fundið?
8
Flækjusagan

Óvænt­ur forn­leifa­fund­ur á hafs­botni: Fyrsta út­hafs­skip­ið fund­ið?

Fyr­ir ári síð­an var rann­sókn­ar­skip á ferð­inni all­langt úti í haf­inu vest­ur af strönd­um Ísra­els. Það var að leita að um­merkj­um um gas­lind­ir á hafs­botni. Ekki fer sög­um af því hvort þær fund­ust en hins veg­ar sáu vís­inda­menn í tækj­um sín­um und­ar­lega þúst á botn­in­um á meira en tveggja kíló­metra dýpi. Fjar­stýrð­ar mynda­vél­ar voru send­ar nið­ur í djúp­ið og já,...

Mest lesið í mánuðinum

Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
1
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
5
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Tugir fyrirtækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi nýsköpunarmanna“
7
Greining

Tug­ir fyr­ir­tækja töldu rangt fram til að fá hærri styrki í „draumalandi ný­sköp­un­ar­manna“

Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­in, Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn og Skatt­ur­inn hafa öll bent á að eft­ir­liti með út­greiðslu ný­sköp­un­ar­styrkja úr rík­is­sjóði, sem voru 1,3 millj­arð­ar króna fyr­ir nokkr­um ár­um en verða 24 millj­arð­ar króna ár­ið 2029, væri veru­lega ábóta­vant. Skatt­ur­inn hef­ur þeg­ar spar­að rík­is­sjóði 210 millj­ón­ir króna með því að gera gjalda­breyt­ing­ar hjá 27 að­il­um sem töldu fram ann­an kostn­að en ný­sköp­un til að fá styrki úr rík­is­sjóði. Einn starfs­mað­ur sinn­ir eft­ir­liti með mála­flokkn­um.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
9
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár