Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.

<span>Í hjólastól á Lækjartorgi:</span> „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
Rótarsætið Julia er á meðal þeirra sem sitja í stólnum í dag. Þar getur stuðningsfólk Yazans tyllt sér næstu daga. Mynd: Golli

Í glampandi sól á Lækjartorgi sat kona í hjólastól sem situr á rótum trés. Hún sat ekki þar vegna þess að hún gæti ekki gengið heldur sat hún þar fyrir dreng sem missti göngugetu sína þegar hann var 9 ára gamall: Yazan Aburajab Tamimi. 

Vísa á Yazan, sem er nú 11 ára gamall og glímir við vöðvahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, úr landi í byrjun júlí ásamt foreldrum hans Ferial og Mohsen. Þessu hafa Íslendingar sem og innflytjendur hér á landi mótmælt hástöfum vikum saman. Það hafa einnig ótal samtök gert, þar á meðal Öryrkjabandalagið, Þroskahjálp og Félagsráðgjafafélag Íslands. 

En mótmælin, og vottorð lækna sem segja að heilsu Yazans sé stefnt í hættu ef langt hlé verður á heilbrigðisþjónustu hans, hafa ekki borið árangur enn. 

Vilja að Yazan skjóti rótum

Konan sem sat í hjólastólnum, listakonan Julia Mai, var þó ekki tilbúin í að gefast upp. 

„Það kemur ekki til greina að halda kjafti,“ segir Julia. „Það kemur ekki til greina að stoppa, segja: Hér er enginn árangur. Maður heldur bara áfram, meira og meira og meira.“

Stóllinn er listagjörningur sem spratt upp úr hugmynd Anahitu Babaei sem hún, Julia og Nadira Kolbrún hrintu í framkvæmd. Fólki sem vill sýna samstöðu, eða samsetu, með Yazan gefst kostur á að setjast í stólinn, í korter eða lengur í senn og er ætlunin að halda gjörningnum áfram næstu daga. Þátttakendur skrá sig á sérstakt vaktaplan.

„Ræturnar tákna það að við viljum að hann skjóti rótum hér,“ segir Julia. „Við segjum alltaf: Stattu upp fyrir þessu og hinu en nú er það: Sestu niður fyrir Yazan.

Kærunefndin sá ekki ástæðu til að skoða sérstakar aðstæður vegna heilsufars Yazan

Yazan og foreldrar hans fengu neitun um hæli hér á landi vegna þess að þau höfðu áður fengið vegabréfsáritun á Spáni. Ekki var talið efni til að taka tillit til sérstakra ástæðna á grundvelli heilsufars Yazans. Fjölskyldan er ekki með hæli á Spáni og veit ekki hvort Yazan muni hafa aðgang að þeirri heilbrigðisþjónustu sem hann þarf þar. 

„Kærunefnd telur ljóst að gögn málsins beri ekki með sér að heilsufar kærenda og barns þeirra sé með þeim hætti að þau teljist glíma við mikil og alvarleg veikindi, s.s. skyndilegan og lífshættulegan sjúkdóm og meðferð við honum sé aðgengileg hér á landi en ekki í viðtökuríki, eins og segir í 2. mgr. 32. gr. a reglugerðarinnar,“ segir í úrskurði kærunefndarinnar. 

Þá mat hún það þannig að fjölskyldunni ætti að standa til boða fullnægjandi heilbrigðisþjónusta á Spáni, en að þau gætu þurft að greiða fyrir hana sjálf. 

Í viðtali við Heimildina í maí spurði Albert Björn Lúðvígsson, talsmaður fjölskyldunnar, sig hvernig fjölskyldan ætti að greiða fyrir þjónustuna á Spáni. 

„Er sem sagt í lagi að hann fái ekki lífsnauðsynlega þjónustu á Spáni í raun því það sé vissulega þjónusta fáanleg fyrir útvalda á einkareknum sjúkrahúsum í landinu?“ spyr Albert. 

Í læknisvottorðunum, sem Albert skilaði inn fyrir hönd fjölskyldunnar þegar hann lagði fram endurtekna umsókn fyrir hana, segir m.a. að það sé afar mikilvægt fyrir Yazan að hafa „hefðbundið þétt eftirlit sérfræðinga í vöðvarýrnunum, lungnalæknis, innkirtlalækis og hjartalæknis.“

Þá kemur þar fram að ef hann fær ekki þjónustuna muni það hafa mjög neikvæð áhrif á Yazan.

„Ég hef unnið við þetta í næstum 8 ár og aldrei séð svona afgerandi læknisvottorð,“ sagði Albert. 

Berst fyrir Yazan þó þau hafi aldrei hist

Þrátt fyrir að hafa aldrei hitt Yazan þá skiptir málstaðurinn Juliu það miklu máli að hún er tilbúin í að sitja í stólnum til skiptis við aðra klukkustundum saman. 

„Ég þarf ekki að hitta hann til þess að vera á móti því að honum verði brottvísað,“ segir Julia.

„Í heimalandi hans í Palestínu er þjóðarmorð í gangi akkúrat núna. Ég sé svo [tvöfalt siðgæði] hjá Útlendingastofnun og okkar ríkisstjórn sem brottvísar hægri og vinstri þegar við erum með fólk sem er ekki hvítt.“

Kjósa
42
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár