„Þessi plata, Stífluhringurinn, var að koma út og þetta er verk sem var samið fyrir og frumflutt af Caput-hópnum,“ segir Guðmundur Steinn Gunnarsson tónskáld, en þess má geta að Caput-hópurinn er hópur sem þá ungt tónlistarfólk stofnaði árið 1987 til að flytja nýja tónlist en hópurinn hefur frumflutt fjölda íslenskra og erlendra tónverka bæði hér heima og víða um heim.
Hann kveðst hafa fundið innblástur í Stífluhringnum sem sé óformlegt kennileiti á milli Árbæjar og Breiðholts. „Svona gönguleið sem fer í gegnum gömlu stífluna. Það er erfitt að lýsa tónsmíðaferli en kveikjan að þessu verki voru stemningar og minningar síðan ég var að bíða eftir strætó í skafrenningi á þessum svæðum. Þetta er eins og ástarljóð til heimahaganna, ég ólst upp þarna hvort sínum megin í Árbænum og Breiðholti.“
Tileiknað Toshiki Toma og Ástvaldi Zenki
Verkið er í tveimur þáttum og er hvor um sig tileinkaður presti.
„Sem sagt séra …
Athugasemdir (1)