Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verðbólga mælist undir sex prósentum

Tólf mán­aða verð­bólga mæl­ist nú 5,8 pró­sent. Verð­bólga var síð­ast und­ir sex pró­sent­um í janú­ar 2022.

Verðbólga mælist undir sex prósentum
Verðbólga lækkar en vísítala neysluverðs hækkar Verðbólgan mælist nú undir sex prósentum en vísitala neysluverðs hækkaði milli mánaða. Verð á hótelum og veitingastöðum hækkaði um 2,1 prósent og stóran hluta af þeirri hækkun má rekja til hækkunar á gistingu. Mynd: Golli

Vísitala neysluverðs hækkar um 0,48 prósent milli mánaða. Tólf mánaða verðbólga mælist hins vegar 5,8 prósent og hefur lækkað um 0,5 prósentustig milli mánaða. Verðbólga var síðast undir sex prósentum í janúar 2022. 

Í tilkynningu á vef Hagstofunnar kemur fram að kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði hafi hækkað um 0,8 prósent milli mánaða, flugfargjöld til útlanda um átta prósent og verða á hótelum og veitingastöðum hækkaði um 2,1 prósent. Stóran hluta af þeirri hækkun má rekja til hækkunar á gistingu um 17,0 prósent. 

Aðferð húsaleiguígilda tekin upp

Þetta er í fyrsta sinn sem Hagstofan reiknar húsaleigu með aðferð húsaleiguígilda. Útreikningar á útgjöldum tengd­um hús­næði í verð­lags­vísi­tölu Hag­stof­unn­ar taka nú mið af leigu­verði. Fyrri að­ferð­ir studd­ust við gögn um kostn­að þess að búa í eig­in hús­næði.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár