Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Gjörbreytt aðferðafræði við útreikninga á vísitölu neysluverðs

Frá júní munu út­reikn­ing­ar á út­gjöld­um tengd­um hús­næði í verð­lags­vísi­tölu Hag­stof­unn­ar taka mið af leigu­verði. Fyrri að­ferð­ir studd­ust við gögn um kostn­að þess að búa í eig­in hús­næði. Hag­stof­an til­kynnti í dag að verð­bólga hefði auk­ist milli mæl­inga og stend­ur nú í 6,8%. Hús­næð­is­lið­ur­inn veg­ur þungt í þeim út­reikn­ing­um.

Gjörbreytt aðferðafræði við útreikninga á vísitölu neysluverðs
Húsnæðisliðurinn mun brátt taka mið af líkani sem byggir á gögnum frá Húsnæði- og mannvirkjastofnun Mynd: Bára Huld Beck

Í tilkynningu sem Hagstofan sendi frá sér í dag var greint frá því að vísitala neysluverðs hefði hækkað um 0,80 prósent frá því í síðasta mánuði. Þar kemur fram að kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, svokölluð reiknuð húsaleiga, hafi vegið þungt. En hún hækkaði um 2,1 prósent milli mánaða. Tólf mánaða verðbólga stendur því nú í 6,8 prósentum.  

Í sömu fréttatilkynningu er greint frá því að í júní muni Hagstofan taka upp nýja aðferð við mat á reiknaðri húsaleigu í vísitölu neysluverðs. Í nýrri nálgun verða húsaleiguígildi notuð við útreikning á reiknaðri húsaleigu. 

Nýtt líkan sem byggir á gögnum HMS

Mælingar á húsaleiguígildi byggja að á gagnasafni um leigusamninga sem finna má nýrri leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS). Með breytingu á húsleigulögum árið 2022 fékk HMS greiðar aðgengi af upplýsingum um stóran hluta leigumarkaðarins.

Snemma árs tilkynnti að HMS að tekin hefði verið upp ný og uppfærð leiguskrá sem byggir á bættu aðgengi að leigusamningum.

Með þessum gögnum gefst Hagstofunni tækifæri til þess að búa til líkan sem nær yfir allt íbúðarhúsnæði óháð því hvort um leiguhúsnæði eða eigið húsnæði er að ræða. 

Sveiflur á fjármálamörkuðum bjöguðu fyrri mælingar

Í greinargerð sem fylgir með tilkynningunni segir að vinna við að innleiða nýja aðferðafræði við mat á húsnæðisliðnum hafi staðið yfir síðan 2019. Allt frá tíunda áratugnum hefur verið notast við aðferðafræði sem er nefndur „einfaldur notendakostnaður.“ 

Greinarhöfundar segja að þessi aðferðafræði hafi gefið ágæta raun um nokkurt skeið. Hins vegar hafi sérfræðingar Hagstofunnar orðið varir við að þegar reiknuð húsaleiga er borin saman við greidda húsaleigu yfir 20 ára tímabil megi glöggt sjá töluverð frávik á þremur mismunandi tímabilum. Fyrst um sinn hafi þessar mælingar fylgst að en eftir 2004 fer að verða vart við töluverðan mun á þróun greiddu og reiknuðu húsaleigunnar. 

Árin 2004 til 2009 var reiknuð húsaleiga metin talsvert meiri en greidd húsaleiga. Síðan á árunum eftir hrun, 2009 til 2017, lækkaði reiknuð húsaleiga en greidd leiga fór hækkandi. Þriðja og síðasta frávikstímbilið hófst árið 2021 þegar reiknuð húsleiga hækkar mun hraðar en mældar hækkanir á greiddri húsaleigu. 

Telja skýrsluhöfundar að þessi frávik megi að mestu leyti rekja til skyndilegra breytinga í fasteignaverði sem komi til vegna sviptinga sem hafa átt sér stað á fjármálamörkuðum hér landi undanfarin 20 ár.

Árið 2004 jókst framboð á lánsfé þegar viðskiptabankarnir hófu samkeppni við Íbúðalánasjóð. Fjármálahrunið snéri þeirri þróun síðan við en sama tíma varð vöxtur á leigumarkaði. Að lokum má nefna lágvaxtaskeiðið sem hófst um mitt ár 2021. 

Forsendur nýrrar aðferðafræði

Í skýrslunni kemur fram að ein ástæðan fyrir því að ákveðið var við að notast við notendakostnaðaraðferðina var vegna þess að leigumarkaðurinn var talinn of lítill á Íslandi til notast við aðferð húsaleiguígildis. Á tíunda áratugnum voru um 15% heimila í landinu á leigumarkaði.  

Á síðustu áratugum hefur leigmarkaðurinn hins vegar stækkað og eru nú um 20% heimila landsins á leigumarkaði. Þetta hlutfall hefur þó sveiflast mikið. Hlutfall heimila á leigumarkaði var yfir 30% á árunum 2017 og 2018 en hrundi síðan niður 23% árið 2021.    

Nú er talið að um 20-25% heimila í landinu séu á leigumarkaði. Fjöldi heimila í landinu er talinn vera 130 þúsund svo talið er að 26 til 32 þúsund virkir leigusamningar séu um þessar mundir. 

Gæði gagna bættir upp fyrir smæð leigumarkaðarins

Hins vegar segir í skýrslunni að almennt sé talið að til þess að hægt sé að notast við húsleiguígildisaðferðina við útreikning á vísitölu neysluverðs þurfi hlutfall þeirra sem búa í leiguhúsnæði að vera yfir 25 prósent. Ísland er rétt undir þeim mörkum. 

Hagstofan telur þó að gæði þeirra gagna sem eru þeim nú aðgengilegar muni koma til með að vega upp á móti hugsanlegri bjögun sem stafar af smæð íslenska leigumarkaðarins. Leigugrunnur HMS hefur að geyma um 22 þúsund leigusamninga sem er drjúgur hluti af þeim leigusamningum eru taldir vera virkir. 

Mun líkanið byggja á því að finna íbúðir í gagnagrunni HMS sem eru sem líkastar þeirri íbúð sem verið er að meta húsaleiguígildi fyrir. Því má segja að með nýrri aðferð sé verið að fara gagnstæða leið til þess að meta húsnæðiskostnað, en fyrri aðferð notaðist við upplýsingar frá heimilum sem bjuggu í eigin húsnæði. 

Vonast er til þess að nýja aðferðafræðin dragi úr áhrifum sem skammtímasveiflur á fjármálamörkuðum hafa haft á mat Hagstofunnar á húsnæðisliðnum. Í greinargerðinni kemur þó fram að stór hluti leigusamninga hafi svokölluð verðtryggingarákvæði.

Áhrif mánaðarlegar breytingar á verðtryggingunni muni því hafa áhrif á líkanið og leiða til víxlverkunar milli mánaða.      

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
1
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
3
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
4
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Gerir starfsfólki kleift að geta sjálft mælt sig reglulega
6
Nýsköpun

Ger­ir starfs­fólki kleift að geta sjálft mælt sig reglu­lega

Ef­fect er lít­ið fyr­ir­tæki stað­sett rétt fyr­ir ut­an Borg­ar­nes sem býð­ur upp á hug­bún­að­ar­lausn til að mæla hæfn­is­gat starfs­manna. „Ég hef al­veg far­ið inn í fyr­ir­tæki þar sem stjórn­end­ur horfa fyrst á mig stór­um aug­um og halda að þetta muni ekki ganga. En núna hef ég far­ið í gegn­um þetta með yf­ir tutt­ugu fyr­ir­tækj­um,“ seg­ir stofn­and­inn.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
8
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Öryggisverðir gæta Bjarna – „Nokkuð góðir í að vera ósýnilegir“
5
Fréttir

Ör­ygg­is­verð­ir gæta Bjarna – „Nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir“

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráð­herra vill ekki kalla þá líf­verði, ör­ygg­is­verð­ina sem fylgja hon­um hvert fót­mál. „Þeir eru nokk­uð góð­ir í að vera ósýni­leg­ir þannig að ég geti sinnt mín­um störf­um,“ seg­ir hann. Áhættumat vegna ör­ygg­is ráð­herra rík­is­stjórn­ar Ís­lands er í sí­felldri end­ur­skoð­un, sam­kvæmt embætti rík­is­lög­reglu­stjóra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Er það að gefa að minnsta kosti hálf­an millj­arð góð með­ferð op­in­bers fjár?

Fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri með sterk flokk­spóli­tísk tengsl tók ákvörð­un um að gera vel við nána sam­starfs­menn sína rétt áð­ur en þeir fóru á eft­ir­laun og rétt áð­ur en hann þurfti að semja um starfs­lok. Kostn­að­ur­inn við þessa ákvörð­un er að minnsta kosti rúm­lega 500 millj­ón­ir króna og skatt­greið­end­ur bera hann. Tveir nú­ver­andi ráð­herr­ar voru kolrang­stæð­ir í yf­ir­lýs­ing­um sín­um um mál­ið að mati Hæsta­rétt­ar og nú­ver­andi dóms­mála­ráð­herra get­ur ekki feng­ið sig til að biðja um rann­sókn á því.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
9
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár