Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stærðarinnar netárás á mbl.is og K100

Stór­felld netárás var gerð á tölvu­kerfi Ár­vak­urs í dag. Tal­ið er að rúss­nesk glæpa­sam­tök tölvu­þrjóta standi að árás­inni. mbl.is lá niðri í nokkr­ar klukku­stund­ir í dag en er nú orð­inn virk­ur á ný.

Stærðarinnar netárás á mbl.is og K100
Hádegismóar Árvarkur, útgfáfufélag Morgunblaðsins, varð fyrir stórfelldri netárás í dag.

Netárás var gerð á miðla Árvakurs skömmu eftir hádegi í dag. Fréttavefurinn mbl.is varð verst fyrir árásinni og ákveðið var að slökkva á kerfum Árvakurs í kjölfarið. Útsendingar útvarpsstöðvanna K100 og Retro hafa einnig legið niðri. Í tilkynningu frá Árvakri kemur fram að svo virðist sem rússnesk glæpasamtök tölvuþrjóta standi á bak við árásina. 

Árvakur gefur út Morgunblaðið og rekur meðal annars fréttavefinn mbl.is auk útvarpsstöðvana K100 og Retro. Þá er prentsmiðjan Landsprent dótturfélag Árvakurs.

„Þetta var stórfelld árás á öll okkar lykilkerfi sem setti starfsemi okkar úr skorðum í dag,“ segir Hólmfríður María Ragnhildardóttir, blaðamaður og kvöldfréttastjóri á mbl.is, í samtali við Heimildina. 

Unnið er að því að meta áhrif og umfang árásarinnar og fá henni hrundið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Árvakri. 

Fréttavefur mbl.is er nú orðinn virkur á ný og vonar Hólmfríður María að vefurinn sé kominn í fulla virkni . Útsendingar K100 eru einnig hafnar að nýju en útsending Retro liggur enn niðri. 

Vísir hefur eftir Karli Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, að enn sé verið að meta umfang árásarinnar og gat ekki staðfest hvort blaðið komi út á morgun, mánudag. Hólmfríður María segir í samtali við Heimildina að stefnt sé að því að gefa út blað í fyrramálið.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár