Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stærðarinnar netárás á mbl.is og K100

Stór­felld netárás var gerð á tölvu­kerfi Ár­vak­urs í dag. Tal­ið er að rúss­nesk glæpa­sam­tök tölvu­þrjóta standi að árás­inni. mbl.is lá niðri í nokkr­ar klukku­stund­ir í dag en er nú orð­inn virk­ur á ný.

Stærðarinnar netárás á mbl.is og K100
Hádegismóar Árvarkur, útgfáfufélag Morgunblaðsins, varð fyrir stórfelldri netárás í dag.

Netárás var gerð á miðla Árvakurs skömmu eftir hádegi í dag. Fréttavefurinn mbl.is varð verst fyrir árásinni og ákveðið var að slökkva á kerfum Árvakurs í kjölfarið. Útsendingar útvarpsstöðvanna K100 og Retro hafa einnig legið niðri. Í tilkynningu frá Árvakri kemur fram að svo virðist sem rússnesk glæpasamtök tölvuþrjóta standi á bak við árásina. 

Árvakur gefur út Morgunblaðið og rekur meðal annars fréttavefinn mbl.is auk útvarpsstöðvana K100 og Retro. Þá er prentsmiðjan Landsprent dótturfélag Árvakurs.

„Þetta var stórfelld árás á öll okkar lykilkerfi sem setti starfsemi okkar úr skorðum í dag,“ segir Hólmfríður María Ragnhildardóttir, blaðamaður og kvöldfréttastjóri á mbl.is, í samtali við Heimildina. 

Unnið er að því að meta áhrif og umfang árásarinnar og fá henni hrundið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Árvakri. 

Fréttavefur mbl.is er nú orðinn virkur á ný og vonar Hólmfríður María að vefurinn sé kominn í fulla virkni . Útsendingar K100 eru einnig hafnar að nýju en útsending Retro liggur enn niðri. 

Vísir hefur eftir Karli Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, að enn sé verið að meta umfang árásarinnar og gat ekki staðfest hvort blaðið komi út á morgun, mánudag. Hólmfríður María segir í samtali við Heimildina að stefnt sé að því að gefa út blað í fyrramálið.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ungfrú Ísland Teen, útlitsstaðlar og tíðarandi fegurðarsamkeppna
6
Samantekt

Ung­frú Ís­land Teen, út­lits­staðl­ar og tíð­ar­andi feg­urð­ar­sam­keppna

Feg­urð­ar­sam­keppn­in Ung­frú Ís­land Teen hef­ur hlot­ið um­deilda at­hygli ný­lega. En í ár er í fyrsta sinn keppt í ung­linga­flokki. Sól­rún Ósk Lár­us­dótt­ir sál­fræð­ing­ur tel­ur mik­il­vægt að ýta und­ir aðra þætti fólks en út­lit. Nanna Hlín Hall­dórs­dótt­ir heim­spek­ing­ur seg­ir feg­urð­ar­sam­keppn­ina mögu­lega birt­ing­ar­mynd um bak­slag í jafn­rétt­is­mál­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár