Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stærðarinnar netárás á mbl.is og K100

Stór­felld netárás var gerð á tölvu­kerfi Ár­vak­urs í dag. Tal­ið er að rúss­nesk glæpa­sam­tök tölvu­þrjóta standi að árás­inni. mbl.is lá niðri í nokkr­ar klukku­stund­ir í dag en er nú orð­inn virk­ur á ný.

Stærðarinnar netárás á mbl.is og K100
Hádegismóar Árvarkur, útgfáfufélag Morgunblaðsins, varð fyrir stórfelldri netárás í dag.

Netárás var gerð á miðla Árvakurs skömmu eftir hádegi í dag. Fréttavefurinn mbl.is varð verst fyrir árásinni og ákveðið var að slökkva á kerfum Árvakurs í kjölfarið. Útsendingar útvarpsstöðvanna K100 og Retro hafa einnig legið niðri. Í tilkynningu frá Árvakri kemur fram að svo virðist sem rússnesk glæpasamtök tölvuþrjóta standi á bak við árásina. 

Árvakur gefur út Morgunblaðið og rekur meðal annars fréttavefinn mbl.is auk útvarpsstöðvana K100 og Retro. Þá er prentsmiðjan Landsprent dótturfélag Árvakurs.

„Þetta var stórfelld árás á öll okkar lykilkerfi sem setti starfsemi okkar úr skorðum í dag,“ segir Hólmfríður María Ragnhildardóttir, blaðamaður og kvöldfréttastjóri á mbl.is, í samtali við Heimildina. 

Unnið er að því að meta áhrif og umfang árásarinnar og fá henni hrundið, að því er fram kemur í tilkynningu frá Árvakri. 

Fréttavefur mbl.is er nú orðinn virkur á ný og vonar Hólmfríður María að vefurinn sé kominn í fulla virkni . Útsendingar K100 eru einnig hafnar að nýju en útsending Retro liggur enn niðri. 

Vísir hefur eftir Karli Blöndal, aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins, að enn sé verið að meta umfang árásarinnar og gat ekki staðfest hvort blaðið komi út á morgun, mánudag. Hólmfríður María segir í samtali við Heimildina að stefnt sé að því að gefa út blað í fyrramálið.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár