Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Rannsókn lögreglu á banaslysi við Reykjanesvirkjun til skoðunar hjá ríkissaksóknara

Rík­is­sak­sókn­ari skoð­ar nú rann­sókn lög­regl­unn­ar á Suð­ur­nesj­um á bana­slysi við Reykja­nes­virkj­un sem Vinnu­eft­ir­lit­ið tel­ur vera „á mörk­un­um að vera gá­leys­is­dráp“.

Rannsókn lögreglu á banaslysi við Reykjanesvirkjun til skoðunar hjá ríkissaksóknara
Banaslys við Reykjanesvirkjun Adam Osowski var 43 ára gamall þegar hann lést í hörmulegu vinnuslysi í svefnskála á virkjunarsvæði Reykjanesvirkjunar. Adam lést af völdum gaseitrunar vegna brennisteinsvetnis frá borholu. Svipað atvik kom upp fjórum árum áður en ekkert var gert til að laga vandamálið.

Rúmum sjö árum eftir banaslys við Reykjanesvirkjun hefur Embætti ríkissaksóknara ákveðið að rannsaka hvort rannsókn lögreglu á slysinu hafi verið ófullnægjandi. Heimildin greindi nýlega frá áður óbirtum niðurstöðum í rannsókn Vinnueftirlitsins sem vörpuðu ljósi á alvarlegt gáleysi í verklagi. 

RÚV greinir frá því að ríkissaksóknari hafi tekið rannsókn lögreglu til skoðunar. Nefnd um eftirlit með lögreglu hefur sömuleiðis kallað eftir skýrslu Vinnueftirlitsins í þeim tilgangi að meta hvort þörf sé á að skoða rannsókn lögreglu á slysinu. 

Slysið átti sér stað í svefnskála á virkjunarsvæði Reykjanesvirkjunar í byrjun febrúar 2017. Adam Osowski, lést af völdum gaseitrunar vegna brennisteinsvetnis frá borholu Reykjanesvirkjunar. Herbergisfélagi hans var einnig hætt kominn. Gasið hafði komist upp í gegnum neysluvatnslagnir svæðisins vegna yfirþrýstings, inn í svefnskálann og eitrað fyrir mönnunum. HS Orka hafði nýtt neysluvatnið til kælingar borholunnar. 

Svipað atvik við sömu borholu árið 2013

Í áður óbirtum niðurstöðum rannsóknar Vinnueftirlitsins á slysinu, sem Heimildin greindi frá í byrjun júní, kemur fram að svipað atvik hafði átt sér stað með sömu borholu árið 2013 og var það formlega skráð niður í dagbók fyrirtækisins og kallað eftir betri umgengni um borholuna. HS Orka vissi því um vandamálið, gerði ekki nauðsynlegar varúðar- og öryggisráðstafanir og Adam lét lífið fjórum árum síðar. 

Lögreglan á Suðurnesjum sá ekki ástæðu til að rannsaka mögulega ábyrgð HS Orku á vanrækslu vegna þessa, heldur var málið látið niður falla. Fulltrúar HS Orku segja tryggingafélag sitt hafa gert samkomulag um bætur við aðstandendur Adams, en HS Orka sætti annars engri formlegri ábyrgð. Umsögn Vinnueftirlitsins lýsir svarleysi frá lögreglu þegar beðið var um skýrslutökur af málsaðilum og svör við spurningum. Þá er umsögnin afgerandi í niðurstöðum sínum um ófullnægjandi verklag HS Orku. „Ég var mjög hissa á sínum tíma að það skyldi ekki einhver verða ákærður fyrir þetta,“ segir Jóhannes Helgason, einn rannsakenda Vinnueftirlitsins við Heimildina.

Af lýsingum rannsakenda Vinnueftirlitsins voru vistarverur svefnskálans, sem Adam bjó í áralangt, ekki viðunandi sem heimili til langs tíma. Jóhannes segir það hafa verið sitt og þeirra mat á sínum tíma að „þetta væri alveg á mörkunum að vera gáleysisdráp“, rannsakendur hafi búist við því að „einhver fengi gáleysisdóm á sig eða yrði látinn sæta einhverri ábyrgð“. Það hafi undrað hann mjög að málið skyldi ekki hafa verið rannsakað í raun sem slíkt, „okkur fannst það skrítið, einhver ætti að fá allavega eitthvert prik þarna“. Jóhannes segir jafnframt að úrbætur HS Orku sem hafi fylgt í kjölfar slyssins hafi verið tiltölulega einfaldar og hefði mátt gera strax árið 2013. „Það er tiltölulega auðvelt að setja vatnslás þarna inn á milli.“

Í svari HS Orku við spurningum Heimildarinnar kemur fram að fyrirtækið hafi komið fyrir kerum á milli vatnsleiðslna og röra sem leiða úr borholum sínum í dag. Kerið sé áþekkt vatnslás á þann hátt að það stöðvar bakflæði, en sé ólíkt hvað það varðar að hefðbundinn vatnslás myndi ekki stöðva gas. Kerið er þannig gert að í því er kalt vatn sem opið er fyrir andrúmsloftinu þannig að gas gufar upp úr því fyrst áður en það kemst í neysluvatnslagnirnar. Það sé metnaður HS Orku að „vinna ávallt eftir bestu mögulegu öryggisviðmiðum sem þekkjast“.

Engin svör frá lögreglunni á Suðurnesjum

Ekki liggur fyri hvers vegna rannsókn lögreglu var hætt og engin ákæra gefin út. Heimildin sendi ítarlegar fyrirspurnir á lögregluna á Suðurnesjum um málið og rannsókn þess. Nú, tæpum tveimur mánuðum síðar og ítrekaðar ítrekanir hafa engin svör borist enn frá embættinu.

Engin tímamörk eru í lögum á eftirliti ríkissaksóknara með rannsókn sakamála og því er ekkert sem aftrar embættinu að hefja rannsókn á málinu nú.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár