Vantrauststillaga á matvælaráðherra lögð fram

Berg­þór Óla­son og Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, þing­menn Mið­flokks­ins, hafa lagt fram van­traust á Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­væla­ráð­herra.

Vantrauststillaga á matvælaráðherra lögð fram
Vantraust Miðflokkurinn hefur lagt fram vantrauststillögu á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttir, matvælaráðherra og þingmann Vinstri grænna. Mynd: Golli

Miðflokkurinn hefur lagt fram vantrauststillögu á Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. 

Vantrauststillögunni var dreift á þingi í upphafi þingfundar en ekki liggur fyrir hvenær hún verður tekin til umræðu. 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir gaf í síðustu viku Hval hf. veiðileyfi til hvalveiða og kvóta upp á 128 dýr fyrir þessa vertíð - veiðar á langreyðum fara fram á sumrin - og rökstuddi það með því að vísa til þess að hún væri bundin af hefð, lögum og reglum í málinu og að hún yrði að heimila veiðarnar og gefa út kvóta. Þetta sagði Bjarkey vera staðreynd málsins, óháð því hvaða pólitísku sannfæringu hún sjálf kann að hafa. „Það væri heldur ekki gott ef það væri alltaf þannig að það gæti allt verið eftir manns eigin höfði. Þess vegna erum við nú með lög og reglur.“

Bergþór sagði í samtali við mbl.is áður en þingfundur hófst að það kæmi honum á óvart ef tillagan muni ekki njóta stuðnings stjórnarandstöðuflokkanna. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði fyrir helgi að hann myndi styðja vantraust á matvælaráðherra, verði tillagan lögð fram. „Aðalatriðið er þetta: Ríkisstjórnin er ekki að ná utan um það verkefni að vinna fyrir fólkið í landinu,“ sagði Sigmar í störfum þingsins á föstudag.  

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyrir einhverja“
FréttirHvalveiðar

Bjarkey: „Það má vel vera að það sé ruglandi fyr­ir ein­hverja“

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir hefð fyr­ir því að gefa leyfi fyr­ir hval­veið­um milli Aust­ur-Ís­lands og Fær­eyja þótt það hafi senni­lega aldrei ver­ið nýtt. Það megi vel vera að það sé ruglandi. „Það er al­veg ljóst að ráð­herra hvers mála­flokks á hverj­um tíma get­ur aldrei bú­ist við því að standa ekki frammi fyr­ir ákvörð­un­um sem hon­um falla alltaf í geð eða eru sam­kvæmt hans stjórn­mála­skoð­un. Þannig er það bara,“ seg­ir hún spurð hvort henni þyki rétt að taka ákvarð­an­ir gegn eig­in sam­visku.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár