„Takk fyrir svona frábæra umsögn. Leiðinlegt að greina þér frá því að veitingastaðnum okkar gæti verið lokað því þeir vilja stoppa mansalið okkar, þessum rasistum líkar ekki hvernig við gerum hlutina í heimalandi mínu.“ Þessi ummæli voru skrifuð fyrir minna en sólarhring og birtust undir þriggja mánaða gamalli, fimm stjörnu gagnrýni um veitingastaðinn Gríska húsið. Það er síða sem heitir Gríska húsid (owner) sem er skráð fyrir svarinu við gagnrýninni.
Fjölmörg ummæli sem Gríska húsið er einnig skrifað fyrir birtust um svipað leyti – fyrir um sólarhring. Þau eru keimlík, skrifuð á ensku og mætti þýða: „Takk fyrir að gefa stað sem er nú rannsakaður fyrir mansal svona góð ummæli.“
Alls ekki er víst að þetta séu raunverulegir stjórnendur staðarins sem rituðu …
Athugasemdir (1)