Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hélt því fram í fjölmiðlum og á Alþingi að Running Tide væri stærsta kolefnisföngunarverkefni í heiminum. Í viðtali við Heimildina segist hann hafa byggt fullyrðinguna um stærð og gerð verkefnisins frá fyrirtækinu sjálfu.
Þegar þú talar um stærsta kolefnisföngunarverkefni, hvaða kolefni eru þeir að fanga?
„Eins og ég sagði, þetta eru bara þær upplýsingar sem ég fékk. Mitt verkefni er þetta og eitt verkefni er þetta, að setja fram í eins fáum orðum og ég get, verkefni sem við erum að kljást við. Og jafnvel þó að þetta viðtal verði lengra heldur en gengur og gerist þá þekki ég það alveg að ef þú nærð ekki …
Þennan dag var ég flytja milli stóla 🃏
Vonandi læra kjósendur af biturri reynslu og íhugi valkostina betur í næstu kosningum - og raunar alltaf þegar tækifæri gefast til.
Ég vil trúa því að á Íslandi sé hægt að finna 63 trausts verðar manneskjur til setu á Alþingi. Ábyrgt fólk, laust við spillingu og græðgi. Heiðarlegt fólk sem stendur við orð sín. Fólk sem setur hagsmuni heildarinnar ofar sínum eigin og er vant að virðingu sinni. - Reynum að finna þetta fólk.