Donald J. Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og forsetaframbjóðandi, hefur lýst yfir stuðningi við Sam Brown sem sækist eftir sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir hönd Nevada-fylkis. Forval Repúblikanaflokksins fer fram í dag, en margir úr röðum flokksins sækjast eftir því að hljóta útnefningu í kosningunum sem fara fram í nóvember á þessu ári.
Í frétt New York Times er greint frá því að stuðningur Trumps við framboð Brown muni koma til með að ráða úrslitum forvalsins í þessari viku. Nokkur óvissa var um hvaða frambjóðanda Trump myndi styðja og mótframbjóðendur Brown höfðu gert sér vonir um að hljóta stuðning Trumps.
Meðal þeirra var Jeffrey Ross Gunter, húðsjúkdómalæknir og fyrrverandi sendiherra á Íslandi. Í aðdraganda kosninganna lagði Gunter áherslu á að mála mótframbjóðanda sinn upp sem andófsmann Trumps og stuðningsmanna hans í Repúblikanaflokknum sem gjarnan eru kenndir við skammstöfunina MAGA (e. Make America Great Again).
Í grein New …
Athugasemdir