Stærsti hluthafi laxeldisfyrirtækisins Arnarlax á Bíldudal greiðir út 48 milljarða króna arð vegna síðasta rekstrarárs, 2023. Þetta kemur fram í fundargerð frá ársfundi þessa stærsta hluthafa, norska laxeldisfyrirtækinu Salmar AS. Ársfundurinn var haldinn þann 6. júní síðastliðinn.
Samkvæmt fundargerðinni greiðir fyrirtækið út rúmlega 3,7 milljarða norskra króna í arð fyrir síðasta rekstrarár eða 35 norskar krónur á hlut. Til samanburðar þá nama arðgreiðslan út úr Salmar AS 20 norskum krónum á hlut fyrir árið 2022 eða rúmlega 2,1 milljarði norskra króna. Því er um að ræða nærri 80 prósent hækkun á arði á milli ára.
„Því miður var um að ræða vandamál vegna laxalúsar sem leiddi til ógnana fyrir velferð fiskanna okkar.“
Norðmenn langstærstu hluthafarnir
Salmar AS á 52 prósenta hlut í Arnarlaxi á Bildudal og er þar með meirihlutaeigandi í félaginu. Aðrir hluthafar í Arnarlaxi eru meðal annars sjóður í rekstri fjárfestingarbankans J.P. Morgan, …
Allir sem hafa heila brú í hausnum sjá hvað þetta er sjúkt, en fíknin og græðgin er skynseminni yfirsterkari. Veit í alvörunni ekki hvers vegna ég er að eyða tíma mínum í að vara ykkur við. Álíka árangursríkt og að reyna að þurrka upp alkahólistann, sem ég hef reynt alla mína ævi og frá 2008 haft réttindi sem slík.👿