Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

ASÍ segir stjórnvöldum hafa mistekist að standa vörð um orkuinnviði

ASÍ ger­ir al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við frum­varp um breyt­ingu á raf­orku­lög­um, þrátt fyr­ir að hafa ekki ver­ið send um­sagn­ar­beiðni. „Sú stað­reynd að skömmt­un raf­orku er til um­ræðu er til marks um að stjórn­völd­um hafi mistek­ist að standa vörð um orku­inn­viði og þar með hags­muni al­menn­ings,“ seg­ir m.a. í um­sögn­inni.

ASÍ segir stjórnvöldum hafa mistekist að standa vörð um orkuinnviði
Raforkuöryggi Alþýðusamband Íslands segir þá staðreynd að skömmtun raforku er til umræðu vera til marks um að stjórnvöldum hafi mistekist að standa vörð um orkuinnviði og þar með hagsmuni almennings. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Alþýðusamband Íslands segir stjórnvöldum hafa mistekist að standa vörð um orkuinnviði, og þar með hagsmuni almennings. Mistökin felast í því að upp er komin sú staða að lagt hefur verið fram frumvarp sem felur í sér að tryggja almenningi og smærri fyrirtækjum forgang komi til skömmtunar vegna óviðráðanlegra atvika, til að mynda vegna framboðsskorts. 

ASÍ gerir alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum sem felur ekki í sér heildstæða lausn á þeim vanda sem steðjar að vegna þess að stjórnvöld hafa ekki tryggt orkuöryggi fyrir heimili og smærri fyrirtæki né vernd fyrir verðhækkunum á raforku. 

Umsagnarbeiðnir voru sendar 14 fyrirtækjum og samtökum. ASÍ var ekki í hópi þeirra en hefur engu að síður sent inn umsögn um áformaðar breytingar. „Umsagnarbeiðni var ekki send sambandinu þrátt fyrir að efni frumvarpsins og breytingartillögur meirihlutans varði hagsmuni almennings og félagsmanna Alþýðusambands Íslands,“ segir í umsögn ASÍ, sem birt var á vef Alþingis í gærkvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra mælti fyrir frumvarpinu um miðjan október og önnur umræða stendur nú yfir á Alþingi. Í frumvarpinu er m.a. gerð sú grundvallarbreyting á samningum orkufyrirtækja við stóriðjuna, að hún megi áframselja orku sem hún ekki nýtir. Nokkuð sem ekki hefur verið heimilað hingað til. 

ASÍ telur ástæðu að benda á að þótt breytingin virðist lítil geta áhrifin verið veruleg. „Ef breytingarnar ná fram að ganga virðist ekkert koma í veg fyrir að stórnotendur raforku, þ.á m. álver, geri hlé á starfsemi sinni og framleiðslu og ákveði að selja raforkuna frekar en að nýta hana, ef það reynist þeim hagstæðara,“ segir í umsögn sambandsins. 

Gagnrýni á frumvarpið kemur úr ýmsum áttum. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims hf, er verulega ósáttur við aðgengi að rafmagni til reksturs fiskimjölsverksmiðju félagsins á Vopnafirði. Fjárfesting í rafvæðingu nýtist ekki þar sem brenna þurfi olíu til að halda bræðslunni í drift. „Ekki hvarflaði að okkur þegar Brim á sínum tíma fjárfestum í búnaði til að knýja fiskmjölsverksmiðju okkar með rafmagni að í framtíðinni yrði búið að selja það mikla raforku í langtímasamninga við stórnotendur að orkan yrði uppseld og ófáanleg,“ segir Guðmundur  í tilkynningu til fjárfesta vegna uppgjörs fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.

Grefur undan starfsöryggi launafólks stórnotenda

ASÍ telur jafnframt að breytingarnar geti grafið undan starfsöryggi launafólks stórnotenda raforku og haft ófyrirséðar afleiðingar á íslenskan vinnumarkað. „Alþýðusamband Íslands gagnrýnir harðlega að stórum breytingum sem þessum sé bætt við frumvarpið á seinni stigum máls án þess að mat hafi verið framkvæmt á mögulegum áhrifum og án undangengins samráðs.“

Alþýðusambandið kallar eftir því að stjórnvöld taki málið í heild sinni til endurskoðunar þar sem farið verði í „heildstæðari breytingar á lagaumgjörð raforkumála þar sem áhrif breytinganna eru metin og tryggt verði að stjórnsýsla og eftirlitsstofnanir séu í stakk búnar til að hafa yfirsýn og eftirlit með raforkumarkaði.“

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Nú ætti að vera lýðum ljóst hvers vegna Guðlaugur Þór valdi að stýra umhverfisráðuneytinu og bæta við það orkumálunum! Þetta ráðuneyti undir hans stjórn er orðið að sannkölluðu auðlindaráðuneyti þar sem vélað er um auðlindir aðrar en í sjó. Og Gulli er á fullu við að einkavinavæða þetta allt.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár