Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en 3 árum.

Fimm ráð til að verjast lúsmýi og fimm ráð við bitum

Lús­mý sem sæk­ir í manna­blóð nam hér land fyr­ir sex ár­um og herj­ar á fólk á sí­fellt fleiri stöð­um um land­ið. Eng­in von er til þess að bit­varg­ur­inn sé á för­um þannig að við þurf­um víst að læra að lifa með hon­um. Ým­is ráð hafa reynst vel í bar­átt­unni.

Fimm ráð til að verjast lúsmýi og fimm ráð við bitum
Lúsmý er agnarsmátt en gerir mörgum lífið afar leitt. Bit eftir þennan varg geta valdið óbærilegum kláða og óþægindum. Mynd: Náttúrufræðistofnun Íslands/Erling Ólafsson

Fáir gestir hér á landi njóta viðlíka óvinsælda og lúsmýið. Þessi bitglaði vágestur gerði sig heimankominn á Íslandi fyrir einungis örfáum árum, ef marka má frétt á vef Náttúrufræðistofnunar frá 30.júní 2015, en þar segir:

„Undarleg atvik urðu um síðastliðna helgi þegar lúsmý tók að herja á íbúa sumarhúsa beggja vegna Hvalfjarðar. Ekki er vitað til að slíkar atlögur hafi átt sér stað áður hér á landi. Lúsmý er ætt örsmárra mýflugna sem langflest sjúga blóð úr öðrum dýrum, allt frá skordýrum til mannskepna. Þeir sem fyrir atlögunum urðu voru flestir illa útleiknir.“

Sögur af útbitnum ferðalöngum eru nú orðnar algengar og fólk beitir ýmsum ráðum til að forðast það að verða bitin af þessu skæða en nær ósýnilega mýi. Fyrir 2015 voru sex tegundir lúsmýs þekktar hér á landi, en enginn þeirra var þekkt fyrir að angra fólk. Sjöunda tegundin, sem ber heitið Culicoides reconditus, er hins vegar skæðari en þær sem voru fyrir því hún vill sjúga blóð úr fólki.

Líklegt er talið að loftslagsbreytingar hafi haft áhrif á þá ákvörðun lúsmýsins að nema hér land. Fyrst þegar það kom hingað var útbreiðslan bundin helst við ákveðna staði á Suður- og Vesturlandi, en nú hefur vargurinn sótt í sig veðrið og finnst víðar um landið, m.a. víða á Norðurlandi. Vestfirðir, Austurland og hálendið virðast þó hafa sloppið enn sem komið er.

Tvennt er það sem landsmenn sækjast helst eftir yfir sumartímann: sól og skjól. Við erum jafnvel til í að keyra yfir landið þvert og endilangt til að komast í sumaryl. Þessi tvenna, sól og skjól, er því miður það sama og lúsmýið elskar. Það vill vera þar sem er hlýtt og vill hafa skjól, til dæmis af þéttum gróðri, en er ónýtara við að bíta ef blæs.

Hvernig er hægt að verjast lúsmýi?

En hvernig á að forðast að verða þessum litla vargi að bráð? Hér verða tekin saman ýmis ráð sem hafa dugað fólki vel í baráttunni, þótt ekkert virðist hundrað prósent öruggt.

Loka gluggum eða hafa tjald lokað ef fólk er á tjaldstæði

Þetta er auðvitað hægara sagt en gert þegar hitinn er mikill og nauðsynlegt að lofta út. Þá getur orðið óbærileg innandyra með allt lokað. Gott ráð er að stilla viftu upp móti glugga þannig að blási út, með því eru minni líkur á að lúsmýið komist inn. Mikilvægast er að hafa lokað seinnipartinn og á kvöldin, því þá er lúsmýið helst að leita inn.

Koma loftinu á hreyfingu

Vargurinn smávaxni kann best við sig í stillu, þess vegna er fólki ráðlagt að hafa viftu í svefnherbergi ef hægt er svo loftið sé á hreyfingu í kringum þá sem eru sofandi. Þannig má minnka líkur á að lúsmýið nái að athafna sig að næturlagi. Sumir vilja meina að best sé að hafa viftu í hverju herbergi og hafa þær í gangi sem mest, dag og nótt. Aðrir nota ryksuguna og ryksuga vel bæði gólf og gluggakistur áður en farið er í háttinn.

Flugur af ættkvíslinni Culicoides en lúsmý og bitmý tilheyra þeirri ættkvísl. Mynd: Vísindavefurinn

Sofa í langermabol, síðbuxum og sokkum

Lúsmýið sækir í bert hold fremur en hulið, þess vegna verða berar axlir, ökklar eða andlit vænleg skotmörk. Því minna hold sem er bert, því betra. Erfiðast er auðvitað að hylja andlitið, enda fáir sem geta hugsað sér að sofa með lambúshettu. En lúsmýið undanskilur ekki andlit í leit sinni að mannablóði.

Líma fínriðið net fyrir glugga

Ef fólk er í húsi þá er ráð að nota flugnanet í glugga, þannig að hægt sé að hafa þá opna. Það sem þarf þá að passa er að netið sé nægilega þétt því lúsmý er ekki nema 1-2 millimetrar að stærð.

Spreyja fælandi efnum í glugga, á rúmföt og húð

Ýmsar leiðir eru í þessu og ekki allir sem nota sömu aðferð. En svo virðist sem mörgum reynist vel að nota annað hvort lavanderolíu, lemongrass olíu eða tee trea olíu. Þá eru nokkrir dropar settir í vatn og spreyjað t.d. í glugga, yfir rúmföt eða á húð í þeirri von að fæla óværuna frá. Einnig eru til ýmis konar fælandi sprey í apótekum og víðar sem oft gefa góða raun.

Þótt ráðin séu óteljandi og mörg þeirra góð þá getur svo farið að fólk verði bitið. Bitin eru gjarnan óþægileg og þeim getur fylgt mikill kláði og vanlíðan.

Hvað skal gera ef lúsmý bítur?

Ef bitin eru nú þegar komin fram þá er líka hitt og þetta sem fólki virðist gagnast vel til að minnka vanlíðan og kláða.

Ofnæmislyf og sterar í ýmsu formi

Ef fólk er virkilega illa útleikið eftir lúsmý þá þarf að leita læknis. Ofnæmislyf af ýmsu tagi, steratöflur og sterakrem geta þá verið það eina sem dugar til að draga úr einkennum og vanlíðan vegna bitanna. Hægt er að fá mild sterakrem án lyfseðils í apótekum og einnig eru til ofnæmislyf í lausasölu, en ef ástandið er slæmt og bitin mörg þá er ráðlegt að leita aðstoðar hjá heilsugæslu og fá lækni til að meta hvað er best.

Heit skeið á bitin

Óbærilegur kláði er einn af fylgifiskum lúsmýbita. Til að slá á kláðann og minnka óþægindin virðist reynast vel að hita skeið undir rennandi, sjóðheitu vatni og bera hana í 5-10 sekúndur að bitunum. Það getur slegið á kláða.

Græðandi krem og eftirbitspennar

Margs konar græðandi krem og sáragel hafa virkað til að draga út bólgum í bitum. Sérstakir eftirbitspennar gera einnig gagn til að minnka sviða og kláða.

Kælikrem og hlaupabóluáburður

Kælikrem og kælipokar virðast stundum ná að minnka óþægindi hjá fólki sem er bitið. Þá hefur kalamín hlaupabóluáburður dugað vel til að draga úr kláða.

Eldhússkápurinn

Stundum er það sem hendi er næst það sem virkar. Þótt þetta sé sett fram án vísindalegrar staðfestingar þá er sagt að hrár laukur geti virkað græðandi á skordýrabit, einnig er bananahýði (innanvert) talið geta hjálpað sem og það að setja kartöflumjöl eða haframjöl í baðvatnið og skella sér í bað.

Í það minnsta er ljóst að ekkert bendir til þess að lúsmýið sé á förum héðan, það hefur komið sér vel fyrir og finnst nú víðar um landið heldur en þegar það nam land hér fyrir sex árum síðan. Það er því full ástæða til að tileinka sér einhver ráð til að geta lifað með þessari óværu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár