Á mótmælum fyrir framan Alþingishúsið standa tugir manna. Inni fer fram þingfundur þar sem trommuslátturinn og lætin fyrir utan heyrast greinilega. Mótmælendur kalla slagorð, bera fána og berja á trommur.
Þrjár rúmlega tvítugar konur standa til hliðar við þéttasta hópinn. Þær heita Karen Lind Ketilbjarnardóttir, Tinna Marín Hilmarsdóttir og Lísbet Rós Ketilbjarnardóttir.
„Við viljum að ríkisstjórnin okkar fari að gera eitthvað í þessum málum. Við höfum verið frekar lengi, þjóðin, að boycotta fullt af hlutum á meðan þau gera ekki rassgat. Það er orðið svolítið þreytt,“ segir Karen Lind. Hinar tvær taka undir að það sé aðgerðarleysið sem þær séu að mótmæla.
Hvað viljið þið að stjórnvöld geri?
„Það væri auðvitað flott ef þau myndu byrja á að segja að þetta væri þjóðarmorð,“ segir Karen. Tinna bætir því við að hún vilji viðskiptaþvinganir. „Sama og var gert við Rússland.“
Aðspurðar …
Athugasemdir