„Frjáls, frjáls Gaza“ berst inn í þingsalinn nokkrum dögum eftir piparúðann

Há hróp og köll heyrð­ust frá mót­mæl­end­um alla leið inn í þingsal Al­þing­is við upp­haf þing­fund­ar í dag: „Frjáls, frjáls Gaza,“ köll­uðu mót­mæl­end­ur. Þing­kona Pírata spurði dóms­mála­ráð­herra út í fram­gang lög­reglu gegn mót­mæl­end­un­um þar sem piparúða var beitt í síð­ustu viku.

Ásjöunda tug mótmælenda eru nú staddir fyrir utan Alþingishúsið. Félagið Ísland - Palestína stendur fyrir mótmælunum og krefjast þau þess að íslenska ríkið setji viðskiptaþvinganir á Ísrael og slíti stjórnarsambandi við ríkið vegna hernaðar Ísraels á Gazasvæðinu. 

Hróp og köll frá hópnum heyrðust skýrt alla leið inn í þingsal Alþingis við upphaf þingfundar klukkan þrjú í dag. Hópurinn kallaði:  „Frjáls, frjáls Gaza, leyfið Gaza að lifa,“  og upp á enskuna „Free, free Rafah, ceasefire now.“

Á blöðum sem nú er deilt út til mótmælenda er þess krafist, auk kröfu um viðskiptaþvinganir og slit á stjórnarsamstarfi, að Ísland styðji málsókn Suður-Afríku á hendur Ísrael við Alþjóðadómstólinn og þess að utanríkisráðherra Íslands hafi frumkvæði að samtali við Norðurlöndin, Írland og Spán um samhæfingu aðgerða.

Nokkuð hefur borið á mótmælum gegn hernaðaraðgerðum Ísraela hér á landi síðan stríð hófst í byrjun október eftir innrás Hamasliða í Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn þegar tæplega 1.200 Ísraelar týndu lífi og um 250 voru teknir sem gíslar. Ísraelsher brást við með áður óséðu offorsi og hefur þegar drepið að minnsta kosti 36 þúsund Palestínumenn, mest börn og konur. 

Guðrún og Þórhildur tókust á

Aukin harka hljóp í viðbrögð við mótmælum gegn árásum Ísraelshers í síðustu viku þegar lögreglumenn úðuðu piparúða á mótmælendur sem mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Þeir höfðu truflað för ráðherrabílanna. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um atvikið í óundirbúnum fyrirspurnum nú síðdegis. Hún vitnaði í ummæli Guðrúnar um það: 

„Ísland er lýðræðisríki og í lýðræðisríkjum virðum við rétt fólks til að tjá skoðanir sínar með friðsamlegum hætti en um leið og farið er gegn skýrum fyrirmælum lögreglu eru mótmæli ekki lengur friðsamleg.“

Þórhildur kallaði þetta afskræmingu á rétti borgaranna til friðsamlegra mótmæla. Guðrún svaraði því til að mótmælendurnir hefðu hindrað för ráðherra og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Hún sagðist fagna því að lögreglan hafi haft frumkvæði að því að vísa atvikinu til nefndar um eftirlit með lögreglu. Þá svaraði Þórhildur:

„Ráðherra dómsmála á Íslandi, æðsti yfirmaður löggæslunnar á Íslandi, getur ekki leyft sér að hafa einhverja skoðun á því hvernig lýðræðið virkar og hvernig réttur fólks til að mótmæla virkar.“

Fréttin verður uppfærð

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár