Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

„Frjáls, frjáls Gaza“ berst inn í þingsalinn nokkrum dögum eftir piparúðann

Há hróp og köll heyrð­ust frá mót­mæl­end­um alla leið inn í þingsal Al­þing­is við upp­haf þing­fund­ar í dag: „Frjáls, frjáls Gaza,“ köll­uðu mót­mæl­end­ur. Þing­kona Pírata spurði dóms­mála­ráð­herra út í fram­gang lög­reglu gegn mót­mæl­end­un­um þar sem piparúða var beitt í síð­ustu viku.

Ásjöunda tug mótmælenda eru nú staddir fyrir utan Alþingishúsið. Félagið Ísland - Palestína stendur fyrir mótmælunum og krefjast þau þess að íslenska ríkið setji viðskiptaþvinganir á Ísrael og slíti stjórnarsambandi við ríkið vegna hernaðar Ísraels á Gazasvæðinu. 

Hróp og köll frá hópnum heyrðust skýrt alla leið inn í þingsal Alþingis við upphaf þingfundar klukkan þrjú í dag. Hópurinn kallaði:  „Frjáls, frjáls Gaza, leyfið Gaza að lifa,“  og upp á enskuna „Free, free Rafah, ceasefire now.“

Á blöðum sem nú er deilt út til mótmælenda er þess krafist, auk kröfu um viðskiptaþvinganir og slit á stjórnarsamstarfi, að Ísland styðji málsókn Suður-Afríku á hendur Ísrael við Alþjóðadómstólinn og þess að utanríkisráðherra Íslands hafi frumkvæði að samtali við Norðurlöndin, Írland og Spán um samhæfingu aðgerða.

Nokkuð hefur borið á mótmælum gegn hernaðaraðgerðum Ísraela hér á landi síðan stríð hófst í byrjun október eftir innrás Hamasliða í Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn þegar tæplega 1.200 Ísraelar týndu lífi og um 250 voru teknir sem gíslar. Ísraelsher brást við með áður óséðu offorsi og hefur þegar drepið að minnsta kosti 36 þúsund Palestínumenn, mest börn og konur. 

Guðrún og Þórhildur tókust á

Aukin harka hljóp í viðbrögð við mótmælum gegn árásum Ísraelshers í síðustu viku þegar lögreglumenn úðuðu piparúða á mótmælendur sem mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Þeir höfðu truflað för ráðherrabílanna. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um atvikið í óundirbúnum fyrirspurnum nú síðdegis. Hún vitnaði í ummæli Guðrúnar um það: 

„Ísland er lýðræðisríki og í lýðræðisríkjum virðum við rétt fólks til að tjá skoðanir sínar með friðsamlegum hætti en um leið og farið er gegn skýrum fyrirmælum lögreglu eru mótmæli ekki lengur friðsamleg.“

Þórhildur kallaði þetta afskræmingu á rétti borgaranna til friðsamlegra mótmæla. Guðrún svaraði því til að mótmælendurnir hefðu hindrað för ráðherra og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Hún sagðist fagna því að lögreglan hafi haft frumkvæði að því að vísa atvikinu til nefndar um eftirlit með lögreglu. Þá svaraði Þórhildur:

„Ráðherra dómsmála á Íslandi, æðsti yfirmaður löggæslunnar á Íslandi, getur ekki leyft sér að hafa einhverja skoðun á því hvernig lýðræðið virkar og hvernig réttur fólks til að mótmæla virkar.“

Fréttin verður uppfærð

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár