Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

„Frjáls, frjáls Gaza“ berst inn í þingsalinn nokkrum dögum eftir piparúðann

Há hróp og köll heyrð­ust frá mót­mæl­end­um alla leið inn í þingsal Al­þing­is við upp­haf þing­fund­ar í dag: „Frjáls, frjáls Gaza,“ köll­uðu mót­mæl­end­ur. Þing­kona Pírata spurði dóms­mála­ráð­herra út í fram­gang lög­reglu gegn mót­mæl­end­un­um þar sem piparúða var beitt í síð­ustu viku.

Ásjöunda tug mótmælenda eru nú staddir fyrir utan Alþingishúsið. Félagið Ísland - Palestína stendur fyrir mótmælunum og krefjast þau þess að íslenska ríkið setji viðskiptaþvinganir á Ísrael og slíti stjórnarsambandi við ríkið vegna hernaðar Ísraels á Gazasvæðinu. 

Hróp og köll frá hópnum heyrðust skýrt alla leið inn í þingsal Alþingis við upphaf þingfundar klukkan þrjú í dag. Hópurinn kallaði:  „Frjáls, frjáls Gaza, leyfið Gaza að lifa,“  og upp á enskuna „Free, free Rafah, ceasefire now.“

Á blöðum sem nú er deilt út til mótmælenda er þess krafist, auk kröfu um viðskiptaþvinganir og slit á stjórnarsamstarfi, að Ísland styðji málsókn Suður-Afríku á hendur Ísrael við Alþjóðadómstólinn og þess að utanríkisráðherra Íslands hafi frumkvæði að samtali við Norðurlöndin, Írland og Spán um samhæfingu aðgerða.

Nokkuð hefur borið á mótmælum gegn hernaðaraðgerðum Ísraela hér á landi síðan stríð hófst í byrjun október eftir innrás Hamasliða í Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn þegar tæplega 1.200 Ísraelar týndu lífi og um 250 voru teknir sem gíslar. Ísraelsher brást við með áður óséðu offorsi og hefur þegar drepið að minnsta kosti 36 þúsund Palestínumenn, mest börn og konur. 

Guðrún og Þórhildur tókust á

Aukin harka hljóp í viðbrögð við mótmælum gegn árásum Ísraelshers í síðustu viku þegar lögreglumenn úðuðu piparúða á mótmælendur sem mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Þeir höfðu truflað för ráðherrabílanna. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um atvikið í óundirbúnum fyrirspurnum nú síðdegis. Hún vitnaði í ummæli Guðrúnar um það: 

„Ísland er lýðræðisríki og í lýðræðisríkjum virðum við rétt fólks til að tjá skoðanir sínar með friðsamlegum hætti en um leið og farið er gegn skýrum fyrirmælum lögreglu eru mótmæli ekki lengur friðsamleg.“

Þórhildur kallaði þetta afskræmingu á rétti borgaranna til friðsamlegra mótmæla. Guðrún svaraði því til að mótmælendurnir hefðu hindrað för ráðherra og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Hún sagðist fagna því að lögreglan hafi haft frumkvæði að því að vísa atvikinu til nefndar um eftirlit með lögreglu. Þá svaraði Þórhildur:

„Ráðherra dómsmála á Íslandi, æðsti yfirmaður löggæslunnar á Íslandi, getur ekki leyft sér að hafa einhverja skoðun á því hvernig lýðræðið virkar og hvernig réttur fólks til að mótmæla virkar.“

Fréttin verður uppfærð

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár