Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Frjáls, frjáls Gaza“ berst inn í þingsalinn nokkrum dögum eftir piparúðann

Há hróp og köll heyrð­ust frá mót­mæl­end­um alla leið inn í þingsal Al­þing­is við upp­haf þing­fund­ar í dag: „Frjáls, frjáls Gaza,“ köll­uðu mót­mæl­end­ur. Þing­kona Pírata spurði dóms­mála­ráð­herra út í fram­gang lög­reglu gegn mót­mæl­end­un­um þar sem piparúða var beitt í síð­ustu viku.

Ásjöunda tug mótmælenda eru nú staddir fyrir utan Alþingishúsið. Félagið Ísland - Palestína stendur fyrir mótmælunum og krefjast þau þess að íslenska ríkið setji viðskiptaþvinganir á Ísrael og slíti stjórnarsambandi við ríkið vegna hernaðar Ísraels á Gazasvæðinu. 

Hróp og köll frá hópnum heyrðust skýrt alla leið inn í þingsal Alþingis við upphaf þingfundar klukkan þrjú í dag. Hópurinn kallaði:  „Frjáls, frjáls Gaza, leyfið Gaza að lifa,“  og upp á enskuna „Free, free Rafah, ceasefire now.“

Á blöðum sem nú er deilt út til mótmælenda er þess krafist, auk kröfu um viðskiptaþvinganir og slit á stjórnarsamstarfi, að Ísland styðji málsókn Suður-Afríku á hendur Ísrael við Alþjóðadómstólinn og þess að utanríkisráðherra Íslands hafi frumkvæði að samtali við Norðurlöndin, Írland og Spán um samhæfingu aðgerða.

Nokkuð hefur borið á mótmælum gegn hernaðaraðgerðum Ísraela hér á landi síðan stríð hófst í byrjun október eftir innrás Hamasliða í Ísrael þann sjöunda október síðastliðinn þegar tæplega 1.200 Ísraelar týndu lífi og um 250 voru teknir sem gíslar. Ísraelsher brást við með áður óséðu offorsi og hefur þegar drepið að minnsta kosti 36 þúsund Palestínumenn, mest börn og konur. 

Guðrún og Þórhildur tókust á

Aukin harka hljóp í viðbrögð við mótmælum gegn árásum Ísraelshers í síðustu viku þegar lögreglumenn úðuðu piparúða á mótmælendur sem mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Þeir höfðu truflað för ráðherrabílanna. 

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, spurði Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um atvikið í óundirbúnum fyrirspurnum nú síðdegis. Hún vitnaði í ummæli Guðrúnar um það: 

„Ísland er lýðræðisríki og í lýðræðisríkjum virðum við rétt fólks til að tjá skoðanir sínar með friðsamlegum hætti en um leið og farið er gegn skýrum fyrirmælum lögreglu eru mótmæli ekki lengur friðsamleg.“

Þórhildur kallaði þetta afskræmingu á rétti borgaranna til friðsamlegra mótmæla. Guðrún svaraði því til að mótmælendurnir hefðu hindrað för ráðherra og neitað að hlýða fyrirmælum lögreglu. Hún sagðist fagna því að lögreglan hafi haft frumkvæði að því að vísa atvikinu til nefndar um eftirlit með lögreglu. Þá svaraði Þórhildur:

„Ráðherra dómsmála á Íslandi, æðsti yfirmaður löggæslunnar á Íslandi, getur ekki leyft sér að hafa einhverja skoðun á því hvernig lýðræðið virkar og hvernig réttur fólks til að mótmæla virkar.“

Fréttin verður uppfærð

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár