Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kolbeinn sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn stúlku

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­ness sýkn­aði í dag knatt­spyrnu­mann­inn Kol­bein Sig­þórs­son af ákæru um kyn­ferð­is­brot gegn barni. Hon­um hafði ver­ið gef­ið að sök að hafa strok­ið kyn­færi stúlku og nýtt sér yf­ir­burði sína yf­ir henni.

Kolbeinn sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn stúlku
Landsliðsmaður Kolbeinn Sigþórsson var hluti af gullaldarliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Mynd: EPA

Kolbeinn Sigþórsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, var sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot gegn barnungri stúlku í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 

RÚV greinir frá en dómurinn verður birtur síðdegis í dag. 

Kolbeini hafði verið gefið að sök að hafa brotið kynferðislega gegn barnungri stúlku í sumarhúsi í júnímánuði árið 2022  og nýtt sér yfirburði sína yfir henni. Kolbeinn neitar sök. 

Móðir stúlkunnar kærði Kolbein fyrir hönd hennar og krafðist þess að Kolbeinn greiddi stúlkunni miskabætur upp á þrjár milljónir króna auk vaxta. 

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár