Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Mér sýnist allt stefna í að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands“

Halla Tóm­as­dótt­ir er með af­ger­andi for­ystu í for­seta­kosn­ing­un­um eft­ir að at­kvæði hafa ver­ið birt úr öll­um kjör­dæm­um, þar sem hún fékk flest at­kvæði alls stað­ar. Katrín Jak­obs­dótt­ir virð­ist vera bú­in að við­ur­kenna ósig­ur.

„Mér sýnist allt stefna í að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands“
Tær gleði Halla Tómasdóttir og fjölskylda hennar fagna eftir upplestur talna skömmu í nótt. Mynd: Golli

Komnar eru tölur úr öllum kjördæmum og búið er að telja meginþorra atkvæða í þeim stærstu. Samkvæmt stöðunni eins og hún er nú verður Halla Tómasdóttir, forstjóri B Team, næsti forseti Íslands. Hún hefur fengið flest atkvæði í öllum kjördæmum. Sem stendur mælist hún með 32,4 prósent fylgi og er með töluvert forskot á Katrínu Jakobsdóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Halla vildi sjálf ekki ganga að því vísu að hún væri búin að vinna í viðtali við RÚV en Björn Skúlason, eiginmaður hennar, velti hins vegar fyrir sér hvernig það yrði að búa á Bessastöðum í sama viðtali. 

Viðbrögð Höllu við tölum úr Reykjavíkurkjördæmi norðurGolli

„Mér sýnist allt stefna í að Halla Tómasdóttir verði næsti forseti Íslands,“ sagði Katrín, sá forsetaframbjóðandi sem stefnir í að lenda í öðru sæti í kosningunum í dag, í viðtali við RÚV rétt fyrir klukkan eitt í kvöld. Hún óskaði Höllu til hamingju með sigurinn og sagði að hún vissi ekkert hvað tæki við. Aðspurð hvort hún myndi bjóða sig aftur fram til forseta var svarið skýrt: „Nei, þetta geri ég ekki aftur.“

Katrín er sem stendur með 26,3 prósent atkvæða og því munar 6,1 prósentustigum á henni og Höllu. Tveir aðrir frambjóðendur eru með fylgi í tveggja stafa tölu: Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri er með 15,4 prósent og Jón Gnarr, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, er með 11,4 prósent. Sá frambjóðandi utan Höllu Tómasdóttur, sem er að fá miklu meira fylgi en hún mældist með í skoðanakönnunum, sem er lengst frá því að ná þeim árangri sem spár gerðu ráð fyrir er Baldur Þórhallsson. Hann hefur fengið 8,1 prósent atkvæða. 

Sennileg forsetahjónBjörn Skúlason kyssir eiginkonu sína á kosningavöku Höllu Tómasdóttur í Grósku í nótt.

Arnar Þór Jónsson, varaþingmaður og fyrrverandi dómari, er með fimm prósent atkvæða og aðrir minna. Flestir hinna frambjóðendanna virðast ætla að verða töluvert langt frá því að ná 1.500 atkvæðum, sem þýðir að þeir fengu ekki öll atkvæði þeirra sem mæltu með þeim í framboð.

Búið er að telja 86.551 atkvæði.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Það kann nú varla góðri lukku að stýra að halla tómasdóttir skuli verða næsti forseti Íslands.
    Því ég er sannfærður um að hún muni fá lánaðann „samþykkt“, stimpilpúðann sem kajak var búin að láta gera fyrir sig til að geta flýtt fyrir sammþykki á öllum þeim skíta frumvörpum sem verða send á hana og þar með talið afhending iðurlega „rangnefnt sala“, á Landsvirkjun í hendur auðróna og landráða hyskis Íslands.
    1
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    HHG-íhaldið og stórútgerðin töpuðu forsetakosningunum 2024

    :-) :-) :-) :-) :-) :-)
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu