Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Donald Trump fundinn sekur í öllum ákæruliðum

Don­ald J. Trump varð í kvöld fyrsti Banda­ríkja­for­seti sög­unn­ar til að vera fund­inn sek­ur um að fremja glæp.

Donald Trump fundinn sekur í öllum ákæruliðum
Fyrir dómi Forsetinn fyrrverandi á leið í dómsalinn í New York í dag. Mynd: AFP

Donald J. Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sem sækist eftir því að taka aftur við því embætti í komandi kosningum, var í kvöld fundinn sekur um að falsa gögn í tengslum við greiðslur sem greiddar voru til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Trump var ákærður í 34 ákæruliðum og sakfelldur fyrir þá alla. Kviðdómur í New York kvað upp þessa niðurstöðu eftir að hafa ráðfært sig um hana í tvo daga.

Réttahöldin stóðu yfir í nokkrar vikur og verjendur Trump og saksóknari í málinu luku málflutningi sínum í byrjun viku. Á þriðja tug vitna komu fyrir dóminn. Trump var ákærður fyrir að falsa reikninga og önnur gögn í tengslum við greiðslur til Daniels sem fyrrverandi lögmaður hans, Michael Cohen, innti af hendi til hennar. Cohen veðsetti heimili sitt til að borga Daniels, sem heldur því fram að hún hafi sofið hjá Trump, 130 þúsund dali fyrir að selja ekki sögu sína til fjölmiðla í aðdraganda forsetakosninganna 2016, sem Trump sigraði. Trump var gefið að sök að hafa endurgreitt Cohen, sem var einn þeirra sem bar vitni fyrir saksóknarann í málinu, eftir að hann var orðinn forseti.

Málið kom upp á viðkvæmum tíma í kosningabaráttunni fyrir tæpum átta árum. Access Hollywood-skandallinn, þar sem Trump talaði ógætilega á upptöku um hvernig hann kæmi fram við konur, hafði nýlega komið upp og vitni við réttarhöldin sögðu frá því að ótti hefði verið í herbúðum forsetans fyrrverandi að annar slíkur skandall myndi skaða framboðið enn frekar. 

Þetta er eitt af fjórum málum þar sem Trump hefur verið ákærður, en hann er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að verða ákærður fyrir glæpi í sögu landsins. Hann hefur líka verið ákærður vegna aðkomu sinnar að árásinni á bandaríska þinghúsið  6. janúar 2021, fyrir meðferð sína á trúnaðarskjölum sem hann flutti með sér á heimili sitt í Mar-a-lago eftir að hann lét af embætti og fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Georgiu-ríki árið 2020. 

Málið sem dæmt var í í dag er þó eina málið sem hefur ratað í málsmeðferð enn sem komið er og lögmenn Trump hafa gert allt sem í sínu valdi stendur til að tefja framgang hinna málanna þriggja, með miklum árangri, svo þau verði ekki tekin fyrir áður en kosið verður milli Trump og Joe Biden Bandaríkjaforseta í nóvember. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkjunum búast flestir ekki við því að hin málin verði afgreidd áður en kosningarnar fara fram.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kári Jónsson skrifaði
    USA-fólkið virðist hafa litlar áhyggjur af því, þó kauðinn sé ákærður fyrir fjölda mála og núna dæmdur sekur af öllum ákæruliðum, hvað segir skrudda USA-fólksins um fólk sem sækist eftir því að verða forseti USA og er dæmdur glæpamaður ? Þarf að dæma kauða 1 eða 10 sinnum ?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
5
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár