Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Segir fólk úr herbúðum Katrínar hafa þrýst á sig að draga framboðið til baka

Bald­ur Þór­halls­son fékk þau skila­boð úr her­búð­um Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur ná­lægt pásk­um að draga fram­boð sitt til baka vegna vænt­an­legs fram­boðs henn­ar. Þetta kom fram í kapp­ræð­um Heim­ild­ar­inn­ar í kvöld.

Baldur á kappræðunum í kvöld.

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segir að á þeim tíma sem hann var við það að bjóða sig fram til forseta hafi hann orðið fyrir þrýstingi að draga sig í hlé vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur, sem þá var enn forsætisráðherra.

Þetta sagði Baldur, sem ásamt fimm öðrum forsetaframbjóðendum, tók þátt í kappræðum Heimildarinnar fyrr í kvöld.

„Nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð [...] þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum fyrrverandi forsætisráðherra hvort ég ætlaði virkilega að fara fram. Hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að fara að bjóða sig fram.

Og ef ég ætlaði virklega að vera svo vitlaus að bjóða mig fram núna – þarna fyrir páskana – þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka því hún kæmi fram eftir páska,“ segir Baldur.

Hann segir að hann hafi þá átt að hafa vit á því að draga framboð sitt til baka. „Því hún kæmi fram eftir páska. Þannig var talað við okkur.“ Baldur segist þó ekkert hafa velt fyrir sér hverjir mótframbjóðendurnir væru. „Ég vil einfaldlega halda fram mínum málum, koma fram á mínum forsendum.“

Ekki með vitund eða vilja Katrínar

Katrín Jakobsdóttir var þá beðin um viðbrögð. Hún vildi gjarnan fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar hafi átt að hafa haldið þessum boðskap að Baldri. „Ég er að heyra þetta í fyrsta sinn hér,“ sagði hún. 

Baldur vildi hins vegar ekki svara hverjir hefðu rætt við hann úr herbúðum Katrínar.

Katrín tók þá fram að ekkert slíkt hefði verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég ítreka það sem ég hef sagt. Þetta eru bara kosningar, við búum í frjálsu landi, það má hver gefa kost á sér sem vill og ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ 

Arnar hvattur til að draga sig í hlé

Arnar Þór Jónsson viðurkenndi þá að hafa fengið svipuð skilaboð og Baldur. „Það kom mér á óvart að innanbúðarmenn, að minnsta kosti sem ég man svona í svipinn, í fremur rótgrónum stjórnmálaflokkum höfðu samband við mig og hvöttu mig af velvilja og vinsemd í minn garð að draga mig í hlé því Katrín væri að koma fram.“

Hann sagðist hafa svarað því að litlu liðin ynnu oft stóru liðin. „Og það er skemmtilegt að vera í litla liðinu að berjast við stóru liðin. Ég ætla ekki að gefa leikinn þó ég lendi kannski 2-0 eftir 20 mínútur.“ 

Jón Gnarr ítrekað hvattur til að hætta

Jón Gnarr sagði að strax eftir að Katrín tilkynnti um framboð sitt hefði hann verið spurður hvort hann vildi ekki draga sitt til baka. „Eins og ég sé eitthvað hræddur við Katrínu. Nei, bara ekki neitt.“ Hann segist hafa fengið mjög vinalegar sendingar þar sem hann er hvattur til að draga sig til baka. Hann dró þá upp símann og las eina slíka við mikinn fögnuð áhorfenda í salnum.

„Sæll Jón, 

mig langar að skora á þig að draga framboð þitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Höllu Tómasdóttur eða Baldri, á móti Katrínu. Þú ert með spil í hendinni og getur með þessu tryggt að Katrín Jakobsdóttir verði ekki kosin forseti Íslands. Þú myndir koma mjög vel út ef þú myndir taka þessa ákvörðun fyrir þjóðina.

Gangi þér vel. Bestu kveðjur.“

Jón sagðist þó aldrei hafa komið til greina að draga sig til baka. „Ég er að fara að vinna þessar kosningar. Mér myndi aldrei detta í hug að draga til baka eitthvað svona. Ég er bara ekki þannig maður.“

Hér má horfa á kappræðurnar þar sem forsetaframbjóðendurnir sex sem mælast með mest fyrir samkvæmt kosningaspá Heimildarinnar mætast. Fyrstu 30 mínútur streymisins eru öllum aðgengilegar en áskrifendur geta horft á kappræðurnar í heild sinni:

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Brynja Kjartansdóttir skrifaði
    Þetta var frábær þáttur og takk fyrir það.
    3
  • FSK
    Fríða S. Kristinsdóttir skrifaði
    Þetta voru góðar umræður og fróðlegar.
    Takk fyrir ánægjulega kvöldstund Heimildin. 🌷
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
5
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
„Sjálfsagt verða báðir jafn óánægðir með niðurstöðuna“
6
Fréttir

„Sjálfsagt verða báð­ir jafn óánægð­ir með nið­ur­stöð­una“

Eini stjórn­ar­mað­ur­inn í stjórn Vatna­jök­uls­þjóð­garðs sem lagð­ist gegn opn­un Von­ar­skarðs fyr­ir vél­knúna um­ferð seg­ir mál­ið hafa ver­ið keyrt í gegn nú rétt fyr­ir kosn­ing­ar af for­manni og vara­for­manni sem skip­að­ir voru af um­hverf­is­ráð­herra sem stend­ur í kosn­inga­bar­áttu. Formað­ur stjórn­ar­inn­ar hafn­ar þessu al­far­ið og seg­ir að eng­inn póli­tísk­ur þrýst­ing­ur hafi ver­ið til stað­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
5
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár