Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Segir fólk úr herbúðum Katrínar hafa þrýst á sig að draga framboðið til baka

Bald­ur Þór­halls­son fékk þau skila­boð úr her­búð­um Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur ná­lægt pásk­um að draga fram­boð sitt til baka vegna vænt­an­legs fram­boðs henn­ar. Þetta kom fram í kapp­ræð­um Heim­ild­ar­inn­ar í kvöld.

Baldur á kappræðunum í kvöld.

Baldur Þórhallsson forsetaframbjóðandi segir að á þeim tíma sem hann var við það að bjóða sig fram til forseta hafi hann orðið fyrir þrýstingi að draga sig í hlé vegna mögulegs framboðs Katrínar Jakobsdóttur, sem þá var enn forsætisráðherra.

Þetta sagði Baldur, sem ásamt fimm öðrum forsetaframbjóðendum, tók þátt í kappræðum Heimildarinnar fyrr í kvöld.

„Nokkrum dögum áður en ég tilkynnti framboð [...] þá voru nokkuð skýr skilaboð úr herbúðum fyrrverandi forsætisráðherra hvort ég ætlaði virkilega að fara fram. Hvort ég vildi ekki láta þar við sitja því hún væri jafnvel að fara að bjóða sig fram.

Og ef ég ætlaði virklega að vera svo vitlaus að bjóða mig fram núna – þarna fyrir páskana – þá hlyti ég að hafa vit á því að draga framboðið til baka því hún kæmi fram eftir páska,“ segir Baldur.

Hann segir að hann hafi þá átt að hafa vit á því að draga framboð sitt til baka. „Því hún kæmi fram eftir páska. Þannig var talað við okkur.“ Baldur segist þó ekkert hafa velt fyrir sér hverjir mótframbjóðendurnir væru. „Ég vil einfaldlega halda fram mínum málum, koma fram á mínum forsendum.“

Ekki með vitund eða vilja Katrínar

Katrín Jakobsdóttir var þá beðin um viðbrögð. Hún vildi gjarnan fá að vita hvaða samstarfsfólk hennar hafi átt að hafa haldið þessum boðskap að Baldri. „Ég er að heyra þetta í fyrsta sinn hér,“ sagði hún. 

Baldur vildi hins vegar ekki svara hverjir hefðu rætt við hann úr herbúðum Katrínar.

Katrín tók þá fram að ekkert slíkt hefði verið gert með hennar vitund eða vilja. „Ég ítreka það sem ég hef sagt. Þetta eru bara kosningar, við búum í frjálsu landi, það má hver gefa kost á sér sem vill og ég hef ekki reynt að beita mér gegn neinum frambjóðendum hér.“ 

Arnar hvattur til að draga sig í hlé

Arnar Þór Jónsson viðurkenndi þá að hafa fengið svipuð skilaboð og Baldur. „Það kom mér á óvart að innanbúðarmenn, að minnsta kosti sem ég man svona í svipinn, í fremur rótgrónum stjórnmálaflokkum höfðu samband við mig og hvöttu mig af velvilja og vinsemd í minn garð að draga mig í hlé því Katrín væri að koma fram.“

Hann sagðist hafa svarað því að litlu liðin ynnu oft stóru liðin. „Og það er skemmtilegt að vera í litla liðinu að berjast við stóru liðin. Ég ætla ekki að gefa leikinn þó ég lendi kannski 2-0 eftir 20 mínútur.“ 

Jón Gnarr ítrekað hvattur til að hætta

Jón Gnarr sagði að strax eftir að Katrín tilkynnti um framboð sitt hefði hann verið spurður hvort hann vildi ekki draga sitt til baka. „Eins og ég sé eitthvað hræddur við Katrínu. Nei, bara ekki neitt.“ Hann segist hafa fengið mjög vinalegar sendingar þar sem hann er hvattur til að draga sig til baka. Hann dró þá upp símann og las eina slíka við mikinn fögnuð áhorfenda í salnum.

„Sæll Jón, 

mig langar að skora á þig að draga framboð þitt til baka og lýsa yfir stuðningi við Höllu Tómasdóttur eða Baldri, á móti Katrínu. Þú ert með spil í hendinni og getur með þessu tryggt að Katrín Jakobsdóttir verði ekki kosin forseti Íslands. Þú myndir koma mjög vel út ef þú myndir taka þessa ákvörðun fyrir þjóðina.

Gangi þér vel. Bestu kveðjur.“

Jón sagðist þó aldrei hafa komið til greina að draga sig til baka. „Ég er að fara að vinna þessar kosningar. Mér myndi aldrei detta í hug að draga til baka eitthvað svona. Ég er bara ekki þannig maður.“

Hér má horfa á kappræðurnar þar sem forsetaframbjóðendurnir sex sem mælast með mest fyrir samkvæmt kosningaspá Heimildarinnar mætast. Fyrstu 30 mínútur streymisins eru öllum aðgengilegar en áskrifendur geta horft á kappræðurnar í heild sinni:

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Brynja Kjartansdóttir skrifaði
    Þetta var frábær þáttur og takk fyrir það.
    3
  • FSK
    Fríða S. Kristinsdóttir skrifaði
    Þetta voru góðar umræður og fróðlegar.
    Takk fyrir ánægjulega kvöldstund Heimildin. 🌷
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
6
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
1
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár