Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Svikahrappar lokka Íslendinga með merkjavöru í farangri annars fólks

Frum­leg­ar en grun­sam­leg­ar aug­lýs­ing­ar á Face­book und­ir merkj­um Kefla­vík­ur­flug­vall­ar bjóða Ís­lend­ing­um að kaupa ósótt­ar ferða­tösk­ur úr óskilamun­um í Leifs­stöð sem inni­fela með­al ann­ars Prada-tösk­ur og mynda­vél­ar.

Svikahrappar lokka Íslendinga með merkjavöru í farangri annars fólks
Farangur til sölu - kostar eina evru Útsmogin svikaflétta dreifist með auglýsingum á Facebook með þeim tilgangi að lokka merkjavöruþyrsta Íslendinga í netið. Mynd: Facebook

„Ég pantaði tvær ferðatöskur, í annarri fann ég fartölvu, þó án hleðslutækis og með lykilorði, en samt sem áður frábært! Ég er ánægður, góður díll að mínu mati,“ skrifar falsmenni á Facebook-síðuna Keflavíkurflugvöllur. Facebook hefur undanfarið dreift auglýsingum undir merkjum alþjóðaflugvallar Íslendinga með kostaboði fyrir landsmenn um að eignast farangur annars fólks.

Á síðunni eru boðnar til sölu ferðatöskur sem flugfarþegar eru sagðir hafa skilið eftir á flugvellinum og ekki sótt innan sex mánaða. Gefið er út að verðið á hverri tösku sé aðeins ein evra og samkvæmt frásögnum falsmenna undir færslu Keflavíkurflugvallar eru þar að finna myndavélar, fartölvur og merkjavörur sem flugfarþegar hafa ekki sótt. Kostaboðið er þó sýnd veiði en ekki gefin.

Facebook-síðan var stofnuð árið 2014 og gefur út að tæplega fjögur þúsund notendur hafi gefið henni að meðaltali 4,97 stjörnur. Jafnframt eru um 2.800 falskir fylgjendur að síðunni, sem eykur trúverðugleika hennar.

„Tilboðið er frábært, þetta er nú þegar þriðja ferðataskan sem ég panta. Í fyrstu tveimur voru margir hlutir, en verðmætasti hluturinn var Prada taska. Það verður spennandi að sjá hvort ég verði heppin(n) í þetta skipti,“ skrifar annað falsmenni. Þriðja falsmennið höfðar til góðmennsku. „Við pöntuðum nokkra ferðatöskur með eiginmanni mínum til að gefa til góðgerðarsamtaka. Fyrir okkur eru þetta ekki miklir peningar, en það mun gera einhvern annan hamingjusaman! Fólk, gerið góðverk!“

Þau falsmenni sem veita umsagnir undir færslum flugvallarins bera portúgölsk nöfn. Facebook-síðan Keflavíkurflugvöllur er með tengsl við aðila í Afríkuríkinu Mósambík, sem áður var portúgölsk nýlenda. Þegar haft er samband við síðuna er reynt að fá notendur til að skrá sig á vafasamri vefsíðu. Þar eru uppdiktaðar umsagnir Íslendinga um það mikla lán sem þeir hefðu orðið fyrir við að kaupa ferðatöskur annarra á aðeins eina evru stykkið. Enn sem komið er heldur Facebook áfram dreifingu auglýsinga frá falssíðunni. Ekki er þó vitað hvort einhverjir Íslendingar hafi gleypt beitu ódýrrar merkjavöru úr farangri annarra. Þegar rætt er við stjórnanda síðunnar hafnar hann því að um fals sé að ræða. „Nei, þetta er ekki svik. Við seljum á þessu verði vegna þess að vöruhúsin okkar eru yfirfull,“ fullyrðir hann.

Hjá Isavia fékk Heimildin þær upplýsingar að þetta sé í annað skiptið sem umrædd svikasíða fari í loftið, en fyrst gerðist að í nóvember síðastliðnum.

Isavia geti lítið gert í málinu þar sem fjölda tilkynninga þurfi til Facebook til þess að svikasíðan sé tekin niður.

Farangur sem skilinn er eftir á Keflavíkurflugvelli er ekki seldur. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, lýsir því í samtali við Heimildina hversu erfiðlega gengur að fá Facbook til þess að bregðast við svikasíðum. Hann segir fólk hafa verið í sambandi við Keflavíkurflugvöll um töskusöluna.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Textinn á þessari falstilkynningu er svo arfalélegur, að hver a.m.k. Íslendingur hlýtur að sjá í gegn um prettinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Leitar að framtíðarstarfsfólki á leikskóla:  „Við erum alltaf að gefa afslátt“
4
ViðtalÍ leikskóla er álag

Leit­ar að fram­tíð­ar­starfs­fólki á leik­skóla: „Við er­um alltaf að gefa af­slátt“

Hall­dóra Guð­munds­dótt­ir, leik­skóla­stjóri á Drafnar­steini, seg­ir það enga töfra­lausn að for­eldr­ar ráði sig tíma­bund­ið til starfa á leik­skól­um til að tryggja börn­um sín­um leik­skóla­pláss. Þetta sé hins veg­ar úr­ræði sem hafi ver­ið lengi til stað­ar en hef­ur færst í auk­ana síð­ustu ár. Far­fugl­arn­ir mega ekki verða fleiri en stað­fugl­arn­ir.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár