Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Falla í gildruna á Facebook og reyna að kaupa farangur

Von­góð­ir Ís­lend­ing­ar hafa haft sam­band við Kefla­vík­ur­flug­völl í til­raun til að kaupa ósótt­an far­ang­ur á eina evru. Flug­völl­ur­inn fær ekki Face­book til að fjar­lægja svika­síðu.

Falla í gildruna á Facebook og reyna að kaupa farangur
Meintur lagur óskilafarangurs Kynningarmynd svikasíðunnar byggir á vélþýðingu sem er ekki betri en svo að orðið „farangur“ er rangkynjað. Mynd: Facebook

Forsvarsfólk Keflavíkurflugvallar hefur átt erfitt með að fá Facebook til þess að fjarlægja svikasíður. Heimildin greindi frá því í gær að aðilar með tengsl við Mósambík í Afríku kaupi auglýsingar frá Facebook undir merkjum alþjóðaflugvallarins með kostaboðum fyrir þau sem stökkva frekar en að hrökkva. Tilboðið hljóðar upp á að kaupa megi ósóttar töskur á eina evru stykkið, sem feli í sér merkjavörur, myndavélar og fleira sem öllu jafna kostar margfalt meira. Samkvæmt svörum Isavia, sem rekur Keflavíkurflugvöll, hefur fólk haft samband við flugvöllinn frá því að auglýsingar byrjuðu að birtast á Facebook, í þeim tilgangi að nálgast töskusöluna.

Þrátt fyrir að Facebook þiggi tekjur af auglýsingakaupum svikahrappanna hefur reynst erfitt að grípa inn í. Meta, móðurfélag Facebook, hagnaðist um 39 milljarða dollara í fyrra, eða sem nemur 5,4 billjónum króna, sem jafngildir 5,4 milljón milljónum og 5,4 þúsund milljörðum króna. Hagnaðurinn stafar fyrst og fremst af auglýsingatekjum, sem stundum koma til vegna fjársvikastarfsemi. Hluti af rekstrarmódeli Facebook er lágt þjónustustig, sjálfvirknivæðing og lítil áhersla á áreiðanleika efnis sem dreift er um miðilinn en þess meiri áhersla á það sem kveikir viðbrögð notenda. 

Sífellt auðveldara verður að falsa ljósmyndir og þýða texta yfir á íslensku, sem gerir almenningi erfiðara að sjá í gegnum svindl, en aðstandendur falska Keflavíkurflugvallar nýta sér þó ekki nýjustu þýðingartækni. Þrátt fyrir það hafa Íslendingar verið í sambandi við hinn raunverulega Keflavíkurflugvöll til þess að grennslast fyrir um tilboðið: Ósóttur farangur á eina evru hver taska.

Guðjón HelgasonHefur átt erfitt með að fá Facebook til að fjarlægja svikasíður, sem bandaríska stórfyrirtækið selur auglýsingar.

„Þegar þetta kom upp í fyrra þá hafði fólk samband við flugvöllinn og spurðist fyrir um þetta en var þá upplýst að um svik væri að ræða,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi opinbera hlutafélagsins Isavia, sem rekur flugvöllinn. „Nú í dag [gær] hafa okkur borist símtöl frá fólki sem er að spyrjast fyrir um töskusöluna og við bendum fólki þá á að um svindl sé að ræða.“

Hann segist ekki hafa beinar upplýsingar um tjónið sem hlýst af því fyrir fólk að falla í gildruna. Í samskiptum Heimildarinnar við aðstandendur svikasíðunnar kom fram að haft yrði samband við væntanlega töskukaupendur þegar þeir hefðu skráð sig á vefsíðuna sem Facebook beinir áhugasömum notendunum á. „Nei, þetta er ekki svik,“ svaraði aðili sem var til forsvars. „Við seljum á þessu verði vegna þess að vöruhúsin okkar eru yfirfull.“

Facebook hefur enn ekki tekið niður fölsku síðuna sem er ætluð í fjársvikastarfsemi og halda auglýsingar áfram að birtast.

„Það er erfitt að ná beinu sambandi við Meta, móðurfyrirtæki Facebook, til að fá síður sem þessar teknar niður og það er einnig reynsla annarra íslenskra fyrirtækja og alþjóðaflugvalla í öðrum löndum sem hafa orðið fyrir svipuðu svindli,“ segir Guðjón. „Eina leiðin er að tilkynna síðuna á Facebook og benda síðan á það opinberlega að um svikasíðu sé að ræða. Við höfum ítrekað tilkynnt síðuna og sagt frá svindlinu í fjölmiðlum. Hve margar tilkynningar þarf til að fá svona síður teknar niður vitum við ekki.“

Nýverið náði forsvarsfólk flugvallarins því í gegn að fá hina réttu Facebook-síðu stimplaða og staðfesta, eða „verified“, að sögn Guðjóns. 

„Um leið og þetta kom upp í nóvember hófum við það ferli að fá Facebook síðu Keflavíkurflugvallar staðfesta af Facebook með bláu merki. Það var ferli sem tók um hálft ár og er nú í höfn. Þannig að ef síðan er ekki merkt með bláa merkinu og lógói flugvallarins þá er um svikasíðu að ræða.“

Ný tækni mun gera svindl auðveldara. Meðal annars er nú þegar til tækni sem falsar raddir einstaklinga. Óttast er að með þeirri tækni muni svikahrappar meðal annars geta hringt símtöl með rödd ættingja og fjölskyldumeðlima hvers sem hefur skilið eftir sig raddsýni opinberlega. Í febrúar var raddfölsun og gervigreind notuð til að hringja sjálfvirk símtöl í þúsundir manns í New Hampshire í Bandaríkjunum með rödd Joe Bidens, þar sem hann beindi því til fólks að sleppa þátttöku í forkosningum. Bresk verkfræðistofa tapaði 3,4 milljörðum króna nýlega þegar fjársvikari djúpfalsaði andlit og rödd fjármálastjóra stofunnar í myndbandssamtali. 

Fyrir þau sem vilja komast í kræsilegan óskilafarangur annarra eru vonbrigðin vís.

„Týndur farangur er ekki undir neinum kringumstæðum seldur,“ segir Guðjón. „Það sem týnist á Keflavíkurflugvelli og ratar í tapað fundið hjá okkur eru smærri munir eins og til dæmis farsímar, spjaldtölvur og leikföng. Hægt er að hafa samband við þjónustuaðila okkar vegna týndra muna í gegnum síma, tölvupóst eða netsíðu og hægt að nálgast muni á skrifstofutíma eða þá fá þá senda á eigin kostnað hvert á land sem er til réttmæts eiganda. Sé þeirra ekki vitjað innan 30 til 60 daga er munum fargað. Vegabréf sem gleymast er ekki fargað heldur fara þau í vörslu lögreglu séu þau ekki sótt innan fárra daga.“

Rétt Facebooksíða Keflavíkurflugvallar hefur slóðina: https://www.facebook.com/kefairport

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Lögregla í átaksverkefni við eftirlit á leigubifreiðum
7
Fréttir

Lög­regla í átaks­verk­efni við eft­ir­lit á leigu­bif­reið­um

Frá því um síð­ustu helgi hef­ur lög­regl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stað­ið í sér­stöku átaks­verk­efni ásamt Sam­göngu­stofu og Skatt­in­um þar sem haft er eft­ir­lit með leigu­bif­reið­um ak­andi um göt­ur borg­ar­inn­ar. Þrátt fyr­ir að rúmt ár sé lið­ið frá því að ný lög um leigu­bif­reiða­akst­ur tóku gildi virð­ist ekki hafa orð­ið fjölg­un á heild­ar­fjölda leigu­bif­reiða­stjóra.
Náttúran er skólastofa framtíðarinnar
9
Viðtal

Nátt­úr­an er skóla­stofa fram­tíð­ar­inn­ar

Mögu­leik­ar úti­mennt­un­ar á Ís­landi fel­ast í sér­stöðu ís­lenskr­ar nátt­úru og fjöl­breyti­leika henn­ar. Dr. Jakob Frí­mann Þor­steins­son hef­ur unn­ið hörð­um hönd­um að því að gera úti­vist að úti­mennt­un og í doktors­rann­sókn sinni kann­aði hann mögu­leika úti­mennt­un­ar á Ís­landi. Og þeir eru fjöl­marg­ir. „Lang­stærsta hindr­un­in er í hausn­um á okk­ur sjálf­um.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
6
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
8
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
8
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
9
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár