Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Svikahrappar lokka Íslendinga með merkjavöru í farangri annars fólks

Frum­leg­ar en grun­sam­leg­ar aug­lýs­ing­ar á Face­book und­ir merkj­um Kefla­vík­ur­flug­vall­ar bjóða Ís­lend­ing­um að kaupa ósótt­ar ferða­tösk­ur úr óskilamun­um í Leifs­stöð sem inni­fela með­al ann­ars Prada-tösk­ur og mynda­vél­ar.

Svikahrappar lokka Íslendinga með merkjavöru í farangri annars fólks
Farangur til sölu - kostar eina evru Útsmogin svikaflétta dreifist með auglýsingum á Facebook með þeim tilgangi að lokka merkjavöruþyrsta Íslendinga í netið. Mynd: Facebook

„Ég pantaði tvær ferðatöskur, í annarri fann ég fartölvu, þó án hleðslutækis og með lykilorði, en samt sem áður frábært! Ég er ánægður, góður díll að mínu mati,“ skrifar falsmenni á Facebook-síðuna Keflavíkurflugvöllur. Facebook hefur undanfarið dreift auglýsingum undir merkjum alþjóðaflugvallar Íslendinga með kostaboði fyrir landsmenn um að eignast farangur annars fólks.

Á síðunni eru boðnar til sölu ferðatöskur sem flugfarþegar eru sagðir hafa skilið eftir á flugvellinum og ekki sótt innan sex mánaða. Gefið er út að verðið á hverri tösku sé aðeins ein evra og samkvæmt frásögnum falsmenna undir færslu Keflavíkurflugvallar eru þar að finna myndavélar, fartölvur og merkjavörur sem flugfarþegar hafa ekki sótt. Kostaboðið er þó sýnd veiði en ekki gefin.

Facebook-síðan var stofnuð árið 2014 og gefur út að tæplega fjögur þúsund notendur hafi gefið henni að meðaltali 4,97 stjörnur. Jafnframt eru um 2.800 falskir fylgjendur að síðunni, sem eykur trúverðugleika hennar.

„Tilboðið er frábært, þetta er nú þegar þriðja ferðataskan sem ég panta. Í fyrstu tveimur voru margir hlutir, en verðmætasti hluturinn var Prada taska. Það verður spennandi að sjá hvort ég verði heppin(n) í þetta skipti,“ skrifar annað falsmenni. Þriðja falsmennið höfðar til góðmennsku. „Við pöntuðum nokkra ferðatöskur með eiginmanni mínum til að gefa til góðgerðarsamtaka. Fyrir okkur eru þetta ekki miklir peningar, en það mun gera einhvern annan hamingjusaman! Fólk, gerið góðverk!“

Þau falsmenni sem veita umsagnir undir færslum flugvallarins bera portúgölsk nöfn. Facebook-síðan Keflavíkurflugvöllur er með tengsl við aðila í Afríkuríkinu Mósambík, sem áður var portúgölsk nýlenda. Þegar haft er samband við síðuna er reynt að fá notendur til að skrá sig á vafasamri vefsíðu. Þar eru uppdiktaðar umsagnir Íslendinga um það mikla lán sem þeir hefðu orðið fyrir við að kaupa ferðatöskur annarra á aðeins eina evru stykkið. Enn sem komið er heldur Facebook áfram dreifingu auglýsinga frá falssíðunni. Ekki er þó vitað hvort einhverjir Íslendingar hafi gleypt beitu ódýrrar merkjavöru úr farangri annarra. Þegar rætt er við stjórnanda síðunnar hafnar hann því að um fals sé að ræða. „Nei, þetta er ekki svik. Við seljum á þessu verði vegna þess að vöruhúsin okkar eru yfirfull,“ fullyrðir hann.

Hjá Isavia fékk Heimildin þær upplýsingar að þetta sé í annað skiptið sem umrædd svikasíða fari í loftið, en fyrst gerðist að í nóvember síðastliðnum.

Isavia geti lítið gert í málinu þar sem fjölda tilkynninga þurfi til Facebook til þess að svikasíðan sé tekin niður.

Farangur sem skilinn er eftir á Keflavíkurflugvelli er ekki seldur. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, lýsir því í samtali við Heimildina hversu erfiðlega gengur að fá Facbook til þess að bregðast við svikasíðum. Hann segir fólk hafa verið í sambandi við Keflavíkurflugvöll um töskusöluna.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Textinn á þessari falstilkynningu er svo arfalélegur, að hver a.m.k. Íslendingur hlýtur að sjá í gegn um prettinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
4
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
6
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár