Forsvarsmenn sveitarfélagsins Ölfuss komu á fund Eggerts Þórs Kristóferssonar, forstjóra landeldisfyrirtækisins First Water, eftir að hann sendi sveitarfélaginu gagnrýnið bréf um fyrirhugaða mölunarverksmiðju Heidelberg og lýstu yfir mikilli óánægju sinni með skrif hans.
First Water hefur síðastliðin ár unnið að uppbyggingu á landeldisstöð í Ölfusi þar sem ræktaður verður eldislax. Framkvæmdin kostar um 115 milljarða króna og er stærsta fjárfesting einkaaðila í sveitarfélaginu í sögunni og stærsta einkaframkvæmd sem ráðist hefur verið í hér á landi.
Landeldisfyrirtækið er ekki hrifið af verksmiðjunni sem Heidelberg vill reisa í túnfætinum á Þorlákshöfn og lýsti Eggert Þór þeirri skoðun í bréfinu. „Þar sem við erum að byggja upp hágæða matvælaframleiðslu á Laxabraut þá teljum við óásættanlegt að í sömu götu standi til að …
https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/alit-skipulagsstofnunar-111/nr/1282#amum
Álit um umhverfismat framkvæmdar ", sjá að Skipulagsstofnun fer yfir athugasemdirnar, ber þær undir HeidelbergCement, sem gerir lítið úr alvarleika athugasemdanna og það lætur Skipulagsstofnun nægja og gefur samþykki sitt fyrir að Ölfus klári skipulagsvinnu við verkefnið til að HeidelbergCement geti klárað undirbúninginn og hafið starfsemi. Þetta eru óvönduð vinnubrögð hjá Skipulagsstofnun og nauðsynlegt að óháðir aðilar meti gögn sem gagnrýndu skýrzluna.
https://www.skipulag.is/media/attachments/Umhverfismat/2259/%C3%81lit%20um%20m%C3%B6lunarverksmi%C3%B0ju%20%C3%9Eorl%C3%A1ksh%C3%B6fn.pdf