Konráð S. Guðjónsson verið hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar og ber titilinn efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Konráð hafði verið aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur frá því í nóvember 2023. Hann er hagfræðingur en hann hefur starfað sem aðalhagfræðingur Arion banka og aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs meðal annars.
Aðrir aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar eru þær Dagný Jónsdóttir og Anna Lísa Björnsdótitr.
Aðstoðarmaður ríkisstjórnar verður aðstoðarmaður Bjarna
Aðrar breytingar á aðstoðarmönnum eru þær að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur ráðið Áslaugu Maríu Friðriksdóttur sem aðstoðarmann sinn.
Áslaug María hafði verið einn þriggja aðstoðarmanna ríkisstjórnarinnar frá því síðasta haust. Hún er sálfræðingur að mennt og fyrrverandi borgafulltrúi og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún mun sinna því starfi ásamt Hersi Aroni Ólafssyni sem hefur verið aðstoðarmaður Bjarna allt frá árinu 2020.
Athugasemdir (1)