Við sitjum saman í vinnunni, þrjátíu og tveggja ára karlmaður og fimmtíu og eins árs kona, og veltum vöngum yfir Skoðanabræðrum: hlaðvarpsspjalli Snorra og Bergþórs Mássonar við Patrik Atlason – öðru nafni: Prettyboitjokko. Spjallið hefur þegar ratað í fjölmiðla vegna vangaveltna þeirra um karlmennsku! – á þann hátt að hún hljómar eitruð.
Patrik sagði meðal annars: „Ég og konan mín, við sjáum framtíðina svolítið … auðvitað þarf hún að hafa sinn tilgang og eitthvað en ég er the go getter.“
Þá sagði Snorri: „Ég hugsa líka. Allir karlar, óháð því. Auðvitað eru bæði kynin frábær í alls konar störfum og mjög góð í alls konar drasli. En allir karlar myndu vilja geta haldið uppi heimili sínu án þess að konan þyrfti að vinna, að sjálfsögðu myndu þeir vilja það.“
Ætlunin var að skrifa grein og ýmsar tilgátur kviknuðu um hvað í menningunni fengi karlmenn til að tala á þessa leið. …
Athugasemdir (2)