Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla

Po­púl­ist­ar karl­mennsk­unn­ar njóta sí­vax­andi vin­sælda. Í spjalli Skoð­ana­bræðra við Pat­rik Atla­son virt­ist ljóst að kon­ur eigi að til­heyra hlut­verki hefð­bund­inn­ar hús­móð­ur á með­an að karl­inn sér fyr­ir tekj­um heim­il­is­ins. Ung­ir karl­menn eru stöð­ugt áreitt­ir af al­gór­yþm­um sam­fé­lags­miðla með pre­dik­ur­um goð­sagna­kenndr­ar karl­mennsku, enda­lausu klámi og óraun­hæf­um mark­mið­um sem grafa und­an sjálfs­vit­und þeirra.

Popúlísk aðferð til að ná eyrum óöruggra karla

Við sitjum saman í vinnunni, þrjátíu og tveggja ára karlmaður og fimmtíu og eins árs kona, og veltum vöngum yfir Skoðanabræðrum: hlaðvarpsspjalli Snorra og Bergþórs Mássonar við Patrik Atlason – öðru nafni: Prettyboitjokko. Spjallið hefur þegar ratað í fjölmiðla vegna vangaveltna þeirra um karlmennsku! – á þann hátt að hún hljómar eitruð. 

Patrik sagði meðal annars: „Ég og konan mín, við sjáum framtíðina svolítið … auðvitað þarf hún að hafa sinn tilgang og eitthvað en ég er the go getter.“

Þá sagði Snorri: „Ég hugsa líka. Allir karlar, óháð því. Auðvitað eru bæði kynin frábær í alls konar störfum og mjög góð í alls konar drasli. En allir karlar myndu vilja geta haldið uppi heimili sínu án þess að konan þyrfti að vinna, að sjálfsögðu myndu þeir vilja það.“

Ætlunin var að skrifa grein og ýmsar tilgátur kviknuðu um hvað í menningunni fengi karlmenn til að tala á þessa leið. …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Hvað sem öðru líður er ljóst, að þessir tilvitnuðu kumpánar eru ákaflega illa máli farnir.
    0
  • Þórdís Þórðardóttir skrifaði
    það er erfitt að átta sig á kjarnanum í þessari grein, annarsvegar bakslag í kynjajafnréttismálum og svo endalaust bull um leyfilega karlmennsku. Það hefði þurft skýringatexta fyrir femma á áttræðisaldri til að kona skilji hvað er á ferðinni. Þykist samt vera nokkuð vel að mér um málefnið en miðillinn er mér greinilega framandi.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár