„Ég tel mjög mikilvægt, ekki síst eftir umfjöllun ykkar hjá Heimildinni, að velferðarráð Akureyrarbæjar hafi ákveðið að láta gera óháða úttekt á verkferlum Akureyrarbæjar í tengslum við ráðstafanir til að draga úr nauðung í þjónustu við fatlað fólk í samræmi við lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk og að í kjölfarið verði gerðar viðeigandi tillögur að úrbótum,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri.
Nauðung og þvingun þegar kemur að málefnum fatlaðs fólks var til umræðu á fundi velferðarnefndar Akureyrarbæjar þann 8. maí. Þar fól nefndin sviðsstjóra, Guðrúnu Sigurðardóttur, að gera umrædda útttekt og „að í kjölfarið verði gerðar viðeigandi tillögur að úrbótum.“
Heimildin greindi í aprílbyrjun frá því að Sveinn Bjarnason hafi búið í læstri íbúð á vegum Akureyrarbæjar í fimmtán ár. Móðir hans gerði endurteknar athugasemdir við að hann væri læstur inni en Sveinn er með mikla …
Athugasemdir