Umdeilt útlendingafrumvarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra verður tekið fyrir á Alþingi í dag. Verði það samþykkt verða skilyrði til fjölskyldusameininga m.a. þrengd verulega. Í gær skilaði meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar áliti um frumvarpið og lagði til nokkrar breytingartillögur.
Ein þeirra snýr að fjölskyldusameiningunum. Sem stendur getur dvalarleyfishafi hér á landi sótt um slíka sameiningu en ef frumvarp Guðrúnar nær fram að ganga þarf flóttamaður að hafa fengið endurnýjað dvalarleyfi, sem hann myndi þá geta fengið tveimur árum eftir að fyrsta dvalarleyfið var gefið út. Ef lög sem þessi hefðu verið í gildi þegar palestínskir flóttamenn hér á landi fóru að sækja um fjölskyldusameiningar í kringum upphaf stríðsins á Gaza-svæðinu, hefðu margir þeirra ekki hlotið sameiningar þar sem stór hluti hafði dvalið hér skemur en í tvö ár. Frumvarp Guðrúnar myndi þó heimila undanþágu frá reglunni um endurnýjun dvalarleyfis ef „ríkar sanngirnisástæður mæla …
Athugasemdir (1)