Stjórn Lögreglustjórafélags Íslands (LÍ) taldi líklegt að Haraldur Johannessen, þáverandi ríkislögreglustjóri, hafa gerst sekur um spillingu og brot í opinberu starfi, með ólögmætum gjafagjörningi sínum til valdra undirmanna haustið 2019.
Þetta kom fram í tölvupósti sem Úlfar Lúðvíksson, þáverandi formaður LÍ, sendi Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra, í nóvember 2019. Tölvupósturinn er meðal gagna sem Heimildin fékk á dögunum aðgang að úr ráðuneytum fjár- og dómsmála.
Þrátt fyrir þessi varnaðarorð og efasemdir um að ríkislögreglustjóri hefði verið í rétti til þess að taka ákvörðun sem áætlað er að kosti ríkissjóð að lágmarki hálfan milljarð króna, ákvað dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, sem metin var á sjötta tug milljóna króna á þávirði.
Ekki löngu eftir undirritun starfslokasamningsins fékk hún afhent álit ráðuneytisstjóra síns, sem sagði samninga Haraldar ekki standast neina skoðun og að ef ríkislögreglustjóri væri enn að störfum, hefði verið nauðsynlegt að kanna hvort Haraldur Johannesen hefði með …
Á Íslandi virðist oft skorta skilning á þessu, ekki síst meðal þeirra sem sitja í ríkisstjórn og jafnframt starfa á alþingi við sjálfa lagagerðina.
Íslenskt samfélag líður oft fyrir þennan alvarlega skort.