Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn

P

recious Felix sem er nýorðinn tvítugur var handtekinn á lögreglustöðinni við Hlemm í gær þegar hann kom þangað til að skrá sig inn; láta vita af sér. Lögregla hafði sagt honum fyrir hálfum mánuði að hann ætti að gera það þrisvar í viku. Þegar hann kom á lögreglustöðina í gær var hann handtekinn og honum tilkynnt að hann yrði sendur úr landi um kvöldið. Hann og nígerísku flóttakonurnar þrjár, þær Blessing, Esther og Mary, eru samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar komin til Lagos í Nígeríu. Vélin sem þau voru í lentu þar í hádeginu í dag að íslenskum tíma.   

„Ég er að reyna að fá einhver svör hér“
Sara Sigurbjörg Guðmundsdóttir
var á skrifstofu Útlendingastofnunar þegar Heimildin náði tali af henni í dag

Precious sem er fæddur og uppalin í Nígeríu hafði sótt um hæli á Íslandi en var synjað um það í byrjun árs. Í febrúar giftist hann Söru Sigurbjörgu Guðmundsdóttur sem er tuttugu og tveggja ára en þau höfðu þá verið kærustupar í tæp tvö ár.  Heimildin hefur fengið að sjá hjúskaparvottorðið og náði tali af Söru þar sem hún var stödd á skrifstofu Útlendingastofnunar í dag. Ég er að reyna að fá einhver svör hér,“ sagði Sara.

Var í ræktinni þegar eiginmaðurinn var handtekinn

Hún segir að þau hafi farið með hjúskaparvottorðið til Útlendingastofnunar í febrúar en að á fundinum í dag hafi starfsmaður stofnunarinnar sagt að í gær hafi verið framfylgt ákvörðun um að synja eiginmanni hennar um hæli, ákvörðun sem hafi verið tekin áður en þau giftu sig. Sara segir að þau hafi, þegar hann var handtekinn, verið að bíða eftir svörum frá stofnuninni hvað varðaði hjúskaparvottorðið. Hún hafi fengið þær upplýsingar áðan að svör við því myndu berast í sumar. 

„Við giftum okkur af því að við elskum hvort annað“
Sara Sigurbjörg Guðmundsdóttir

En Precious er farinn og Sara nær ekki í hann. Ég var í ræktinni í gær í hádeginu og þá hringdi hann í mig í gegnum Facetime og náði bara að segja að hann hefði verið handtekinn og yrði sendur til Nígeríu. Hann bað mig að hafa samband við lögfræðing. Sagði að það væri verið að fara að taka af honum símann. Svo var síminn tekinn af honum og ég fékk ekki að segja bless við hann. Löggan vildi ekkert segja mér í gær.“  

Sara segist hafa flýtt sér á lögreglustöðina eftir að hafa heyrt í Precious. Hún vildi freista þess að fá að hitta hann til að geta kvatt hann  almennilega. Maðurinn sem sat í afgreiðslunni á lögreglustöðinni sagði bara nei.“  

Held ég sé í áfalli“ 

Sara segist ekki skilja af hverju þetta gerðist allt svona hratt. Ég held ég sé í áfalli. Ég á erfitt með að hugsa skýrt,“ segir hún. 

Hún segist strax hafa hringt í lögmannsstofuna Norðdahl, Narfi og Silva og beðið þau um að aðstoða manninn sinn. Samkvæmt upplýsingum þaðan hóf starfsfólk þar strax að reyna að fá leyfi til að Sara gæti kvatt eiginmann sinn. Það hafi verið mikið gengið á eftir lögreglu. Án árangurs.   

Sara og Precious bjuggu saman í Hafnarfirði. Þau voru búin að vera kærustupar í tæp tvö ár  þegar þau giftu sig í febrúar síðastliðnum. Við giftum okkur af því að við elskum hvort annað. Kannski hefðum við beðið lengur með að gifta okkur af því að við erum enn svo ung en við vildum vera saman og ákváðum að gera það strax svo hann fengi að vera hjá mér.“   

Sara segir að Precious hafi komið til Íslands frá Úkraínu í mars árið 2022.  

„Hann var að spila fótbolta þar og var hræddur af því að það var stríð. Þannig að hann flúði þaðan til Íslands.“  

Precious á æfingu í ÚkraínuHann æfði um tíma með liðinu Viktoriya Sumy sem er í annarri deild.

Precious var ekki með úkraínskt ríkisfang og því ekki með sömu stöðu og flest þau sem flúðu þaðan hingað til lands.  

Átti að mæta í vinnu í morgun

Precious var lagerstarfsmaður hjá Jysk í Reykjavík. Í ráðningasamningi kemur fram að hann hafi byrjað að vinna þar í október í fyrra og að ráðningin sé ótímabundin. Sara segir að hann hafi verið ánægður í vinnunni og liðið vel þar. Hann átti að mæta í vinnuna í morgun. Þetta er allt svo skrýtið.  

,,Ég veit ekki hvort hann er í varðhaldi þar eða..., ég bara veit ekkert”
Sara Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Hún segist eiga erfitt með að skilja allt sem kom fram á fundinum með útlendingastofnun í dag. Þetta er ótrúlega flókið. Þau sögðu að hann hefði fengið neitun áður en við giftum okkur og þess vegna væri búið að senda hann úr landi. Við fengum enga viðvörun. Hann var bara handtekinn. Útlendingastofnun veit samt að við erum gift en af því að gögnin um það komu inn eftir að hann fékk synjun segja þau að það hafi ekki verið hægt að breyta því. Það mál verði skoðað og við fáum svör í sumar. En á meðan er hann í Nígeríu. Ég skil þetta ekki.“ 

Sara bíður nú eftir að heyra í Precious sem er kominn til Lagos í Nígeríu. ,,Ég veit samt ekkert hvert var farið með hann þar. Ég veit ekki hvort hann er í varðhaldi þar eða, … Ég bara veit ekkert”.

Leiðrétting:
Precious kom til Íslands í mars árið 2022 en ekki í desember 2021 eins og greint var frá í fréttinni í fyrstu. Sara eiginkona hans fann í kvöld flugmiða Precious frá því hann flúði frá Úkraínu og sendi Heimildinni mynd af honum. Þar má sjá að Precious flaug frá Varsjá í Póllandi til Íslands 3. mars árið 2022. Fréttin hefur því verið uppfærð.

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Munið hvernig Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ?
    Það er svona !
    2
  • Þór Saari skrifaði
    Fasískt stjórnarfar hér á landi er staðreynd. Úff!
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
3
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Erlendu heilbrigðisstarfsfólki fjölgar hratt: „Við getum alls ekki án þeirra verið“
4
ÚttektInnflytjendurnir í framlínunni

Er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki fjölg­ar hratt: „Við get­um alls ekki án þeirra ver­ið“

Fólk sem kem­ur er­lend­is frá til þess að vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu hef­ur margt hvert þurft að færa fórn­ir til þess að kom­ast hing­að. Tvær kon­ur sem Heim­ild­in ræddi við voru að­skild­ar frá börn­un­um sín­um um tíma á með­an þær komu und­ir sig fót­un­um hér. Hóp­ur er­lendra heil­brigð­is­starfs­manna fer stækk­andi og heil­brigðis­kerf­ið get­ur ekki án þeirra ver­ið, að sögn sér­fræð­ings í mannauðs­mál­um.
Tíu mánaða langri lögreglurannsókn á áhöfn Hugins VE lokið
5
FréttirVatnslögnin til Eyja

Tíu mán­aða langri lög­reglu­rann­sókn á áhöfn Hug­ins VE lok­ið

Karl Gauti Hjalta­son, lög­reglu­stjóri í Vest­manna­eyj­um, seg­ir að rann­sókn á því hvort skemmd­ir á vatns­lögn til Vest­manna­eyja megi rekja til refsi­verðs gá­leys­is sé lok­ið. Rann­sókn­in hef­ur stað­ið yf­ir síð­an í nóv­em­ber í fyrra og hef­ur ver­ið lögð fyr­ir ákæru­svið lög­reglu sem mun taka end­an­lega ákvörð­un um það hvort grun­að­ir í mál­inu verði sótt­ir til saka eð­ur ei.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
3
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Indriði Þorláksson
5
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
7
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár