Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn

P

recious Felix sem er nýorðinn tvítugur var handtekinn á lögreglustöðinni við Hlemm í gær þegar hann kom þangað til að skrá sig inn; láta vita af sér. Lögregla hafði sagt honum fyrir hálfum mánuði að hann ætti að gera það þrisvar í viku. Þegar hann kom á lögreglustöðina í gær var hann handtekinn og honum tilkynnt að hann yrði sendur úr landi um kvöldið. Hann og nígerísku flóttakonurnar þrjár, þær Blessing, Esther og Mary, eru samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar komin til Lagos í Nígeríu. Vélin sem þau voru í lentu þar í hádeginu í dag að íslenskum tíma.   

„Ég er að reyna að fá einhver svör hér“
Sara Sigurbjörg Guðmundsdóttir
var á skrifstofu Útlendingastofnunar þegar Heimildin náði tali af henni í dag

Precious sem er fæddur og uppalin í Nígeríu hafði sótt um hæli á Íslandi en var synjað um það í byrjun árs. Í febrúar giftist hann Söru Sigurbjörgu Guðmundsdóttur sem er tuttugu og tveggja ára en þau höfðu þá verið kærustupar í tæp tvö ár.  Heimildin hefur fengið að sjá hjúskaparvottorðið og náði tali af Söru þar sem hún var stödd á skrifstofu Útlendingastofnunar í dag. Ég er að reyna að fá einhver svör hér,“ sagði Sara.

Var í ræktinni þegar eiginmaðurinn var handtekinn

Hún segir að þau hafi farið með hjúskaparvottorðið til Útlendingastofnunar í febrúar en að á fundinum í dag hafi starfsmaður stofnunarinnar sagt að í gær hafi verið framfylgt ákvörðun um að synja eiginmanni hennar um hæli, ákvörðun sem hafi verið tekin áður en þau giftu sig. Sara segir að þau hafi, þegar hann var handtekinn, verið að bíða eftir svörum frá stofnuninni hvað varðaði hjúskaparvottorðið. Hún hafi fengið þær upplýsingar áðan að svör við því myndu berast í sumar. 

„Við giftum okkur af því að við elskum hvort annað“
Sara Sigurbjörg Guðmundsdóttir

En Precious er farinn og Sara nær ekki í hann. Ég var í ræktinni í gær í hádeginu og þá hringdi hann í mig í gegnum Facetime og náði bara að segja að hann hefði verið handtekinn og yrði sendur til Nígeríu. Hann bað mig að hafa samband við lögfræðing. Sagði að það væri verið að fara að taka af honum símann. Svo var síminn tekinn af honum og ég fékk ekki að segja bless við hann. Löggan vildi ekkert segja mér í gær.“  

Sara segist hafa flýtt sér á lögreglustöðina eftir að hafa heyrt í Precious. Hún vildi freista þess að fá að hitta hann til að geta kvatt hann  almennilega. Maðurinn sem sat í afgreiðslunni á lögreglustöðinni sagði bara nei.“  

Held ég sé í áfalli“ 

Sara segist ekki skilja af hverju þetta gerðist allt svona hratt. Ég held ég sé í áfalli. Ég á erfitt með að hugsa skýrt,“ segir hún. 

Hún segist strax hafa hringt í lögmannsstofuna Norðdahl, Narfi og Silva og beðið þau um að aðstoða manninn sinn. Samkvæmt upplýsingum þaðan hóf starfsfólk þar strax að reyna að fá leyfi til að Sara gæti kvatt eiginmann sinn. Það hafi verið mikið gengið á eftir lögreglu. Án árangurs.   

Sara og Precious bjuggu saman í Hafnarfirði. Þau voru búin að vera kærustupar í tæp tvö ár  þegar þau giftu sig í febrúar síðastliðnum. Við giftum okkur af því að við elskum hvort annað. Kannski hefðum við beðið lengur með að gifta okkur af því að við erum enn svo ung en við vildum vera saman og ákváðum að gera það strax svo hann fengi að vera hjá mér.“   

Sara segir að Precious hafi komið til Íslands frá Úkraínu í mars árið 2022.  

„Hann var að spila fótbolta þar og var hræddur af því að það var stríð. Þannig að hann flúði þaðan til Íslands.“  

Precious á æfingu í ÚkraínuHann æfði um tíma með liðinu Viktoriya Sumy sem er í annarri deild.

Precious var ekki með úkraínskt ríkisfang og því ekki með sömu stöðu og flest þau sem flúðu þaðan hingað til lands.  

Átti að mæta í vinnu í morgun

Precious var lagerstarfsmaður hjá Jysk í Reykjavík. Í ráðningasamningi kemur fram að hann hafi byrjað að vinna þar í október í fyrra og að ráðningin sé ótímabundin. Sara segir að hann hafi verið ánægður í vinnunni og liðið vel þar. Hann átti að mæta í vinnuna í morgun. Þetta er allt svo skrýtið.  

,,Ég veit ekki hvort hann er í varðhaldi þar eða..., ég bara veit ekkert”
Sara Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Hún segist eiga erfitt með að skilja allt sem kom fram á fundinum með útlendingastofnun í dag. Þetta er ótrúlega flókið. Þau sögðu að hann hefði fengið neitun áður en við giftum okkur og þess vegna væri búið að senda hann úr landi. Við fengum enga viðvörun. Hann var bara handtekinn. Útlendingastofnun veit samt að við erum gift en af því að gögnin um það komu inn eftir að hann fékk synjun segja þau að það hafi ekki verið hægt að breyta því. Það mál verði skoðað og við fáum svör í sumar. En á meðan er hann í Nígeríu. Ég skil þetta ekki.“ 

Sara bíður nú eftir að heyra í Precious sem er kominn til Lagos í Nígeríu. ,,Ég veit samt ekkert hvert var farið með hann þar. Ég veit ekki hvort hann er í varðhaldi þar eða, … Ég bara veit ekkert”.

Leiðrétting:
Precious kom til Íslands í mars árið 2022 en ekki í desember 2021 eins og greint var frá í fréttinni í fyrstu. Sara eiginkona hans fann í kvöld flugmiða Precious frá því hann flúði frá Úkraínu og sendi Heimildinni mynd af honum. Þar má sjá að Precious flaug frá Varsjá í Póllandi til Íslands 3. mars árið 2022. Fréttin hefur því verið uppfærð.

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Munið hvernig Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ?
    Það er svona !
    2
  • Þór Saari skrifaði
    Fasískt stjórnarfar hér á landi er staðreynd. Úff!
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
5
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár