Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn

P

recious Felix sem er nýorðinn tvítugur var handtekinn á lögreglustöðinni við Hlemm í gær þegar hann kom þangað til að skrá sig inn; láta vita af sér. Lögregla hafði sagt honum fyrir hálfum mánuði að hann ætti að gera það þrisvar í viku. Þegar hann kom á lögreglustöðina í gær var hann handtekinn og honum tilkynnt að hann yrði sendur úr landi um kvöldið. Hann og nígerísku flóttakonurnar þrjár, þær Blessing, Esther og Mary, eru samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar komin til Lagos í Nígeríu. Vélin sem þau voru í lentu þar í hádeginu í dag að íslenskum tíma.   

„Ég er að reyna að fá einhver svör hér“
Sara Sigurbjörg Guðmundsdóttir
var á skrifstofu Útlendingastofnunar þegar Heimildin náði tali af henni í dag

Precious sem er fæddur og uppalin í Nígeríu hafði sótt um hæli á Íslandi en var synjað um það í byrjun árs. Í febrúar giftist hann Söru Sigurbjörgu Guðmundsdóttur sem er tuttugu og tveggja ára en þau höfðu þá verið kærustupar í tæp tvö ár.  Heimildin hefur fengið að sjá hjúskaparvottorðið og náði tali af Söru þar sem hún var stödd á skrifstofu Útlendingastofnunar í dag. Ég er að reyna að fá einhver svör hér,“ sagði Sara.

Var í ræktinni þegar eiginmaðurinn var handtekinn

Hún segir að þau hafi farið með hjúskaparvottorðið til Útlendingastofnunar í febrúar en að á fundinum í dag hafi starfsmaður stofnunarinnar sagt að í gær hafi verið framfylgt ákvörðun um að synja eiginmanni hennar um hæli, ákvörðun sem hafi verið tekin áður en þau giftu sig. Sara segir að þau hafi, þegar hann var handtekinn, verið að bíða eftir svörum frá stofnuninni hvað varðaði hjúskaparvottorðið. Hún hafi fengið þær upplýsingar áðan að svör við því myndu berast í sumar. 

„Við giftum okkur af því að við elskum hvort annað“
Sara Sigurbjörg Guðmundsdóttir

En Precious er farinn og Sara nær ekki í hann. Ég var í ræktinni í gær í hádeginu og þá hringdi hann í mig í gegnum Facetime og náði bara að segja að hann hefði verið handtekinn og yrði sendur til Nígeríu. Hann bað mig að hafa samband við lögfræðing. Sagði að það væri verið að fara að taka af honum símann. Svo var síminn tekinn af honum og ég fékk ekki að segja bless við hann. Löggan vildi ekkert segja mér í gær.“  

Sara segist hafa flýtt sér á lögreglustöðina eftir að hafa heyrt í Precious. Hún vildi freista þess að fá að hitta hann til að geta kvatt hann  almennilega. Maðurinn sem sat í afgreiðslunni á lögreglustöðinni sagði bara nei.“  

Held ég sé í áfalli“ 

Sara segist ekki skilja af hverju þetta gerðist allt svona hratt. Ég held ég sé í áfalli. Ég á erfitt með að hugsa skýrt,“ segir hún. 

Hún segist strax hafa hringt í lögmannsstofuna Norðdahl, Narfi og Silva og beðið þau um að aðstoða manninn sinn. Samkvæmt upplýsingum þaðan hóf starfsfólk þar strax að reyna að fá leyfi til að Sara gæti kvatt eiginmann sinn. Það hafi verið mikið gengið á eftir lögreglu. Án árangurs.   

Sara og Precious bjuggu saman í Hafnarfirði. Þau voru búin að vera kærustupar í tæp tvö ár  þegar þau giftu sig í febrúar síðastliðnum. Við giftum okkur af því að við elskum hvort annað. Kannski hefðum við beðið lengur með að gifta okkur af því að við erum enn svo ung en við vildum vera saman og ákváðum að gera það strax svo hann fengi að vera hjá mér.“   

Sara segir að Precious hafi komið til Íslands frá Úkraínu í mars árið 2022.  

„Hann var að spila fótbolta þar og var hræddur af því að það var stríð. Þannig að hann flúði þaðan til Íslands.“  

Precious á æfingu í ÚkraínuHann æfði um tíma með liðinu Viktoriya Sumy sem er í annarri deild.

Precious var ekki með úkraínskt ríkisfang og því ekki með sömu stöðu og flest þau sem flúðu þaðan hingað til lands.  

Átti að mæta í vinnu í morgun

Precious var lagerstarfsmaður hjá Jysk í Reykjavík. Í ráðningasamningi kemur fram að hann hafi byrjað að vinna þar í október í fyrra og að ráðningin sé ótímabundin. Sara segir að hann hafi verið ánægður í vinnunni og liðið vel þar. Hann átti að mæta í vinnuna í morgun. Þetta er allt svo skrýtið.  

,,Ég veit ekki hvort hann er í varðhaldi þar eða..., ég bara veit ekkert”
Sara Sigurbjörg Guðmundsdóttir

Hún segist eiga erfitt með að skilja allt sem kom fram á fundinum með útlendingastofnun í dag. Þetta er ótrúlega flókið. Þau sögðu að hann hefði fengið neitun áður en við giftum okkur og þess vegna væri búið að senda hann úr landi. Við fengum enga viðvörun. Hann var bara handtekinn. Útlendingastofnun veit samt að við erum gift en af því að gögnin um það komu inn eftir að hann fékk synjun segja þau að það hafi ekki verið hægt að breyta því. Það mál verði skoðað og við fáum svör í sumar. En á meðan er hann í Nígeríu. Ég skil þetta ekki.“ 

Sara bíður nú eftir að heyra í Precious sem er kominn til Lagos í Nígeríu. ,,Ég veit samt ekkert hvert var farið með hann þar. Ég veit ekki hvort hann er í varðhaldi þar eða, … Ég bara veit ekkert”.

Leiðrétting:
Precious kom til Íslands í mars árið 2022 en ekki í desember 2021 eins og greint var frá í fréttinni í fyrstu. Sara eiginkona hans fann í kvöld flugmiða Precious frá því hann flúði frá Úkraínu og sendi Heimildinni mynd af honum. Þar má sjá að Precious flaug frá Varsjá í Póllandi til Íslands 3. mars árið 2022. Fréttin hefur því verið uppfærð.

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Munið hvernig Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ?
    Það er svona !
    2
  • Þór Saari skrifaði
    Fasískt stjórnarfar hér á landi er staðreynd. Úff!
    6
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
4
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
6
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár