Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Á hraða snigilsins

Hæga­gang­ur og um­ferð­ar­taf­ir kosta Dani ár­lega fjár­muni sem svara til 620 millj­arða ís­lenskra króna. Um­ferð­in á veg­um lands­ins hef­ur nær þre­fald­ast á til­tölu­lega fá­um ár­um og út­lit fyr­ir að hún auk­ist enn frek­ar á næstu ár­um. Vega­kerf­ið ræð­ur ekki við aukn­ing­una.

Margir kannast við lagið um manninn sem situr í búri úr gleri og stáli, bíður á rauðu ljósi og hlustar á útvarpið. Enn fleiri geta samsamað sig manninum sem segir söguna meðan regnið fellur á rúðuna og þótt lagið sé íslenskt er lýsingin á aðstæðunum síður en svo séríslensk.

Fyrir skömmu birti danska vegamálastjórnin tölulegt yfirlit um bílaumferðina í Danmörku á árinu 2022 en tölur síðasta árs liggja enn ekki fyrir, nema að takmörkuðu leyti.

Í Danmörku eru 2,8 milljónir bíla, um það bil 475 bílar á hverja 1 þúsund íbúa. Þetta er minna en í mörgum öðrum löndum Evrópu. Ástæðurnar eru meðal annars þær að bílar eru dýrir vegna skattlagningar og sömuleiðis eru bifreiðagjöld há og eldsneyti dýrt. Almenningssamgöngur voru lengi betri en í mörgum öðrum löndum og sömuleiðis eru hjólreiðar útbreiddar í Danmörku. Tæplega 70 prósent Dana eiga reiðhjól og þótt það hlutfall sé hátt fækkar reiðhjólaeigendum í landinu. Líklega helst það í hendur við aukna bílaeign en á 35 árum hefur bílum í landinu fjölgað um 38 prósent, sem er langt umfram fjölgun íbúa á sama tímabili. 

Uppbygging vegakerfisins hefur ekki haldið í við fjölgun ökutækja

Dönsk stjórnvöld hafa um árabil haft á stefnuskrá sinni að draga úr bílaumferð í landinu. Meðal annars með því að takmarka umferð í bæjum og borgum, fækka bílastæðum og fjölga gjaldskyldum stæðum. Og auka hlut járnbrautalesta í fólks- og vöruflutningum á landi. Ástæða þessarar stefnu stjórnvalda er fyrst og fremst vilji til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem verður sífellt meira vandamál.

„Í Danmörku eru 2,8 milljónir bíla, um það bil 475 bílar á hverja 1 þúsund íbúa. Þetta er minna en í mörgum öðrum löndum Evrópu.“

Það er ekki bara útblásturinn úr bílunum sem mengar, rykmengunin frá malbikinu, dekkjaslit og hávaði. Þetta síðastnefnda er vaxandi vandamál og má sem dæmi nefna að meira en 65 prósent íbúa Kaupmannahafnar telja sig búa við hávaðamengun frá umferð.  

Margir ferðast langar vegalengdir til vinnu

Í stærstu borgum og bæjum Danmerkur hefur húsnæðisverð farið mjög hækkandi á undanförnum árum og mest er hækkunin í höfuðborginni, Kaupmannahöfn. Þar hefur húsnæðisverð rokið upp og afleiðingarnar eru meðal annars þær að ungt fólk leitar í síauknum mæli til nágrannasveitarfélaga þótt það sæki vinnu í höfuðborginni.

Samkvæmt upplýsingum dönsku vegamálastjórnarinnar þurfa fleiri en 800 þúsund Dana á vinnumarkaði að ferðast meira en 20 kílómetra til að komast í vinnuna og margir úr þeim hópi reyndar miklu lengra.

Barnafjölskyldur eru bíleigendur

Níu af hverjum tíu barnafjölskyldum eiga bíl, það er talsvert hærra hlutfall en hjá öðrum þjóðfélagshópum og þetta hlutfall hefur hækkað á síðustu árum. Samkvæmt rannsókn félags danskra bifreiðaeigenda, FDM, eru ástæðurnar áðurnefnd fjarlægð frá vinnustað og lakari almenningssamgöngur í minni bæjum og dreifbýlinu. Lausnin er bíll.

Þótt stjórnmálamenn tali oft og mikið um að draga úr umferð hefur það litlu skilað. Rekstur fyrirtækja sem sinna almenningssamgöngum hefur átt á brattann að sækja, ekki síst vegna skorts á fjármagni til endurnýjunar og viðhalds, og það þýðir einfaldlega lakari þjónustu og það að einkabíllinn sækir á. Tregða stjórnvalda til að verja nægilegum fjármunum til uppbyggingar vegakerfisins hefur orðið til að lítið gerist í að bæta stóru umferðargöturnar, sem Danir kalla motorveje. Þegar landsmenn flykkjast svo út á göturnar á leið til eða frá vinnu anna göturnar ekki umferðinni og í stað þess að bruna á eðlilegum hraða breytist umferðin í eins konar sniglalest, eins og eitt dagblaðanna komst nýlega að orði í umfjöllun um þessi mál.

32 milljarðar vegna hægagangs í umferðinni

Tíminn er peningar er stundum haft á orði, ekki síst þegar eitthvað gengur hægar en ráð er fyrir gert. Þetta með hægaganginn á sannarlega við um umferðina víða í Danmörku , einkum á hinum svonefndu „álagstímum“ á morgnana og síðdegis.

Í yfirliti dönsku vegamálastjórnarinnar kemur fram að á síðasta ári óku Danir um 600 milljónum kílómetra meira á vegum landsins en árið áður og allt bendi til áframhaldandi aukningar.

Tafirnar í umferðinni kosta peninga og það enga smáauraVegamálastjórnin hefur reiknað út hvað tafirnar kosta. Það var gert með því að bera saman tímann sem tekur að aka tilteknar vegalengdir án tafa og svo á „sniglahraðanum“. Þetta hefur svo verið margfaldað með fjölda bíla sem um göturnar aka ásamt töpuðum vinnutíma og töpuðum frítíma og svo allt yfirfært í peninga vegna tafanna. Og útkoman er ekki smáaurar, heilir 32 milljarðar danskra króna (620 milljarðar íslenskir) á einu ári. Sérfræðingur vegamálastjórnarinnar sagði, í viðtali við danska útvarpið, DR, að þeim sem unnu að verkefninu hefði blöskrað þessi upphæð og farið margsinnis yfir útkomuna til að fullvissa sig um að rétt væri reiknað. Hann sagði jafnframt að ekki væri bjartara fram undan í þessum málum. „Það tapa allir á töfunum nema eldsneytissalarnir,“ sagði sérfræðingurinn.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár