Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Á hraða snigilsins

Hæga­gang­ur og um­ferð­ar­taf­ir kosta Dani ár­lega fjár­muni sem svara til 620 millj­arða ís­lenskra króna. Um­ferð­in á veg­um lands­ins hef­ur nær þre­fald­ast á til­tölu­lega fá­um ár­um og út­lit fyr­ir að hún auk­ist enn frek­ar á næstu ár­um. Vega­kerf­ið ræð­ur ekki við aukn­ing­una.

Margir kannast við lagið um manninn sem situr í búri úr gleri og stáli, bíður á rauðu ljósi og hlustar á útvarpið. Enn fleiri geta samsamað sig manninum sem segir söguna meðan regnið fellur á rúðuna og þótt lagið sé íslenskt er lýsingin á aðstæðunum síður en svo séríslensk.

Fyrir skömmu birti danska vegamálastjórnin tölulegt yfirlit um bílaumferðina í Danmörku á árinu 2022 en tölur síðasta árs liggja enn ekki fyrir, nema að takmörkuðu leyti.

Í Danmörku eru 2,8 milljónir bíla, um það bil 475 bílar á hverja 1 þúsund íbúa. Þetta er minna en í mörgum öðrum löndum Evrópu. Ástæðurnar eru meðal annars þær að bílar eru dýrir vegna skattlagningar og sömuleiðis eru bifreiðagjöld há og eldsneyti dýrt. Almenningssamgöngur voru lengi betri en í mörgum öðrum löndum og sömuleiðis eru hjólreiðar útbreiddar í Danmörku. Tæplega 70 prósent Dana eiga reiðhjól og þótt það hlutfall sé hátt fækkar reiðhjólaeigendum í landinu. Líklega helst það í hendur við aukna bílaeign en á 35 árum hefur bílum í landinu fjölgað um 38 prósent, sem er langt umfram fjölgun íbúa á sama tímabili. 

Uppbygging vegakerfisins hefur ekki haldið í við fjölgun ökutækja

Dönsk stjórnvöld hafa um árabil haft á stefnuskrá sinni að draga úr bílaumferð í landinu. Meðal annars með því að takmarka umferð í bæjum og borgum, fækka bílastæðum og fjölga gjaldskyldum stæðum. Og auka hlut járnbrautalesta í fólks- og vöruflutningum á landi. Ástæða þessarar stefnu stjórnvalda er fyrst og fremst vilji til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem verður sífellt meira vandamál.

„Í Danmörku eru 2,8 milljónir bíla, um það bil 475 bílar á hverja 1 þúsund íbúa. Þetta er minna en í mörgum öðrum löndum Evrópu.“

Það er ekki bara útblásturinn úr bílunum sem mengar, rykmengunin frá malbikinu, dekkjaslit og hávaði. Þetta síðastnefnda er vaxandi vandamál og má sem dæmi nefna að meira en 65 prósent íbúa Kaupmannahafnar telja sig búa við hávaðamengun frá umferð.  

Margir ferðast langar vegalengdir til vinnu

Í stærstu borgum og bæjum Danmerkur hefur húsnæðisverð farið mjög hækkandi á undanförnum árum og mest er hækkunin í höfuðborginni, Kaupmannahöfn. Þar hefur húsnæðisverð rokið upp og afleiðingarnar eru meðal annars þær að ungt fólk leitar í síauknum mæli til nágrannasveitarfélaga þótt það sæki vinnu í höfuðborginni.

Samkvæmt upplýsingum dönsku vegamálastjórnarinnar þurfa fleiri en 800 þúsund Dana á vinnumarkaði að ferðast meira en 20 kílómetra til að komast í vinnuna og margir úr þeim hópi reyndar miklu lengra.

Barnafjölskyldur eru bíleigendur

Níu af hverjum tíu barnafjölskyldum eiga bíl, það er talsvert hærra hlutfall en hjá öðrum þjóðfélagshópum og þetta hlutfall hefur hækkað á síðustu árum. Samkvæmt rannsókn félags danskra bifreiðaeigenda, FDM, eru ástæðurnar áðurnefnd fjarlægð frá vinnustað og lakari almenningssamgöngur í minni bæjum og dreifbýlinu. Lausnin er bíll.

Þótt stjórnmálamenn tali oft og mikið um að draga úr umferð hefur það litlu skilað. Rekstur fyrirtækja sem sinna almenningssamgöngum hefur átt á brattann að sækja, ekki síst vegna skorts á fjármagni til endurnýjunar og viðhalds, og það þýðir einfaldlega lakari þjónustu og það að einkabíllinn sækir á. Tregða stjórnvalda til að verja nægilegum fjármunum til uppbyggingar vegakerfisins hefur orðið til að lítið gerist í að bæta stóru umferðargöturnar, sem Danir kalla motorveje. Þegar landsmenn flykkjast svo út á göturnar á leið til eða frá vinnu anna göturnar ekki umferðinni og í stað þess að bruna á eðlilegum hraða breytist umferðin í eins konar sniglalest, eins og eitt dagblaðanna komst nýlega að orði í umfjöllun um þessi mál.

32 milljarðar vegna hægagangs í umferðinni

Tíminn er peningar er stundum haft á orði, ekki síst þegar eitthvað gengur hægar en ráð er fyrir gert. Þetta með hægaganginn á sannarlega við um umferðina víða í Danmörku , einkum á hinum svonefndu „álagstímum“ á morgnana og síðdegis.

Í yfirliti dönsku vegamálastjórnarinnar kemur fram að á síðasta ári óku Danir um 600 milljónum kílómetra meira á vegum landsins en árið áður og allt bendi til áframhaldandi aukningar.

Tafirnar í umferðinni kosta peninga og það enga smáauraVegamálastjórnin hefur reiknað út hvað tafirnar kosta. Það var gert með því að bera saman tímann sem tekur að aka tilteknar vegalengdir án tafa og svo á „sniglahraðanum“. Þetta hefur svo verið margfaldað með fjölda bíla sem um göturnar aka ásamt töpuðum vinnutíma og töpuðum frítíma og svo allt yfirfært í peninga vegna tafanna. Og útkoman er ekki smáaurar, heilir 32 milljarðar danskra króna (620 milljarðar íslenskir) á einu ári. Sérfræðingur vegamálastjórnarinnar sagði, í viðtali við danska útvarpið, DR, að þeim sem unnu að verkefninu hefði blöskrað þessi upphæð og farið margsinnis yfir útkomuna til að fullvissa sig um að rétt væri reiknað. Hann sagði jafnframt að ekki væri bjartara fram undan í þessum málum. „Það tapa allir á töfunum nema eldsneytissalarnir,“ sagði sérfræðingurinn.

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár