Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
Fjöldahandtökur í Columbia háskóla Lögreglumenn klæddir óeirðabúnaði handtóku tugi nemenda sem höfðu tekið yfir eina háskólabygginguna. Mynd: AFP

Hópur um 300 bandarískra nemenda hélt mótmæli á skólalóð háskóla síns og kröfðust þess að endir yrði bundinn á ógeðfellt árásarstríð. Þungvopnuð fylking þjóðvarðliða var kölluð út til að leysa upp mótmælin, enda voru nemendurnir sekir um óbandaríska hegðun, skemmdarverk og að trufla gang menntastofnunarinnar að mati ríkisstjórans Jim Rhodes. Táragasi var beint að nemendum sem fleygðu steinum til baka. Þegar ekki tókst að leysa mótmælin upp hófu þjóðvarðliðarnir skipulagt að hörfa, en í töluverðri fjarlægð frá mótmælendum snéru þeir sér skyndilega við sem ein fylking, munduðu skotvopn sín og miðuðu þeim á nemendurna.

Einhverjir nemendurnir hlógu þar sem þeir trúðu því ekki að hermenn myndu skjóta á sig vegna mótmæla, slíkt væri jú yfirgengileg aðför að þeirra lýðræðislega rétti til tjáningar. Það gæti einfaldlega ekki gerst. Alls 67 byssuskotum síðar, kúlnahríð sem stóð yfir í 13 sekúndur, lágu fjórir nemendur látnir á skólalóðinni. Níu aðrir voru særðir og einn …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Árásir á Gaza

Þrír feður. Gjörólíkur veruleiki
ÚttektÞau sem flúðu Gaza

Þrír feð­ur. Gjör­ólík­ur veru­leiki

Þrír feð­ur frá sama landi standa á Aust­ur­velli. Einn þeirra get­ur ómögu­lega hætt að brosa. Fjöl­skylda hans er kom­in hing­að til lands. Ann­ar er brúna­þung­ur og orð um hryll­ing­inn sem fjöl­skylda hans, sem enn er víðs fjarri, hef­ur geng­ið í gegn­um flæða úr munni hans. Sá þriðji virð­ist al­gjör­lega dof­inn en reyn­ir að tjá harm sinn. Öll hans fjöl­skylda er lát­in.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár