Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kolbeinn ákærður fyrir að hafa strokið kynfæri barns

Fyrr­ver­andi lands­liðs­mað­ur í knatt­spyrnu var í janú­ar ákærð­ur fyr­ir nauðg­un og kyn­ferð­is­brot gegn barni sem átti sér stað fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um síð­an. Heim­ild­in hef­ur ákær­una und­ir hönd­um.

Kolbeinn ákærður fyrir að hafa strokið kynfæri barns
Landsliðsmaður Kolbeinn Sigþórsson var hluti af gullaldarliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Mynd: EPA

Kolbeinn Sigþórsson, fyrrverandi landsliðsmaður og atvinnumaður í knattspyrnu, er ákærður fyrir að hafa dregið niður nærbuxurnar á barni og strokið kynfæri þess „fram og til baka mörgum sinnum.“ Hið meinta brot átti sér stað sunnudaginn 26. júlí 2022, eða fyrir tæpum tveimur árum síðan.

Kolbeinn er ákærður fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni fyrir að hafa með ólögmætri nauðung haft það sem kallað er „önnur kynferðismök“ við stúlkuna. Hann hafi nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni við brotið en aldur hennar hefur verið afmáður úr ákæru sem Heimildin hefur undir höndum. 

Í ákærunni kemur fram að Kolbeinn sé grunaður um brot gegn 194. og 202. grein almennra hegningarlaga. Fyrri greinin segir að hver sem hefur „samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum.“ Sú síðari segir að hver sem hefur „samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en [15 ára], skal sæta fangelsi [ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum].“

Móðir þolandans krefst þriggja milljóna króna miskabóta fyrir hönd dóttur sinnar. Ákæran var gefin út 11. janúar síðastliðinn.

Ákæran í málinuEmbætti héraðssaksóknara gaf út ákæru í málinu í janúar. Ekki er hægt að sjá aldur barnsins en ljóst er að það var undir 15 ára aldri þegar hið meinta brot átti sér stað.
Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár