Hlaup eru góð þjálfun, svo sem fyrir hjarta, blóðrás, úthald og öndun. Einnig eru þau góð fyrir stoðkerfið og vöðvana. Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari segir að það sem hins vegar skorti í hlaupaþjálfun er að gera aðrar æfingar til þess að vega upp á móti hvað hlaupin eru einhæf.
„Hlaupin eru í raun einhæf þar sem þú ert bara að taka skrefið frá vinstri yfir á hægri og hægri yfir á vinstri. Það vantar því mikið upp á að þjálfa önnur kerfi eins og samhæfingu og stjórnun á alls konar hreyfingum öðrum,“ segir Gauti.
Hann bendir á að heilinn þarfnist líka þjálfunar. „Við vitum að vinstra heilahvel stjórnar hægri hlið líkamans og hægra heilahvelið þeirri vinstri. Þess vegna er mikilvægt að gera æfingar til þess að þjálfa bæði heilahvelin og einnig að tengja saman þessi heilahvel með ýmsum færnisæfingum. Einnig þarf að þjálfa skilningarvitin eins og augu sem eru lykilþáttur þegar …
Athugasemdir