Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Brosir gegnum sárin

Andrea Kol­beins­dótt­ir, marg­fald­ur Ís­lands­meist­ari í hlaup­um, ger­ir hlé á lækn­is­fræði til að reyna að verða at­vinnu­hlaup­ari. Hún deil­ir lær­dómi sín­um eft­ir hindr­an­ir og sigra síð­ustu ára. Fjöl­skyldu­með­lim­ir hafa áhyggj­ur af hlaup­un­um, en sjálf ætl­ar hún að læra meira á manns­lík­amann til að bæta sig og hjálpa öðr­um. Hlaup­in snú­ast um sig­ur hug­ans og stund­um bros­ir hún til að plata heil­ann.

Brosir gegnum sárin

Andrea Kolbeinsdóttir var í sjöunda bekk þegar tennisþjálfarinn hennar tók eftir nokkru sérstöku sem átti eftir að breyta stefnu lífs hennar. Þjálfarinn hafði ákveðið að láta nemendurna taka þátt í fimm kílómetra hlaupi. Andrea hljóp svo hratt að þjálfarinn ráðlagði henni að hefja æfingar í frjálsum íþróttum. Mörgum árum síðar, nánar tiltekið í fyrra, sló hún Íslandsmetið í 5 kílómetra hlaupi kvenna innanhúss, aðeins þremur klukkustundum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í skíðagöngu í jafnlangri vegalengd. Og nú síðast á sumardaginn fyrsta varð hún Íslandsmeistari enn aftur í 5 kílómetra götuhlaupi.

Andrea fæddist árið 1999 í Boston í Bandaríkjunum þar sem foreldrar hennar voru við nám. Hún var hálfs árs þegar fjölskyldan flutti til Noregs og hefur hún búið í Reykjavík síðan 2004 þegar fjölskyldan flutti heim, nánar tiltekið í Árbæ.

Á barnæsku- og unglingsárum sínum sagðist Andrea gjarnan ætla að verða barnalæknir, eins og faðir sinn. …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaupablaðið 2024

„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár