Andrea Kolbeinsdóttir var í sjöunda bekk þegar tennisþjálfarinn hennar tók eftir nokkru sérstöku sem átti eftir að breyta stefnu lífs hennar. Þjálfarinn hafði ákveðið að láta nemendurna taka þátt í fimm kílómetra hlaupi. Andrea hljóp svo hratt að þjálfarinn ráðlagði henni að hefja æfingar í frjálsum íþróttum. Mörgum árum síðar, nánar tiltekið í fyrra, sló hún Íslandsmetið í 5 kílómetra hlaupi kvenna innanhúss, aðeins þremur klukkustundum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í skíðagöngu í jafnlangri vegalengd. Og nú síðast á sumardaginn fyrsta varð hún Íslandsmeistari enn aftur í 5 kílómetra götuhlaupi.
Andrea fæddist árið 1999 í Boston í Bandaríkjunum þar sem foreldrar hennar voru við nám. Hún var hálfs árs þegar fjölskyldan flutti til Noregs og hefur hún búið í Reykjavík síðan 2004 þegar fjölskyldan flutti heim, nánar tiltekið í Árbæ.
Á barnæsku- og unglingsárum sínum sagðist Andrea gjarnan ætla að verða barnalæknir, eins og faðir sinn. …
Athugasemdir