Hungursneyðin í Úkraínu, eða „holodomor“, skall yfir Úkraínu á árunum upp úr 1930 þegar ríkisstjórn harðstjórans Stalíns einsetti sér að umbylta landbúnaðarkerfinu með því að allt bændafólk yrði að búa á samyrkjubúum og var þetta hugsað sem undirbúningur fyrir snögga iðnvæðingu.
Sovésk yfirvöld gengu fram af algjörum ruddaskap og skeytingarleysi og er ekki ofsagt að hungursneyðin varð mun verri og dýpri en ella vegna þess að Stalín vildi refsa Úkraínumönnum fyrir sjálfstæðistilburði.
Samkvæmt skipun Stalíns
Stuðningsmenn rússneskra yfirvalda halda því gjarnan fram að sögurnar um hungursneyðina hafi verið mjög ýktar. Svo var ekki, því miður. Enda eru til vitnisburðir margra sjónarvotta og þar á meðal frásögn Úkraínumannsins Viktor Kravténkos, sem var þá metorðamaður í kommúnistaflokknum sem átti að fara um sveitaþorpin og passa upp á að allt færi fram samkvæmt skipunum Stalíns.
Og jú, Kravténko komst að því að svo var einmitt.
Það sem við blasti í sveitaþorpunum var …
Athugasemdir