Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Á kóngurinn að borga málninguna?

Á danski kóng­ur­inn að ákveða hvenær eigi að mála vegg­ina í höll­inni og hvort skipta þurfi um vask í eld­hús­inu? Og borga? Þess­ar spurn­ing­ar og marg­ar fleiri varð­andi fjár­mál fjöl­skyld­unn­ar á Amalien­borg ræða dansk­ir þing­menn þessa dag­ana.

Á kóngurinn að borga málninguna?
Við höll Konungshjónin Friðrik X og Mary drottning við Amalienborg, þar sem móðir hans býr enn.

Eins og flestum mun líklega kunnugt er Friðrik, eldri sonur Margrétar Þórhildar drottningar og Henriks drottningarmanns, tekinn við búsforráðum á Amalienborg. Margrét Þórhildur hafði margoft lýst yfir að hún hygðist sitja sem þjóðhöfðingi til æviloka (indtil jeg falder af pinden) og þess vegna kom yfirlýsing hennar í nýársræðunni 31. desember sl. mjög á óvart. Þar tilkynnti hún að 14. janúar myndi hún afsala sér krúnunni, nákvæmlega 52 árum eftir að hún varð drottning við fráfall föður hennar, Friðriks IX.  

Við krúnuskiptin varð Friðrik, sem Danir hafa allar götur frá 1972 kallað krónprins, orðinn Friðrik X og eiginkonan Mary drottning. Danir eru vel haldnir hvað drottningar varðar því Margrét Þórhildur heldur áfram drottningartitlinum og býr áfram í höllinni á Amalienborg. Í höllinni við hliðina, höll Friðriks VIII, búa konungshjónin eins og þau hafa gert frá árinu 2010. Þau hafa þó um fleiri bústaði að velja og hafa reyndar sérstakt dálæti á Kansellíhúsinu við Fredensborgarhöllina á Norður-Sjálandi en þar dvöldu þau meðan kórónaveiran herjaði.

Úr nógu að velja og enginn kotungsbragur

Konungsfjölskyldan ræður samtals yfir átta höllum, fjórum á AmalienborgFredensborg á Sjálandi, Gråsten á Jótlandi, Eremitageslot á Sjálandi og Det Gule Palæ (fast við Amalienborg). Auk þess hluta Kristjánsborgarhallar. Til skamms tíma tilheyrði enn fremur Sorgenfri Slot á Sjálandi hirðinni en gerir það ekki lengur. 

Eins og áður var getið eru hallirnar á Amalienborg fjórar. Margrét Þórhildur býr í einni þeirra, önnur höll er eins konar gesta- og móttökuhús, í þeirri þriðju býr Benedikte, systir Margrétar Þórhildar, þegar hún er í bænum og í þeirri fjórðu konungshjónin. 

Amalienborg er aðalaðsetur konungsfjölskyldunnar en Margrét Þórhildur hefur um árabil dvalist í höllinni á Fredensborg vor og haust, gjarnan upp undir þrjá mánuði í senn. Gråsten-höllin á Suður-Jótlandi hefur verið sumardvalarstaður drottningar en Eremitageslot var byggt sem veiðihús og er notað sem slíkt enn þann dag í dag. Det Gule Palæ er bústaður hofmarskálksins, helsta aðstoðarmanns og ráðgjafa þjóðhöfðingjans. Sá hluti Kristjánsborgarhallar sem tilheyrir hirðinni er einkum notaður undir stórar veislur. Byggingarnar fjórar á Amalienborg, með bakgörðum, eru um 36 þúsund fermetrar, Fredensborg með tilheyrandi skrúðgarði 31 þúsund fermetrar en samtals eru rétt um 77 þúsund fermetrar á könnu hirðarinnar ef svo mætti að orði komast. Rétt er að nefna að Marselisborg í Árósum er einkaeign Margrétar Þórhildar sem gjarnan hefur dvalist þar á jólum og páskum með fjölskyldunni. Við þetta bætist svo Kongeskibet Dannebrog, en það er í umsjá sérstakrar deildar innan hirðarinnar, en stærstur hluti áhafnarinnar er ungt fólk sem gegnir herskyldu. Af framansögðu er ljóst að það er enginn kotungsbragur á búskapnum hjá fjölskyldunni á Amalienborg. Það er líka ljóst að rekstrar- og viðhaldskostnaður á þessum húsakosti kostar sitt og í framhaldi af krúnuskiptunum hafa orðið miklar umræður um þau mál á danska þinginu, Folketinget.

Óbreytt fyrirkomulag frá 1972 þangað til nú

Þótt hirðin hafi umráð yfir húsakostinum sem að framan var getið eru hallirnar allar í eigu ríkisins. Með krúnuskiptunum færðist húsbóndavaldið frá Margréti Þórhildi til Friðriks. Varðandi húseignir ríkisins gilda ákveðin lög, þar á meðal að þegar skipt er um leigjanda, eða umráðamann eignar, skal gera svokallaða ástandskönnun (synsforretning) á eigninni. Í því felst að yfirfara ástand viðkomandi eignar, hvort því viðhaldi sem leigjandanum ber að sinna hafi verið sinnt, utan dyra og innan. Þetta snýr að öllu því sem kallast má eðlilegt viðhald á húseigninni.

Þegar Margrét Þórhildur tók við veldissprotanum árið 1972 var kveðið á um það í „húsaleigusamningnum“ að inni í árlegri fjárveitingu til hirðarinnar væri gert ráð fyrir viðhaldi, einkum innandyra, á húseignum sem hirðin hefði til afnota. Þetta fyrirkomulag hefur að mestu verið óbreytt þau 52 ár sem Margrét Þórhildur hefur verið þjóðhöfðingi Danmerkur. Um síðustu aldamót var nánar tilgreint hvað væri á könnu hirðarinnar annars vegar og ríkisins hins vegar.

„Nokkrir danskir fjölmiðlar fylgdust grannt með hvað þeim málum liði, en fengu lítil svör þegar eftir var leitað“

Engin ástandsskoðun og hærra framlag

Lögum samkvæmt hefði ástandsskoðun á húsakynnum hirðarinnar átt að fara fram þegar Friðrik tók við krúnunni. Nokkrir danskir fjölmiðlar fylgdust grannt með hvað þeim málum liði, en fengu lítil svör þegar eftir var leitað. Snemma í apríl kynnti ríkisstjórnin frumvarp um fjárveitingar til hirðarinnar, samkvæmt því er gert ráð fyrir að fjárveitingin á þessu ári nemi 144 milljónum danskra króna (2,9 milljarðar íslenskir) sem er umtalsverð hækkun frá fyrra ári. Auk þess komi sérstök aukafjárveiting sem nemi 29 milljónum danskra króna, hún er tilkomin vegna krúnuskiptanna. Nú hefur komið fram að ekki standi til að ástandsskoða húsakost hirðarinnar, án þess að það hafi verið skýrt nánar.

Ríkið taki yfir viðgerðir og viðhald

Þegar frumvarpið um fjárveitingar til hirðarinnar var lagt fram var þar gert ráð fyrir einni veigamikilli breytingu. Hún var sú að framvegis verði allt viðhald og endurnýjun húsakosts konungsfjölskyldunnar á vegum ríkisins og þannig aðskilið frá beinum fjárveitingum til hirðarinnar. Rökin fyrir þessari breytingu eru sögð að ríkið hafi yfir að ráða sérfræðingum varðandi viðgerðir og viðhald og eðlilegast sé að sama fyrirkomulag gildi um húsakost hirðarinnar og aðrar ríkiseignir að þessu leyti. 

Opinn tékki

Í þinginu urðu miklar umræður um málið þegar það var lagt fram. Fram kom að allmiklar endurbætur og viðgerðir af ýmsu tagi væru nauðsynlegar og þótt það væri ekki sagt berum orðum mátti skilja að slíkt hefði verið í lágmarki á síðustu árum. Þegar fram kom að ekki væri tiltekin upphæð sem ætluð væri til viðhalds og viðgerða sögðust margir þingmenn ósáttir við það að þarna væri það sem þeir kölluðu „opinn tékka“. Per Nikolaj Bukh, prófessor í fjármálastjórn við Álaborgarháskóla, sagði mjög óvenjulegt að þingið samþykki lagabreytingu án þess að fram komi hvað slíkt kosti.

Peder Elgaard arkitekt, sem hefur áður haft eftirlit með viðgerðum á húsakosti hirðarinnar, telur að sumar byggingar hirðarinnar séu í góðu standi en annars staðar þurfi margt að gera. Hann sagði að viðhald bygginga, eins og halla hirðarinnar, kosti mikla peninga, „þetta eru meira og minna alfriðaðar byggingar og þar má ekki kasta til höndum“.

Nær öruggt að frumvarpið verði að lögum

Ýmsir úr hópi þingmanna segjast ósáttir við „fjárausturinn til hirðarinnar“ eins og þeir orða það. „Þessi fjölskylda sem er á framfærslu þjóðarinnar kostar einfaldlega allt of mikið,“ sagði einn þingmaður Einingarlistans og bætti við að „auðvitað á þessi fjölskylda að sjá um viðhald og endurnýjun húsakostsins, rétt eins og við hin“.

Flestir þingmenn sem tjáðu sig í umræðum lýstu sig fylgjandi frumvarpinu og sumir höfðu orð á að þótt kóngur og drottning væru smekkfólk, líkt og Margrét Þórhildur, væri óeðlilegt að það væri í þeirra höndum að ákveða hvenær komið væri að hinum og þessum viðgerðum og viðhaldi.

Fyrsta umræða um frumvarpið fór fram 19. apríl og þaðan fór það til meðferðar í þingnefnd.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
2
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stefán Ólafsson
5
Aðsent

Stefán Ólafsson

Hvernig stjórn og um hvað?

Stefán Ólafs­son skrif­ar að við blasi að þrír helstu sig­ur­veg­ar­ar kosn­ing­anna - Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokk­ur fólks­ins, voru all­ir með sterk­an fókus á um­bæt­ur í vel­ferð­ar- og inn­viða­mál­um og af­komu að­þrengdra heim­ila. „Helstu vanda­mál­in við að ná sam­an um stjórn­arsátt­mála verða vænt­an­lega áhersla Við­reisn­ar á þjóð­ar­at­kvæði um hvort sækja ætti á ný um að­ild að ESB og kostn­að­ar­mikl­ar hug­mynd­ir Flokks fólks­ins um end­ur­bæt­ur á al­manna­trygg­inga­kerf­inu,“ skrif­ar hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár