Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Silfurskottur sorgarinnar

Leik­hús­gagn­rýn­and­inn Sig­ríð­ur Jóns­dótt­ir sá leik­verk­ið Fé­lags­skap­ur með sjálf­um mér. Leik­verk­ið sprett­ur upp úr sorg en Gunn­ar Smári Johann­es­son missti báða for­eldra sína á barns­aldri og seg­ir gagn­rýn­andi verk­ið vera til­raun til að tak­ast á við eft­ir­leik harm­leiks.

Silfurskottur sorgarinnar
Leikhús

Fé­lags­skap­ur með sjálf­um mér

Niðurstaða:

Hugljúf og á köflum bráðfyndin kvöldstund með Unnari, fólkinu í lífi hans, sorginni og silfurskottu.

Leikhús: Tjarnarbíó

Leikari og handritshöfundur: Gunnar Smári Jóhannesson

Leikstjóri: Tómas Helgi Baldursson

Tónlist: Íris Rós Ragnhildar

Leikmynd og grafík: Auður Katrín Víðisdóttir

Ljós: Jóhann Friðrik Ágústsson

Gefðu umsögn

Að tala um áföll krefst hugrekkis en að kafa ofan í afleiðingar áfalla krefst annars konar einurðar. Gunnar Smári Jóhannesson missti báða foreldra sína barnungur, fyrst föður sinn og síðar móður sína á voveiflegan hátt. Annað fráfall nákomins ættingja beið hans síðan í náinni framtíð. Félagsskapur með sjálfum mér er leikverk sem sprettur upp úr þessari sorg en er einnig tilraun til að takast á við eftirleik harmleiks.

Til að gæta gagnsæis skal koma fram að pistlahöfundur sleit barnsskónum í sama litla bæjarfélaginu á Vestfjörðum og Gunnar Smári en flutti suður áður en harmurinn skall á fjölskyldu hans. Pistlahöfundur þekkir til og þekkir flest fólkið sem kemur við sögu en aðallega úr fjarska.

Skapar lokaða kvíðaveröld

Eins og titillinn gefur til kynna er Félagsskapur með sjálfum mér einleikur. Gunnar umbreytist í Unnar sem berst við afleiðingar missis og mikillar sorgar. Til að verjast frekari harmi einangrar hann sig en skapar í kjölfarið sína eigin örsmáu og lokuðu kvíðaveröld. Eini fjölskyldumeðlimurinn sem birtist í samtíðinni er systir hans, Dísa, en yfirvofandi heimsókn hennar með nýja kærastann kveikir kvíðabál innra með Unnari.

Gunnar bregður sér í hlutverk ýmissa einstaklinga sem verða á vegi hans, þar á meðal foreldra sinna, en móðir hans birtist eftirminnilega í hans túlkun með sígarettu í hendi. Áhorfendur hitta fjöldann allan af karakterum úr þorpinu og höfuðborginni sem sumir þekkja, aðrir ekki en allir kannast við týpurnar. Konurnar sem vilja ólmar koma með mat til að gera sorgina bærilegri, maðurinn í sundlauginni sem getur ekki hætt að tala og eldra fólk sem keppist við að deila visku sinni.

„Öll sem hafa misst einhvern nákominn vita að ekki er hægt að skila sorginni eða lækna heldur eingöngu að læra að lifa með henni, lifa með sjálfum sér, ekki bara í einrúmi heldur sem þátttakandi í samfélaginu“

Gunnar leysir krefjandi verkefni vel af hendi

Unnar finnur huggun í ákveðnum og föstum faðmi kvenna sem hafa allt séð, þá helst ömmu sinni og hjúkrunarfræðingi á Grund. En Unnar leitar líka í faðm hugaróra til að vernda sig gegn umhverfinu og gera skil á sínum eigin tilfinningum, þar eru hasarferð í sundlaugina og samtal við silfurskottu eftirminnilegust enda stutt vegalengd frá harmi til húmors. Gunnar leysir krefjandi verkefni vel af hendi, þá sérstaklega í ljósi þess að saga Unnars er hans saga og kómísk tímasetning hans smellhittir oft í mark. Sumar senur dragast þó á langinn, aðrar mætti endurskoða og stundum mætti Gunnar leyfa sér að kafa dýpra, fara lengra í sínum innri átökum. En slíkt er hægara skrifað en gert.

Hugljúf og á köflum bráðfyndin

Listræn umgjörð sýningarinnar er lágstemmd sem setur sviðsljósið laglega á Unnar. Listræna teymið er ungt að árum og verður spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni. Tómas Helgi Baldursson leikstýrir af næmni og gefur Gunnari frelsi til að vera hann sjálfur en uppbrot sýningarinnar mættu vera fleiri. Leikmynd Auðar Katrínar Víðisdóttur er að sama skapi stílhrein í einfaldleika sínum en í einleik verður að velja leikmuni af kostgæfni, beddinn er góð lausn sem miðpunktur en aðrir leikmunir lítið notaðir. Að lokum styður áferðarfögur tónlist Írisar Rósar Ragnhildar vel við frásögnina.

Öll sem hafa misst einhvern nákominn vita að ekki er hægt að skila sorginni eða lækna heldur eingöngu að læra að lifa með henni, lifa með sjálfum sér, ekki bara í einrúmi heldur sem þátttakandi í samfélaginu og taka ábyrgð á því að vera til. Félagsskapur með sjálfum mér opnar fallega á þessa baráttu án þess að höfundur velti sér of mikið upp úr þeim skelfilegu atburðum sem áttu sér stað í lífi hans. Niðurstaðan er hugljúf og á köflum bráðfyndin kvöldstund með Unnari, fólkinu í lífi hans, sorginni og silfurskottu.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
5
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu