Á Íslandi eru þrisvar sinnum fleiri Domino´s-pitsustaðir miðað við höfðatölu en í heimalandi keðjunnar, Bandaríkjunum. Hér á landi eru 22 Domino´s-staðir og er engin önnur veitingakeðja með eins marga staði. Meðal-Íslendingurinn eyðir tæplega 43 sinnum meiri peningum í Domino´s-pitsur en Bandaríkjamaðurinn. Á Íslandi nema árlegar tekjur Domino´s fyrir hvern landsmann sömuleiðis rúmlega 17.400 krónum á meðan sambærileg upphæð í Bandaríkjunum nemur tæplega 400 krónum.
Ísland er einfaldlega í sérflokki hvað varðar neyslu og eyðslu landsmanna í Domino's-pitsur miðað við höfðatölu. Af hverju er þetta?
„Domino’s á Íslandi á fjölmörg met innan Domino’s keðjunnar“
Heimildin leitaði til Magnúsar Hafliðasonar, forstjóra Domino´s, eftir svörum við þessari sérstöðu Domino´s hér á landi. „Domino’s á Íslandi á fjölmörg met innan Domino’s keðjunnar, hvort sem það snýr að fjölda staða m.v. höfðatölu eða …
Athugasemdir (4)