Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Domino's-þjóðin Íslendingar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.

Domino's-þjóðin Íslendingar
Þriðjudagstilboð Domino´s Þriðjudagstilboð Domino´s er orðið þjóðþekkt og hefur verið hluti af rekstri pítsafyrirtækisins í rúman áratug. Hér sjást viðskiptavinir sækja pítsur á Domino´s-stað í Reykjavík þriðjudaginn 7. maí. Mynd: Golli

Á Íslandi eru þrisvar sinnum fleiri Domino´s-pitsustaðir miðað við höfðatölu en í heimalandi keðjunnar, Bandaríkjunum. Hér á landi eru 22 Domino´s-staðir og er engin önnur veitingakeðja með eins marga staði. Meðal-Íslendingurinn eyðir tæplega 43 sinnum meiri peningum í Domino´s-pitsur en Bandaríkjamaðurinn. Á Íslandi nema árlegar tekjur Domino´s fyrir hvern landsmann sömuleiðis rúmlega 17.400 krónum á meðan sambærileg upphæð í Bandaríkjunum nemur tæplega 400 krónum.

Ísland er einfaldlega í sérflokki hvað varðar neyslu og eyðslu landsmanna í Domino's-pitsur miðað við höfðatölu. Af hverju er þetta?

„Domino’s á Íslandi á fjölmörg met innan Domino’s keðjunnar“
Magnús Hafliðason,
forstjóri Domino´s á Íslandi
Met Domino´s á ÍslandiMagnús Hafliðason, forstjóri Domino´s, segir að fyrirtækið eigi fjölmörg met innan Domino´s-samstæðunnar.

Heimildin leitaði til Magnúsar Hafliðasonar, forstjóra Domino´s, eftir svörum við þessari sérstöðu Domino´s hér á landi. „Domino’s á Íslandi á fjölmörg met innan Domino’s keðjunnar, hvort sem það snýr að fjölda staða m.v. höfðatölu eða …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sveinn Nikulásson skrifaði
    Það er eðlilegt að Domino's sé með þrisvar sinnum fleiri staði hlutfallslega á Íslandi en í USA. Kaninn gerir talsvert meiri kröfur til skyndibita en Íslendingar...
    0
  • EGT
    Einar G Torfason skrifaði
    Dulin auglýsing? Hver skrifar?
    -1
    • GK
      Gísli Kristjánsson skrifaði
      Það er algjör skömm að svona 'fréttaskrifum'.
      -1
    • Jón Trausti Reynisson skrifaði
      Þetta er langt frá því að vera auglýsing. Höfundur greinarinnar er merktur.
      2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár