Í dag snýst þetta um Julian Assange, á morgun snýst það um okkur öll,“ sagði Kristinn Hrafnsson við blaðamann á torgi í London í kjölfar úrskurðar breskra dómara þegar Julian Assange fékk því framgengt að áfrýja framsalsbeiðni Bandaríkjanna.
Stjórnvöld þar ytra fá þrjár vikur til að sanna að Julian fái að vísa til tjáningarfrelsisins við réttarhöldin og verði hvorki mismunað við þau né við afplánun. Tryggja þarf að hann verði hvorki dæmdur á grundvelli þjóðernis síns eða dæmdur til dauða.
Þetta var 26. mars síðastliðinn.
Ákæran í Bandaríkjunum byggir á fornri njósnalöggjöf og er sautjánföld; hans gæti beðið allt að 175 ára fangelsi. Julian er fyrsti blaðamaðurinn sem ákærður er á grundvelli löggjafarinnar en þann 11. apríl síðastliðinn hafði hann verið í fimm ár í His Majesty's Prison Belmarsh, helsta öryggisfangelsi Breta; eftir sjö ára dvöl í sendiráði Ekvador í London. Þann 19. júní árið 2012 leitaði hann þangað …
https://www.democracynow.org/2022/8/18/assange_attorneys_and_journalists_sue_the