vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7 prósent í síðasta mánuði. Leiguverð heldur áfram að hækka á öllu landinu líkt og undanfarna mánuði. Í nýjustu mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) kemur fram að leiguverð heldur áfram að hækka ört eftir að hafa lækkað að raunvirði milli áranna 2019 til ársins 2023.
Talsverður munur er á verðhækkununum eftir landshlutum. Brattasta hækkunin á meðalleiguverði átti sér stað í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Á aðeins tveimur árum hefur leiga á þessum slóðum hækkað um 20 prósent að raunvirði.
Meðalleiga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er, samkvæmt gögnum úr leiguskrá HMS, 245 þúsund krónur á mánuði. Það er sjö þúsund krónum hærri meðalleiga en mælist á höfuðborgarsvæðinu, sem er óvenjulegt.
Undanfarin tíu ár hefur meðalleiguverð alla jafna verið talsvert hærra á höfuðborgarsvæðinu en í öðrum landshlutum. Til að mynda var meðalleiga í höfuðborginni árið 2018 …
Athugasemdir